Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 61

Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 61
í anda ráfa svanga um göturnar. Það virðist kannski vera barna- legt núna, en fyrir barnssálina var þetta sem martröð. Ég held, að aldrei á ævi minni hafi ég orðið eins skelkuð. SP.: Ef þú værir ekki leikkona, hvað myndurðu þá velja þér að starfi? SV.: Vera listamaður. Mér þyk- ir gaman að mála og teikna. Samt sem áður geri ég ekkert af slíku nú, því að ég álít, að maður geti aðeins unnið að einni list í einu. SP.: Hvaða kjaftasaga fer mest í taugarnar á þér? SV.: Það sem sífellt klingir við, að við Olivia séum allt^f í hári saman og séum afbrýðisamar út í hvor aðra. Ég skil ekki, hvernig þessi orðrómur komst á kreik. Sannlei'kurinn er sá, að okkur Oliviu kemur mjög vel saman. Það er ekki svo að skilja, að við sé- um alltaf sammála, en við höfum ekki rifist síðan ég hárreytti hana, þegar hún var 10 ára. SP.: Hvaða smágalla, frá æsku- árum þínum, hefurðu þurft að yfir- stíga? SV.: Að vorkenna sjálfri mér. Það stafaði líka frá lasleika mín- um í bernsku, þegar ég öfundaði öll hin börnin, sem gátu gert ýmis- legt. sem ég mátti ekki gera. SP.: Talaðru lengi í síma? SV.: Mér finnst síma-„snakk“ vera tímaspillir. Ég er hrædd um að mér hætti við að vera nokkuð þurr í síma. SP.: Hvað tekur það þig langan tíma að klæða þig? SV.: Það er misjafnt, ég get klætt mig á 15 mínútum, og hef oft gert það. En það er meira gaman, að hafa klukkutíma til stefnu. SP.: Á móti hvaða manni vild- irðu helzt leika? SV.: Tveimur, sem ég hef þeg- ar haft ánægju af að leika á móti, þeim, Charles Boyer og Laurence Oliver. Þeir eru báðir fram úr skarandi leikarar. SP.: Gerirðu það sem andinn blæs þér fyrst í brjóst? SV.: Alltaf. Það er eina leiðin, til að fá það mesta út úr hlutun- um. Einu sinni var ég orðin leið á því að sitja heima, svo að ég pakkaði niður dótinu mínu og fór til Tahiti, og þar skemmti ég mér konunglega. Auðvitað var það fyr- ir stríð. SP.: Af hvaða hlutverki hefurðu haft mesta ánægju? SV.: í „AFFAIRS OF SUSAN“. Eftir að hafa leikið eingöngu al- varleg hlutverk, þá þótti mér gaman að Susan. Hún var svo kát og lifandi, og ég var í svo mörg- um' fallegum fötum. Ég skipti oft- ar um föt þá, en eg hef gert í nokkurri annarri mynd. ® ENDIR HEIMILISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.