Heimilisritið - 01.12.1945, Page 51

Heimilisritið - 01.12.1945, Page 51
þótt ekki væri nema vegna Lesley. Hann sneri við og hljóp eins og fætur toguðu eftir götunni til póst- hússins. Húsið var opið, og á bak við afgreiðslu'borðið í póststofunni riðaði Laura Feathers. Andartak benti hún titrandi með vinstri hendi og reyndi að tala, en féll svo andvana á gólfið. í HÆGRI hönd hennar var slitur af vélritaðri pappírsörk, sem var blóðug á jöðrunum. Dick veitti óðara athygli þeim orðum, sem þar voru skráð: því slikir heimskingjar? Ef þið viljið vita hvemig Lesley Grant fár að því. Þetta var allt og sumt. Stafim- ir stækkuðu fyrir augum Dicks — þeir höfðu verið skrifaðir á hans eigin ritvél. Það var ekki um að villast á stafnum „y", sem alltaf var skakkur og „n“, sem var feitt og óeðlilega svart, hvernig sem hann hafði reynt að hreinsa staf- inn. Hann vaknaði upp úr þessum hugsunum sínum við það, að hann greindi ofurlágt fótatak í bakher- bergjunum, og hann heyrði að ein- hver læddist út um bakdyrnar. Dick tók til fótanna, án þess að skilja blaðsnepilinn við sig, og hljóp út. Hann sá skugga morð- ingjans hlaupa inn á milli trjánna í garði Lesleys og hverfa inn um bakdyr hennar. Dick stökk yfir girðinguna, sem skildi eignirnar að, og heyrði nú á ný hljóðið í handsláttuvélinni, sem hann hafði veitt athygli skömmu áður. Garðyrkjumaður Lesleys, Mclntyre, var að slá blettinn, og hann kom nú í ljós, stór og þrek- inn, við bakhlið hússins. Dick varð litið niður að götunni og sá að ein- hver skálmaði að húsinu. Maður- inn var auðþekktur á skrítna hatt- inum og gamaldags kápunni. Það var Gideon Fell. „Bíðið þarna við bakdyrnar", hrópaði Dick til garðyrkjumanns- ins. „Hleypið engum manni út!“ Svo hljóp hann inn um dyrnar, í gegnum eldhúsið og inn í borð- stofu. Lesley sat þar makindalega í stól, klædd grænum, flegnum kvöldkjól, en spratt á fætur, þeg- ar Dick kom inn. „Dick, hvað í ósköpunum —“ „Taktu eftir, hjartað mitt. Það var rétt í þessu verið að myrða Lauru Feathers. Það sem meira er, morðinginn er sá sami, sem myrti De Villa. Og ég er hræddur um, að hann sé hérna í húsinu núna“. Dyraibjöllunni var hringt lát- laust. Dick teymdi Lesley með sér fram í forstofuna. Úti fyrir var Gideon Fell. „Laura Feathers —“ sagði Dick, en Fell greip fram í fyrir honum. „Ég veit, Við heyrðum skot- hljóðið og sáum yður hlaupa inn. Hadley er þar núna. Má ég spyrja, HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.