Vísbending - 21.12.2009, Page 11
snúning. Loks hafði íslenska kirkjan - í bandalagi við þá norsku
- lengi verið ofjarl konungsvaldsins hérlendis þar sem biskuparnir
virtust ávallt hafa síðasta orðið í öllum málum, sama hvað leið
konungsbréfúm. Raunar var það svo, að eina leiðin fyrir konung að
stýra landinu var sú að vera í bandalagi við kirkjuna, nýta boðleiðir
hennar og gera biskupa og prófasta að umboðsmönnum sínum.
ísland var gullnáma, en það voru aðrar þjóðir en Danir sem grófu
og græddu.
Um miðja sextándu öld voru Hamborgarmenn atkvæðamestir
erlendra þjóða hérlendis. Þeir hölöu höfúðstöðvar í Halnarfirði (sem
þeir tóku af Englendingum árið 1518) og höfðu þar rneðal annars
lúterska kirkju og prest. Annars sigldu þeir á fjölmargar hafnir
hringinn í kringum landið, þar með talið á Norðurlandi þar sem þeir
stunduðu m.a. brennisteinsverslun af fullum kappi. Hamborgarar
voru harðdrægir og vopnaglaðir í samkeppni við aðrar þjóðir um
hafnir sem og kaupmenn frá öðrum Hansaborgum. Eftir að hafa
einnig náð Grindavík af Englendingum mcð hemaði árið 1532
hófú þeir umfangsmikla útgerð á Reykjanesi í félagi við íslendinga.
Ahafnir skipanna voru hcrlendar og margir þeir sem reru voru
búðsetumenn, þ.e.a.s. bjuggu í þéttbýli og höfðu aðalatvinnu sína af
fiskveiðum. Slíkt var raunar bannað samkvæmt íslenskum lögum,
enda kærðu bændur sig ekki um samkeppni um vinnuafl, en aftur á
móti fengu Hamborgar því lengi framgengt sent þeir vildu hérlendis
þar sem þeir höfðu mjög náin og ábatasöm tengsl við íslendinga.
Konungur sýnir klœrnar
Konungur vildi efla Kaupmannahöfn sem verslunarborg en átti
við ramman reip að draga þar sem var Hamborg og aðrar þýskar
Hansaborgir. Með siðaskiptunum í Danmörku efldist konungsvaldið
verulega á kostnað kirkju og aðals. Konungur fór nú að fá aukinn
slagkraft til aðgerða, sent bratt var nýtt til þess að koma siðaskiptum
í gegn hérlendis. Aukinheldur, ef danskir kaupmenn gátu ekki haft í
fúllu tré við þýska kaupmenn í frjálsri samkeppni varð að beita öðrum
aðferðum.
Ogmundur Pálsson, síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, haföi
dregið sig í hlé 1539 vegna sjónblindu og lét kjósa skjólstæðing sinn,
Gissur Einarsson, sem biskup í sinn stað. Fljótlega varð þó fúllur
fjandskapur á milli þeirra tveggja þegar fór að bera á lúterskri hneigð
hjá Gissuri. Hinn blindi biskup tók nú að kynda undir eftirmanni
VÍSBENDING I 11