Heimilisritið - 01.12.1945, Page 50

Heimilisritið - 01.12.1945, Page 50
komu í hug læknar, hjúkrunar- konur og fleira fólk. Ég var að hugsa ym að líta inn, en sagði við sjálfan mig, að of væri álið- ið nætur. „En“, sagði Miller og hækk- aði röddina, eins og hann væri hræddur um að einhver tæki fram í fyrir sér, „ég sá mann- eskju standa við útidyrnar. Það var Lesley Grant“. DICK Markham gekk hratt eftir götunni og beygði heim að húsi sínu. Það rétt grillti í það í myrkrinu framundan og tíglarúð- ur þess glömpuðu í tunglskininu. Honum var sama um þetta allt, hann þurfti að hafa hraðann á! Lesley var farin að búast við honum í kvöldverðarboðið. Iíann lokaði útidyrahurðinni á eftir sér og gekk inn í myrkvaða forstofuna. Hann fór inn í ganginn að skrifstofu sinni og ætlaði að kveikja, en það kviknaði ekki á rafmagnsperunni. Hann reyndi aftur og aftur, en árangurslaust. Allt í einu áttaði hann sig á því, hvað að var. Það hlaut að vanta pening í rafmagnssjálfsalann. Iíann bölvaði í hálfum hljóðum, fór fram í eldhús, lét smápening í sjálfsalann og ljósin kviknuðu. Svo gekk hann inn í skrifstofu sína, skimaði í kringum sig og leit á ritvélina. „Þætti þér ekki gaman að vita, gamla mín“, sagði hann við ritvél- ina, „hvernig á því stendur, að Ijósin kvikna í læstu herbergi, sem var skilið eftir almyrkt". A meðan hann stóð þarna hugs- andi heyrði hann að klukka sló átta. Hann varð að flýta sér. Hann rakaði sig og hafði fata- skipti á mettíma og gekk út. Þeg- ar hann gekk vestur þangað, sem bærinn var þéttbýlastur, heyrði hann óm af mannamáli á eftir sér. Það voru raddir þeirra Fells og Hadleys, sem enn voru ekki á eitt sáttir. Umhverfis hús Lesleys var fal- legur garður með trjám og blóma- beðum. Eina húsið, sem stóð ná- lægt, var pósthúsið. Ógift kona, Laura Feathers að nafni, hafði þar póstafgreiðslu, jafnframt því sem hún verzlaði þar með veggmyndir. Hún bjó í bakherbergjunum. Þegar Dick nálgaðist garðshlið Lesleys, heyrði hann að einhver var að slá grasvöll með hand- sláttuvél, einhversstaðar í ná- grenninu. Dick hætti að hugsa um Lauru Feather, en gekk inn í garð Lesleys og leit upp að húsinu í þeirri von, að hann kæmi auga á hana. Þá heyrðist allt í einu skothljóð. Hljóðið kom frá póstafgreiðslunni. Dick langaði til að láta skot- hljóðið eins og vind um eyru þjóta. En hann vissi að það var skylda hans að athuga orsök þess, 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.