Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 55
Þegar
JUDY GARLAND
gifti sig
Það var áliðið kvölds, þegar
bjallan hringdi, og ungfrú Rice
missti hér um bil diskinn, sem hún
var að þvo. Hún þerraði hendur
sínar á svuntuhorninu og fór til
dyra. Þau stóðu þarna hikandi.
Maðurinn var grannvaxinn og
dökkhærður og hélt þétt í hönd-
in á stúlkunni.
. Ungfrá Itice, sem er formaður
leyfisbréfanefndar þorpsins, bauð
þeim inn, en þau voru eins og í
leiðslu, vissu auðsjáanlega hvorki
í þennan heim né annan. Ungfrú
Rice fór í mesta flýti að ganga
frá leyfisbréfinu. Bleika perlan í
trúlofunarhringnum, sem Vin
hafði teiknað sjálfur, blikaði
skært, án þess að nokkur tæki
eftir henni. Nú var leyfisbréfið til.
Judy Garland Rose — eða réttu
nafni Frances Gumm, 24 ára
gömul og Ben Vincente Minelli,
31 árs gamall. Vin hafði ekki ver-
ið giftur áður. Judy var hinsveg-
ar fráskilin. Hún var mjög ást-
fangin af fyrri manni sínum, Da-
vid Rose, sem er tónskáld og
Vincente Minelle og Judy Garland.
hljómsveitarstjóri. Judy tók
skilnað þeirra mjög nærri sér og
varð mögur og þreytuleg í útliti
á eftir. En svo kynntist hún Vin-
cente Minelli og þá breyttist allt.
Vincente er viðkvæmur maður
með mjög mikið hugmyndaflug.
Hann er hlýlegur í framkomu og
ágætlega vel gefinn. Hann stjórn-
HEIMILISRITIÐ
53