Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 49

Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 49
Framhaldssaga, sem byrjaði i Júli- heftinu, eftir JOHN DICKSON CARR Þar til DAUDINN aðskilur okkur Þetta reyndist vera þvælt ein- tak af ritgerðasafni Hazlitts í alþýðuútgáfu. Nafnið Samuel R. De Villa hafði verið skrifað á saurblaðið og auk þess ýmsar athugasemdir með sömu snot- urlegu rithöndinni. Fell athugaði' bókina forvitn- islega, áður en hann kastaði henni á borðið. „De Villa virðist vera með allskonar hártoganir í sambandi við efni bókarinnar“, sagði Fell. „Viltu ekki reyna að troða því inn í þinn fávísa heila“ sagði Hadley, „að fingralangir menn eru ekki alltaf heingil- mænur og hótelrottur, sem hengslast á vinstofunum. De Villa hefði getað orðið auðugur maður, því að hann er vel menntaður og hafði ýmsa frá- bæra hæfileika. Faðir hans var þekktur kennimaður á vestur- landi. Háskólinn í Bristol heiðr- aði De Villa fyrir afbragðs gáf- ur; hann lærði læknisfræði — og hann hefur leikið líffæra- fræðing fyrr á svikabraut —“. „Afsakið“, heyrðist sagt ó- kunnri rödd. Hið langleita andlit Millers lögregluþjóns kom í ljós í rúðu- lausum glugganum. „Afsakið, herra minn!“ Hann beindi orðum sínum að saka- málafulltrúanum. „Má ég segja fáein orð?“ „Komið inn fyrir“, sagði Had- ley; og enginn inni hreyfði sig fyrr en Miller hafði komið inn um dyrnar og staðnæmst á gólf- inu. „Ég hefði getað skýrt frá því fyrr“, — það var ljót varta rétt hjá nefinu á Miller — „en það hefur bara ekki verið leitað nokkurra upplýsinga hjá mér, um það sem þið kunnið að kalla borð“. „Nú, en?“ „Það var seint í nótt. Kallað var á mig símleiðis og sagt að drukkinn maður væri með ó- spektir í Newton Farm. Ég ók hér fram hjá á að gizka klukk- an þrjú um nóttina. Húsið hérna var þá allt uppljómað eins og jólatré. Ég hugsaði með mér, að ekkert væri við það að athuga, því að ég hafði heyrt að hús- bóndinn hefði slasast, og mér 41 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.