Heimilisritið - 01.12.1945, Blaðsíða 51

Heimilisritið - 01.12.1945, Blaðsíða 51
þótt ekki væri nema vegna Lesley. Hann sneri við og hljóp eins og fætur toguðu eftir götunni til póst- hússins. Húsið var opið, og á bak við afgreiðslu'borðið í póststofunni riðaði Laura Feathers. Andartak benti hún titrandi með vinstri hendi og reyndi að tala, en féll svo andvana á gólfið. í HÆGRI hönd hennar var slitur af vélritaðri pappírsörk, sem var blóðug á jöðrunum. Dick veitti óðara athygli þeim orðum, sem þar voru skráð: því slikir heimskingjar? Ef þið viljið vita hvemig Lesley Grant fár að því. Þetta var allt og sumt. Stafim- ir stækkuðu fyrir augum Dicks — þeir höfðu verið skrifaðir á hans eigin ritvél. Það var ekki um að villast á stafnum „y", sem alltaf var skakkur og „n“, sem var feitt og óeðlilega svart, hvernig sem hann hafði reynt að hreinsa staf- inn. Hann vaknaði upp úr þessum hugsunum sínum við það, að hann greindi ofurlágt fótatak í bakher- bergjunum, og hann heyrði að ein- hver læddist út um bakdyrnar. Dick tók til fótanna, án þess að skilja blaðsnepilinn við sig, og hljóp út. Hann sá skugga morð- ingjans hlaupa inn á milli trjánna í garði Lesleys og hverfa inn um bakdyr hennar. Dick stökk yfir girðinguna, sem skildi eignirnar að, og heyrði nú á ný hljóðið í handsláttuvélinni, sem hann hafði veitt athygli skömmu áður. Garðyrkjumaður Lesleys, Mclntyre, var að slá blettinn, og hann kom nú í ljós, stór og þrek- inn, við bakhlið hússins. Dick varð litið niður að götunni og sá að ein- hver skálmaði að húsinu. Maður- inn var auðþekktur á skrítna hatt- inum og gamaldags kápunni. Það var Gideon Fell. „Bíðið þarna við bakdyrnar", hrópaði Dick til garðyrkjumanns- ins. „Hleypið engum manni út!“ Svo hljóp hann inn um dyrnar, í gegnum eldhúsið og inn í borð- stofu. Lesley sat þar makindalega í stól, klædd grænum, flegnum kvöldkjól, en spratt á fætur, þeg- ar Dick kom inn. „Dick, hvað í ósköpunum —“ „Taktu eftir, hjartað mitt. Það var rétt í þessu verið að myrða Lauru Feathers. Það sem meira er, morðinginn er sá sami, sem myrti De Villa. Og ég er hræddur um, að hann sé hérna í húsinu núna“. Dyraibjöllunni var hringt lát- laust. Dick teymdi Lesley með sér fram í forstofuna. Úti fyrir var Gideon Fell. „Laura Feathers —“ sagði Dick, en Fell greip fram í fyrir honum. „Ég veit, Við heyrðum skot- hljóðið og sáum yður hlaupa inn. Hadley er þar núna. Má ég spyrja, HEIMILISRITIÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.