Vísbending - 21.12.2009, Page 4
Magnús Valur Pálsson.
BENEDIKT JÓHANNESSON
Upp komast svik
Upp úr 1800 hafði Reykjavík breyst úr því aó vera nokkur
hús í að vera þorp með kaupstaðarréttindi. Biskupinn var
kominn til bæjarins og Lærði skólinn líka, þó að hann flytti
reyndar úr höfúðstaðnum aftur fljótlega. Ekki munaði minnst um
tukthúsið sem varð til þess að mestu misindismenn landsins komu í
bæinn og settust margir þar að eftir að hafa aíþlánaó refsivist sína. Satt
að segja var refsingin oft frjálsleg og fangamir tíðum notaðir til vinnu
hjá embættismönnum.
Haustið 1803 var um fátt annað talað í Reykjavík en átökin innan
Breckmann fjölskyldunnar. Breckmann-málið var hvalreki á fjörur
kjaffakerlinga og slúðurbera. Bæði Páll Breckmann og Grímur
Olafsson, tengdasonur hans, voru kaupmenn. Allir eiga erindi í búðir
og kaupmenn eru nánast eins og persónulegir vinir fjölda fólks. A
þessum árum og reyndar miklu lengur nutu kaupmenn virðingar
almennings. Það var ekki langt síðan einokunin leið undir lok og
Islendingar gátu keypt boigarabréf og fengið leyfi til verslunarreksturs.
Þaó var spennandi þegar í ljós kom að þetta fólk, sem flestir gerðu ráð
fyrir að væri vel stætt og þar með hamingjusamt, átti í miklu flóknari
vanda en sauðsvartur almúginn.
Kœra lögö fram
Árið 1803 var Ramus Frydensberg skipaður bæjarfógeti í Reykjavík
með sérstökum úrskurði konungs og hann fékk með sér tvo danska
lögregluþjóna. Fyrsta málið sem kom til úrskurðar hans virtist í fljótu
bragði heimilisofbeldi af því tagi sem hann haf'ði oft séð í Danmörku.
Þegar fógetinn las ákæmna frá Grími Olafssyni kjötkaupmanni gegn
tengdaforeldrum sínum ákvað hann að spyijast fyrir um þetta fólk
allt. Grímur kærði tengdamóður sína og mann hennar fyrir að hafa
gengið í skrokk á Þómnni, eiginkonu sinni.
Frydensberg reyndi að átta sig á þessu fólki. Grímur kjötkaupmaður
var ungur maður með skrautlega fortíð. Hann var prestsonur
4 | VÍSBENDING