Heimilisritið - 01.09.1952, Side 7

Heimilisritið - 01.09.1952, Side 7
bar snáðann að bílnum og bauðst til að tak^ við ljósmóðurgjaldinu. Hann var ekki við því búinn, að þurfa að greiða meira en þá upp- hæð, sem hann hafði þegar vís- að á til greiðzlu af kaupi sínu næstu tvo mánuði, daginn, sem hinn hamingjusama atburð bar að höndum. Hinn hamingjusami atburður! Daginn þann hafði yfirhjúkr- unarkonan verið gamansöm og orðhvöt, er hann birtist með bjúg- aldin í poka — ánægður og von- glaður — hugreifur og hamingju- samur. Hann hafði ekki haft ráð á því að kaupa blóm. — Leif Jensen, hafði hann .sagt. — Leif Jensen ? Það er engin frú Jensen hérna hjá okkur. — En Lajla Opphaug ? — O, já. Einm'itt. Svo þér er- mð ,,eiginmaðurinn“, sem við höfum verið að vonast eftir. . . . Hún blaðaði í bók. Jæja. Þau höfðu þá einnig vonazt eftir hon- um. — Þér eruð í sjúkrasamlaginu ? hélt hún áfram all valdsmanns- lega. — Já. — Og unnustan ? — Nei, hún er víst ekki í neinu sjúkrasamlagi. — Þá verðið þér að greiða fyr- irfram. — Greiða fyrirfram ? — Vissulega. Eða gefa trygg- ingu fyrir gjaldinu. Eitt hundrað og tru krónum. Tryggingu ? Hann þekkti eng- an, sem hann í skyndingu gæti beðið um að ábyrgjast þetta. Það myndi líka nokkru erfiðara fyrir þá sök, að þau höfðu slegið gift- ingunni á frest, unz svona var komið og engan af samstarfs- mönnum hans grunaði. — — Hvar starfið þér ? Hann nefndi vinnustaðinn. — Þá verðið þér að gefa okk- ur umboð til þess að hirða þessa upphæð af kaupi yðar. Þetta þarf að vera greitt innan hálfs mánað- ar vegna bókhaldsins. Það þýddi ekki að orða afborg- anir! Hvílíkur mannsbragur ! Koma stúlkukindinni í klandur og fara síðan fram á afborgun. — Þér verðið þá að minnsta, kosti að tala við yfirlæknirinn. Ég hef ekkert umboð. . . . Yfirlæknirinn stóð í dyrunum. Hann hafði setið í næsta herbergi og heyrt það, sem þeim fór á milli. — Við skulum láta þetta gott heita. Herra Jensen getur sent okkur slíkt umboð . . . — Sent ? Hún starði agndofa á yfirlækn- irinn. — Vissulega, sagði hann bros- SEPTEMBER, 1952 o

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.