Heimilisritið - 01.12.1945, Page 57

Heimilisritið - 01.12.1945, Page 57
Handtakið Þú getur komið upp um margt í eðli þínUf þegar þú heilsar með handabandi Við höfum veitt því athygli, að næstum engir tveir menn taka eins í hönd, þegar þeir heilsa með handabandi. En höfum við einnig tekið eftir því, að menn sem hafa skylda skaphöfn þrýsta höndina á svipaðan hátt? Nú eru hátíðisdagar framundan og sennilegt að við munum heilsa óvenju mörgum með handabandi. Þá skulum við hafa í huga nokkr- ar reglur, sem fundnar hafa verið viðvíkjandi því, hvernig hægt er að ráða skaphöfn manna af hand- taki þeirra. Handtökum er hægt að skipta í fimm flokka: Hið hlýlega, ró- lega tak, hið kæruleysislega tak, takið með framkögglum fingr- anna og loks hið lokaða handtak. Ef sá, sem tekur í hönd, opnar lófann alveg og þrýstir þumal- fingrinum að handarbaki hins, þá er hann skapfastur, jafnframt því sem hann er vingjarnlegur og góð- ur félagi. Sá, sem ekki þrýstir þumalfingrinum að handarbak- inu, er veikgeðja og vís til að gera ýmsar skyssur í lífinu. Hann er þunglyndur og leiðinlegur sam- kvæmismaður. Því hærra sem hann heldur þumalfingrinum því hættara er honum við þessu. Sá sem réttir aðeins fram fing- urgómana er undirhyggjumaður, kænn og varasamur. Það er ef til vill auðvelt að umgangast hann, en hann er svikull. Sá sem réttir höndina eins og hann væri að leggja stein í lófa hins, er þóttlítill og ófélagslyndur. Hann hefur lítinn næmleika á mannlegu eðli til að bera og lætur auðveldlega að stjórn annarra. Hið svonefnda lokaða handtak ber oftast vott um alvöruleysi og öfga. LENGI — SEM VONLEGT VAR „Hvað hafið þér verið að gera í allan morgun?" spurði frúin nýju vinnukonuna. „Að fylla saltbaukinn, eins og þér sögðuð mér“, svaraði stúlkan sakleysislega. „Þér hafið verið lengi að því, þykir mér“. „Já, það er hreint ekki svo fljót- legt að hella saltinu inn um þessi litlu göt“. HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.