Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 12

Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 12
SÁLFRÆÐI VÉR SEGJUM það undir eins, að sálfræði er talsvert atriði í þessu sögu- korni, sem vér ætlum nú að auðga anda yðar með. Það getur vel venð, að þér hafið ekki sérlega mikinn áhuga á vís- indalegum fróðleik um vitsmunalífið, en þér ættuð nú samt að lesa þessa sögu, því hún hefur indælan og skynsamleg- an óvæntan endir. Hún fjallar um And- reas Jabesen, sem er foringi í sjóhernum, og hún byrjar einmitt á þeim degi, þeg- ar Jabesen lét aðstoðarmann sinn vita, að hann þyrfti á einkaritara að halda. Aðstoðarmaðurinn stakk upp á því, að Jabesen liti á nokkrar stúlkur, sem væru í sjóliðinu, ef ske kynni að meðal þeirra fyndist einhver, sem væri hæf í starfið. „Og vitið þér, hvað við skulum gera,“ gerði aðstoðarmaðurinn að tillögu sinni, „við látum þær ganga undir sálfræðilegt próf.“ Þótt Jabesen hefði lítið álit á sálfræði og svolciðis nýtízku fúski, féllst hann samt á hugmyndina. Að vísu var hann af gamla skólanum, en það er aldrei vcrt að ganga í berhögg við vísindin, svo að hann lét aðstoðarmanmnn ráða. Daginn eftir hafði aðstoðarmaðurinn valið þrjár stúlkur úr kvennaliði sjóhers- ins og kallaði þær inn til Jabesens eina í einu. „Heyrið þér mig,“ sagði aðstoðarmað- urinn við þá fyrstu. „Hvað eru tveir og tveir mikið?“ „Fjórir," svaraði unga stúlkan þcgar í stað. Aðstoðarmaðurinn kinkaði kolli. „Gott,“ sagði hann, „viljið þér gjöra svo vel að bíða hérna í hliðarherberginu, þangað til þér fáið nánari fyrirmæli." Aðstoðarmaðurinn kallaði inn stúlk- una, scm var önnur í röðinm, og sagði: „Hvað er tveir og tvcir mikið?“ Stúlkan leit nokkrum sinnum frá að- stoðarmanninum til Jabesen og svaraði dálítið vandræðalega: „Tveir og tveir eru fjórir, en þeir geta líka verið tuttugu og tvcir.“ „Hvað eigið þér við?“ spurði nú Jabe- sen undrandi. Hann var ckki sterkur á svellinu í tölum. Hann gat mcð herkju- brögðum konuzt klakklaust út úr litlu töflunni, cn það var heldur ekki meira. „Jú,“ sagði stúlkan, „ef tveir og tveir eru settir hvor á eftir öðnim, þá verður útkoman tuttugu og tveir.“ Aðstoðarmaðurinn klappaði henni á öxlina. „Gott,“ sagði hann, „bíðið í hliðar- herberginu þarna.“ STULKAN, scm var þriðja í röðinni, kom inn, og aðstoðarmaðunnn lagði fyr- ir hana sönni spurninguna og hann hafði spurt hinar um. Hún hugsaði sig um citt andartak og sagði svo: „Tveir og tveir? Þeir geta verið fjór- ir, og geta líka vcrið tuttugu og tveir!" „Agætt, bíðið hérna við hliðina!" Þegar stúlkan var farin, sncri aðstoðar- maðurinn sér sigri hrósandi að Jabesen. „Þarna sjáið þér,“ sagði hann, „þetta kalla ég sálfræði! Fyrsta stúlkan gat einungis gert sér grcin fyrir að tveir og tveir væru fjórir, sú næsta gat grillt í að tvcir og tveir gætu líka verið tuttugu og tveir — og sú þriðja sá óðara í hendi sér báða möguleikana, Jæja, hverja kjós- ið þér svo, herra?“ Jabesen hugsaði sig ekki andartak um. Hann hafði löngu tekið ákvörðun. ,,Ég vil fá þá ljóshærðu með fallegu fótleggina!" Willy Breinholt. 10 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.