Heimilisritið - 01.09.1952, Page 2
HVAÐ Á ÉG AÐ VERA ÞUNG?
Svar til fjölmargra spyrjenda: — I
flestöllum bréfum, sem ég fæ, er spurt
um hver eigi að vera hin rétta þyngd
bréfritarans, miðað við hæð og aldur.
Á öðrum stað hér í ritinu er þyngdar-
tafla, sem hver og einn getur sjálfur
notað til að reikna út sína réttu þyngd.
Er hún hin sanngjarnasta að mínu áliti,
þegar um heildartöflu er að ræða.
Hinsvegar eru tölur í þessu sambandi
alltaf varhugaverðar. Hitt er meira at-
riði, að samsvara sér vel. Á tvítugri
stúlku ætti ummál um brjóst og mjaðm-
ir til dæmis að vera svipað, og mittið
á að vera tíu til tólf tommum mjórra.
Um þrítugt mega mjaðmimar verða
nokkm ummálsmeiri, en þó er engin
ástæða til að leyfa fitu að safnast sam-
an. Og því er í flestum tilfellum hægt
að afstýra með daglegri göngu — án
þess þó að borða einhver ósköp af fit-
andi mat á eftir. Eva Adams.
HJÓNABANDSVANDAMÁL
Sp.: Ég er um þrítugt, er gift og á
sex ára gamlan son. Maðurinn minn er
mér góður, að öllu öðru leyti en því að
hann er mér ótrúr. Hann hefur ekki
leynt mig þessu og ég hef reynt að
fyrirgefa honum það. En nú hef ég
sjálf kynnzt manni, sem ég er orðin
ástfangin af. Heldurðu að ég ætti að
skilja við manninn minn og giftast hin-
um? ■—- Gift kona.
Sv.: Líklega myndi þér ganga erfið-
lega að treysta þeim síðartalda fremur en
manni þínum, auk þess sem barnið
bindur þig og eiginmann þinn sterkum
böndum. Einnig er sá trúnaður, sem
maðurinn þinn hefur sýnt þér og fleira
sem af því leiðir, eitt hið traustasta og
bezta í sérhverju hjónabandi. Þú hefur
skyldum að gegna gagnvart barni þínu,
þú leysir upp heimilið og segir skilið'
við ýms hjartfólgin verðmæti, ef þú læt-
ur verða af skilnaði, svo þú ættir að'
hugsa þig vel um fyrst. I svo alvarlegu
máli eru venjur og sjónarmið utanað-
komandi manna aukaatriði. Það ertt
innri kenndjr, sem eru aðalatriðið. Not-
aðu þér af því að þú getur talað í trún-
aði við manninn þinn og sjáðu hvort
allt lagast ekki ykkar á milli.
Eva Adams.
MEÐALÞUNGI TELPNA
OG DRENGJA
Svar til „Lillu— Meðalþungi ir
ára telpu er ca. 31. kg, drengja 33 kg.
Fjórtán ára telpa á að vega ca. 44/4 kg
og drengur á sama aldri 41% kg. Sex
ára telpa á að vega ca. 19JÓ kg, en 6
ára drengur 24JÁ kg.
Eva Adams
SVÖR TIL ÝMSRA
Til „K. ].“: — Andfýla orsakast oft-
ast af sjúkleika í maga, hálsi eða nefi, ef
hún stafar þá ekki af skemmdum tönn-
um. Það er því sjálfsagt fyrir þig að
leita til læknis.
Til „]“: — Já, það eru margir sem
hafa lært að spila, þótt þeir geti ekki
sungið.
Eva Adams.