Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 53

Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 53
„En herbergið var harðlæst að innanverðu“, sagði Dick. „Já'*, svaraði Fell. Hadley fulltrúi frá rannsóknar- lögreglunni kom nú inn í borðstof- una. „Fell“, sagði hann hvatskeyts- lega. ,.Ég hef verið að búast við yður þangað, sem kvenmaðurinn var myrtur. Ég kom hingað til þess að vita, hvern fjárann þér er- uð að gera Og ég hef ekki verið þar til einskis“. Hadley var mikið niðri fyrir. „Ég fann út, hver ... “ „Ekki enn. Ekkert liggur á“, sagði Fell ákveðinn og stóð á fæt- ur. Svo sneri hann sér að Dick og sagði: „Þegar ég kom inn, var fremur heitt hér. En satt að segja var það ekki aðalorsökin til þess, að ég dró tjöldin frá gluggunum. Gjörið svo vel að athuga gluggana". Fell lá hátt rómur, en nú talaði hann eins og hann væri að hrópa til einhvers. Hann hélt nokkurra mínútna fyrirlestur um opna glugga, lokaða glugga, glugga- króka, gluggagler og gluggapósta. Eitthvað virtist liggja á bak orða hans, sem Dick gat með engu móti skilið. Allt í einu tók’ Dick eftir því, að Lesley var ekki í stofunni. Fell var hættur að tala. Svo heyrðist hátt skothljóð, sem rauf þögn kvöldsins eins og allt húsið léki á reiðiskjálfi. Hvellurinn kom frá svefnherbergi Lesleys, beint uppi yfir borðstofunni. Hadley starði á Fell. „Þetta er þér að kenna! Sjálfsmorð?" „Ég geri ráð fyrir því. Það var ekki um annað að ræða, skilurðu". „Víst!“ æpti Dick Markham. „Víst!" Hann hljóp upp, eins og í leiðslu. Hadley fylgdi honum eftir. Þeir sáu Miller lögregluþjón, þegar þeir komu upp stigann. Miller var opinmynntur af geðshræringu og stóð fyrir framan svefnherbergis- dyr Lesleys. „Dyrnar eru aflæstar, herrar mínir". „Sprengið þér þær þá upp!“ Miller sparkaði í hurðina undir húninn með geysistórum og vold- ugum skósólum sínum. Dick tók ekki eftir því. Fell skokkaði upp tröppurnar; og á undan honum hljóp Lesley Grant léttilega. „Dick!“ hrópaði hún. „Af hverju horfirðu svona á mig?“ í sama vetfangi tókst Miller að brjóta upp hurðina. — Hjá rúm- inu lá andvana maður með skammbyssu við hlið sér. Dick heyrði rödd Fells í eyra sér: „Þetta er eina manneskjan, sem hefði getað framið bæði morðin — Hugh Middlesworth læknir“. ÞETTA gerðist ellefta júní. Það var um kvöldið, þann þrettánda sama mánaðar, að þau Fell, Had- HEIMILISRITIÐ 51

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.