Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 54
ley, Lesley og Dick fóru saman út
fyrir þorpið í lögreglubíl og stað-
næmdust við húsið þar sem de
Villa hafði verið myrtur.
Þau gengu inn í dagstofuna.
Fell hallaði sér þar aftur á bak
upp í sófa, en Hadley settist við
skrifborðið með vasabók fyrir
framan sig og sjálfblekung milli
fingranna.
Fell tók til máls: „Við verðum
fyrst að gera okkur það ljóst, að
frá upphafi var ekki minnsta á-
stæða til að gruna Lesley um
græsku. Ætlunin var nú samt sú,
hjá morðingjanum. Hann ætlaðist
til þess, að við álitum morðið á
De Villa vera framið af eiphverj-
um, sem tryði því að De Villa
væri Sir Harvey Gilman, og mað-
urinn hefur jafnframt sjálfur trú-
að því, að Lesley Grant væri eit-
urbyrlari. Þess vegna — skiljið
þið það — var sú manneskja, sem
sízt var hægt að gruna um morðið,
einmitt sú, er strax frá upphafi
vantreysti „Sir Harvey" og sem
satt að segja olli því að ég sann-
færðist um að hinn. myrti var ekki
Sir Harvey. í þessu liggur einmitt
lykillinn að lausn málsins“.
Það lifði illa í vindli Fells, svo
að hann kveikti á eldspýtu og lífg-
aði glóðina.
„Verið þið svo væn að veita því
athygli", sagði hann, „að upphaf-
lega ráðningin, sem við heyrðum,
var sú, að Lesley hefði verið gerð
52
að sektarlambi einhvers, sem kom-
izt hafði í klærnar á De Villa eða
Sir Harvey eins og hann kallaði
sig og — takið eftir — sú skýring
kom einmitt frá Middlesworth
lækni. 1 fyrstu virtist þetta vera
eina skynsamlega ráðningin. En þó
yar eitt atriði sem olli mér heila-
brotum.
„Jæja, Dick Markham. Þér ger-
ið yður það sennilega Ijóst, að
ræða hins svokallara Sir Harveys
var samin handa yður og til þess
ætlast, að þér tryðuð henni. Hún
var búin til og flutt manni, sem
myndi taka hana ákaflega hátíð-
lega. Jæja. En hér vill svo til að
svikarinn segir þessa lygaþvælu
sína í áheyrn héraðslæknisins, sem
ekkert varðar málið, eða ætti að
láta sig það miklu skipta og gæti
farið á bak við hann“.
Fell reykti hinn rólegasti.
„Ég er að eðlisfari dálítið tor-
trygginn", hélt hann áfram, „og
ykkur að segja datt mér í hug,
hvort ekki væri hugsanlegt að
Middlesworth vissi meira en hann
léti í veðri vaka. Hvort hann gæti
ekki hafa verið vitorðsmaður í
glæpnum".
„VitorðsmaðurP" hrópaði Les-
ley.
Fell gaf henni bendingu um að
vera róleg.
„Þá gat ég auðvitað ekki vitað,
hvernig um hnútana var búið.
NIÐURLAG í NÆSTA HEFTI.
HEIMILISRITIÐ