Vísbending - 21.12.2009, Page 23
í löndum Varsjárbandalagsins. Til þess var mjög alvarleg viðleitni
í gangi af hálfu Sovétríkjanna og Austur-Þýskalands. Þeir vildu
hnekkja þessari samþykkt okkar frá 1968 en við stóðum mörg á verði
gegn því og réðum stefnunni.“
Varð þetta að ágreiningi innan raða flokksmanna?
„Ég tel mig eiga margt að þakka því fólki sem skipaði forystu
Sósíalistaflokksins. Ég lærði margt af kynnum við það og hef
vonandi orðið skán i maður af.
En svo fór að milli mín og flestra af minni kynslóð þróaðist
alvarlegur ágreiningur við suma þessa eldri menn um höfuðmál, ekki
síst um tengslin við Austur-Evrópu. Ég tók svo við Þjóðviljanum sem
ritstjóri 1972. Magnús Kjartansson var þá nýlega hættur í því starfi
eftir 25 ár en milli okkar var góður trúnaður og vinskapur. Hann lagði
hart að mér að gangast undir þetta ok.“
Vissum aö njósnir voru stundaðar
í bók Guðna Jóhannessonar, Óvinir ríkisins, kemur fram að meðan
kalda stríðið stóð sem hæst á íslandi fylgdust andstæðingar með
óvinum sínum eftir megni. Einlivers konar njósnastarfsemi á báða
bóga virðist hafa verið staðreynd á meirihluta sjötta og sjöunda
áratugarins þótt eftir eðli málsins færi hún oftast lágt.
Það vakti því talsverða athygli á síðasta ári |regar komu fram gögn
sem sýndu að íslensk dómsmálayfirvöld höfðu heimilað símhleranir
í röðum vinstri manna allt til loka sjöunda áratugarins. Þetta varð
opinbert, m.a. fyrir tilstilli Kjartans sem beitti sér fyrir því að gögn
um þær voru gerð opinber.
Að hve miklu leyti voru forystumenn vinstri manna meðvitaðir
um það á sjötta og sjöunda áratugnum að ef til vill vœri Jylgst með
þeim?
„Við töldum okkur auðvitað vita að í bandaríska sendiráðinu væru
heljarmiklar skrár um fólk. Þetta byggðist aðallega á því að það henti
aftur og aftur að einhver sem tengdist okkar stjómmálahreyfingu sótti
um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en fékk neitun. í samtölum
við starfsfólk sendiráðs þeirra kom skýrt fram að miklar og ítarlegar
upplýsingar lágu fyrir um fólk og um undarlegustu hluti. Það hlaut að
liggja þarna að baki net innlendra hjálparmanna og ég man eftir einu
tilviki þar sem skýrsla eða plögg af því tagi komust í okkar hendur,“
segir Kjartan og vísar án efa þama til þess þegar Þjóðviljinn birti 1963
punkta úr fórum Asgeirs nokkurs Magnússonar.
Trúöi ekki á símahleranir
En vissuð þið að símar voru hleraðir?
„Það var oft minnst á símahleranir. Menn sögðu: Bjami Ben lætur
hlera. Við höfðum engar sannanir fyrir því og ég var alltaf heldur
tortrygginn á að þetta væri rétt og eyddi þeirn grunsemdum með
sjálfum mér. Menn þóttust heyra klikk í símanum sem var víst ekkert
að marka og ef svo væri, gat þá ekki alveg eins verið að Rússamir
væru að fylgjast með okkur. Þeir gætu viljað vita hvað væri að gerast
innan flokksins.
Þegar það kom svo fram í dagsljósið að þetta hefði verið með þeirn
hætti sem nú er vitað og á vegum lögreglustjórans í Reykjavtk og
dómsmálaráðherra þá kom mér það raunar á óvait."
Gerðuð þið ráð fyrír því í samtölum og fundahöldum að njósnað
vœri um ykkur?
„Einhvern tímann á Hermann Jónasson, formaður Framsóknar-
flokksins að hafa sagt við Einar Olgeirsson: Nú eru þeir að hlera. Þetta
vom svona gamansögur. En ég held að mjög sjaldgæft hafi verið að
menn höguðu orðum sínum í símtölum með einhverjum sérstökum
hætti vegna þessa.
„Menn þóttust heyra klikk í símanum
sem var víst ekkert að marka og ef
svo vœri, gat þá ekki alveg eins verið
að Rússarnir vœru að fylgjast með
okkur. Þeir gœtu viljað vita hvað vœri
að gerast innan flokksins."
Það gæti þó hafa komið íyrir Einar Olgeirsson á ögurstundum.
A ámm kommúnistaflokksins fyrir stríð vom menn ávallt viðbúnir
samsæri, voru búnir undir að flokkurinn þyrfti að fara neðanjarðar og
þeir sem mótuðust í slíku andrúmslofti vom tortryggnir alla sína ævi.
Og menn vom varir um sig hægra megin línunnar líka. Sigurður
A. Magnússon hefur í einni af æviminningabókum sínum eftir
Eyjólfi Konráði Jónssyni ritstjóra Morgunblaðsins og alþingismanni
Sjálfstæðisflokksins að hann svæfi alltaf með skammbyssu undir
koddanum. Menti geta kallað þetta geðbilun í dag en þá stóð mönnum
ótti af útsendurum heimskommúnismans og gátu haft viss rök fyrir
því þótt þau væm ekki alltaf merkileg."
Hverjir njósnuöu fyrir Rússana?
Nú er vitað að Sovétmenn stunduðu talsverðar njósnir á Islandi allt
frá því skömmu fyrir 1960 og þekkt nokkur dœmi um tilraunir þeirra
til að ráða íslendinga ísína þjónustu. Hér starfaði um tíma á áttunda
áratugnum KGB maðurinn Gergel sem sagðist hafa náð persónulegu
trúnaðarsambandi við þrjá áhrifamenn í vinstrihreyfingunni. Hvernig
var talað um þessi mál í kalda stríðinu?
„Við vomm ekkert mjög uppteknir af þessu. Við vissum að
Sovétríkin vom með njósnastarfsemi út unt allan heirn. Það gat komið
upp sú hugmynd að hinn eða þessi væri njósnari Rússaeða Ameríkana
en við gátum aldrei sannað neitt. Við höfðum enga njósnadeild sjálfir
en vissum vel að ef Rússar væm hér með íslenska njósnara þá gat vel
verið um að ræða einhvem innan okkar raða eða í einhverjum hinna
flokkanna. Margir njósnarar á þeirra vegum unt víða veröld gengu
fyrir peningum og það komst aldrei neitt upp hér, nema málið þar
sem Ragnar Gunnarsson kom við sögu en hann leiddi KGB mennina
í gildm.“
Ragnar þessi Gunnarsson leiddi tvo starfsmenn rússneska
sendiráðsins í hendur íslensku lögreglunnar við Hafravatn 1963. Þeir
vildu að hann njósnaði fyrir þá, tæki myndir og þessháttar en Ragnar
lék tveinrur skjöldum og fletti ofan af þeim. Þá hafði hann leyst fyrsta
verkefnið sem var að taka mynd af lóranstöðinni við Gufuskála.
En voru einhverjir tilteknir vinstrimenn grunaðir um að vera á
mála hjá Rússum?
„Nei ég get ekki sagt það. Auðvitað var til fólk sem var einfaldara
í sinni þjónustu en svo að því verði með orðum lýst, fólk sem hafði
hreina trúarbragðaafstöðu í þessum efnum, sérstaklega hvað varðaði
trúnað við Sovétríkin. En þetta var jafnframt fólk sem hafði upp á
ekkert að bjóða sem njósnarar. Það hvarflaði aldrei að mér að einhver
sem ég þekkti væri að lauma upplýsingum varðandi öryggi ríkisins
til Rússanna.
Hitt vitum við að furðu margir em til sölu ef miklir fjármunir eru í
boði, - reyndar fleiri nú en áður var.
Gömlu mennimir sem ólust upp við að þeir væri partur af
heimshreyfingu kommúnismans og gátu ekki hugsað sér tilveruna
öðm vísi, þeir áttu oftsinnis trúnaðarsamtöl við menn í sovéska
sendiráðinu og fyrir austan tjald í boðsferðum. Þar var rætt urn
stjómmál en slíkt flokkast ekki undir njósnir.
VÍSBENDING I 23