Heimilisritið - 01.09.1952, Page 27

Heimilisritið - 01.09.1952, Page 27
hingað, af því við getum alltaf sagt nýjustu hneykslissögurnar !“ sagði Bill hlæjandi. BROWNIE var í ljómandi skapi — og það kom sér vel, því Bill, Donna og McDangal voru undarlega þögul. Þau borðuðu öll vel af hinu.m ágæta mat — einkum Donna, en hún sagði ekki eitt orð um hann, fyrr en þau sátu yfir kaffinu í setustofunni. Hún hallaði sér aftur á bak og stundi ánægjulega. ,,Hafið þér virkilega matreitt þetta allt sjálfur, Bill Stenward ?“ spurði hún. ..Matreiðsla er mitt hugðar- efni,“ svaraði hann. ,,Eigið þér við, að þér og Mc- Dangal borðið svona á hverjum degi ?“ ,,Við höfum vandað okkur heldur í kvöld.“ „O, drottinn minn, þegar ég hugsa til, hvað þið hafið orðið að þola, meðan ég matbjó fyrir ykk- ur !“ ,,Aumingja Donna getur ekki svo mikið sem soðið egg!“ sagði Brownie, hálf hneyksluð og hálf vorkennandi. ,,Það er Elínu að kenna ! Hún flakkaði með aum- ingja barnið úr einu hótelinu í annað.“ Bill blygðaðist sín allt í einu — hann var ekki lengur hreykinn af fágaðri íbúðinni og kræsingun- um. Hann leit á McDangal — það var innileg samúð og skiln- ingur í augnaráði drengsins, þeg- ar hann horfði á Donnu. Donna stóð fast á því, að hún þvægi upp — Bill vildi hjálpa henni. ,,Þvo upp er það eina, sem ég kann. Og þér þurfið ekki að ótt- ast, að ég brjóti neitt.“ ,,£g hjálpa yður,“ sagði hann ákveðið og fylgdi henni eftir fram í eldhúsið. Þegar dyrnar höfðu lokazt á eftir þeim, sneri hún sér að hon- um í stað þess að ganga að vask- anum. Hann varð smeykur, þeg- ar hann sá, að hún var með tár í augunum. ,,Ég er ekki vanur að vera slík skepna,“ sagði-hann aumur. ,,Þér eruð engin skepna — en mér finnst ég svo ómöguleg, af því ég kann ekki neitt.“ ,,Það er sannarlega engin á- stæða til þess,“ sagði hann, og sér til mikillar furðu tók hann eftir, að hann hafði lagt hand- leggina utan um hana. ,,Þér er- uð útlærður bréfritari og getið hraðritað á þrem tungumálum! Hve margar stúlkur leika það eft- ir ? Og hve margar stúlkur eru verulega duglegar hjúkrunarkon- ur ?“ ,,Eg á ekki við það, ég á við SEPTEMBER, 1952 25

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.