Vísbending - 21.12.2009, Page 10
ÁSGEIR JÓNSSON
HAGFRÆÐINGUR
HVAÐ VAR JÓN BISKUP
AÐ HUGSA?
SNERUST SIÐASKIPTIN UM FISK OG BRENNISTEIN?
Hinn 21. apríl 1548 er sögulegur dagur fyrir ísland,
en þá hófst fyrsta og eina vopnaða uppreisn
íslendinga gegn valdi Danakonungs. Það var
þennan dag sem Jón biskup Arason ritaði opið
bréf til allra presta í Skálholtsbiskupsdæmi um að
hann hefði tekið sér erkibiskupsvald yfir íslandi.
Honum var þar með gefíð „full makt yfir öllu Islandi að dispensera
um allar causas papales et cetera” eins og segir í bréfinu. Bréfið var
skrifað af mjög ským tilefni. Gissur Einarsson hafði látist mánuði fyrr.
Hann var fyrsti lúterski biskupinn í Skálholti eða „súperintentant” eins
og hann kallaði sig sjálfur að hætti siðbótarmanna í Evrópu.
Jón vildi tryggja að eftirmaður Gissurar yrði kaþólskur og þannig
snúa siðaskiptunum til baka. Hann fylgdi bréfinu eflir tveim mánuðum
síðar með því aö riða suður yfir heiðar með vopnaðan flokk manna
til þess að hertaka Skálholt og taka stjóm á prestastefhu á staðnum.
Jóni misheppnaðist í fyrstu atrennu. Lúterstrúarmenn höfðu fengið
höfðingjann Daða Guðmundsson í Snóksdal í lið með sér og hann var
fyrir með sveina sína er norðlenski bændaherinn sótti að Skálholti.
Kúlnahríð frá byssuliðum Daða stöðvaði áhlaup norðanmanna
samstundis en hvorki María mey eða Jón biskup Arason gátu fengið
íslenska bændasyni að hlaupa á móti opnum byssukjöftum. Og að
baki byssuliðanna kusu lúterskir prestar Marteinn Einarsson - mág
Daða - sem biskup í stað Gissurar.
En stríðið var rétt að byrja. Næstu tvö árin lagði Jón landið undir
sig og náði loks því marki að láta lýsa landið kaþólskt á nýjan leik
á Alþingi sumarið 1550. Synir Jóns - þeir Ari og Bjöm - þjónuðu
sem hershöfðingjar í liði hans og bám hina vopnuðu baráttu uppi.
Þeir hertóku Skálholt og handtóku Martein Einarsson, hinn nýja
Skálholtsbiskup. Mótstöðumenn þeirra stukku úr landi eða vom
handteknir. Þeir feðgar virðast hafa byggt upp hemaðarmátt sinn
jafnt og þétt eftir því sem að uppreisnin hélt áfram og höfðu til að
mynda reist stærðarvirki á Hólum með fallbyssum, vindubrú og
tilheyrandi. Baráttunni lauk þó skyndilega þegar Daði Guðmundsson
í Snóksdal kom þeim feðgum á óvart á Sauðafelli í Dölum og handtók
þá eftir æsilegan byssubardaga. Þeir vom síðan hálshöggnir þann 7.
nóvember 1550.
Uppreisn Jóns biskups virðist því bæði hafa haft skýrt upphaf
og endi í hugum landsmanna. Hins vegar er ekki allt sem sýnist.
Siðaskiptastríðið hérlendis verður ekki skilið til fúllnustu nema
í samhengi við verslunarstríð Þjóðverja og Dana sem stóð yfir
hérlendis á sama tíma. Það var raunar hið dansk-þýska verslunarstríð
sem skapaði forsendur fyrir uppreisn Jóns biskups þar sem Þjóðveijar
urðu sjálfkrafa bandamenn hans og hemaðarráðgjafar. Biskupsherinn
var vopnaður með þýsku stáli og í síðasta bardaga Jóns á Sauðafelli
vom það þýskir byssuliðar er vörðu biskupsmenn í kirkjugarðinum
á staðnum þegar Daði sótti að með mönnum sínum. I dauðadómi
Jóns, sem Kristján skrifari, umboðsmanni Dana hérlendis, kvað upp
yfir honum, kemur skýrt fram að aðal sakareliiið er landráð. Danir
vom þess fúllvissir að hann ætlaði að koma landinu undir Þjóðverja.
Barátta Jóns virðist einnig haf'a haft mið af gangi verslunarstríðsins.
Hann fikraði sig áfram, en síðan gekk fyrst fram af fúllri hörku
vorið 1550 þegar svo virtist sem Þjóðveijar væm komnir með tögl
og hagldir í baráttu sinni við danska verslunarmenn og að konungur
myndi ekki skerast í leikinn. íslenskir sagnfræðingar hafa hins vegar
ekki gefið þessum þætti siðaskiptanna mikinn gaum af einhverjum
orsökum - kannski vegna þess að þýsk samvinna samræmist ekki
hugmyndum fólks um Jón Arason sem þjóðhetju, eða ef til vill
vegna þess að verslunarstríðið sjálft hefur ekki notið neinnar athygli í
íslenskum sagnfræðirannsóknum. Hér verður gerð tilraun til þess að
tengja saman siðaskiptin á fslandi við físk og brennistein.
Veldi Hamborgar og vandi Dana
Danir höí'öu fram að siðaskiptum aldrei liaft nema veika stjóm á
fslandi. Landsmenn vom vopnaðir, herskáir ef svo bar undir og
höfðu löngum komist upp með að drepa danska umboðsmenn.
Herleiðangrar til íslands vom dýrir og hættulegir og danski flotinn
þunnskipaður. Danskir umboðsmenn höfðu stopula vist hérlendis
og þorðu sig lítið að hræra frá Bessastöðum. Annar veikleiki Dana
fólst í því að hér lágu stærri og sterkari þjóðir, Englendingar,
Hollendingar og Þjóðverjar, með skip sín kringum landið, versluðu
og veiddu fisk. Danskir kaupmenn stóðust þeim einfaldlega ekki
10 | VÍSBENDING