Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 41
Hann reyndi í fyrstu að telja sjálfum sér trú um, að sigurverk- ið hefði ekki verið dregið upp, og að hann gæti beðið þarna óskadd- aður, unz fólk kæmi upp í kastal- ann um morguninn. Hann hlust- aði, en eyru hans gátu ekki greint tifið í sigurverkinu, og þá hló honum hugur í brjósti. En gleðin hvarf skjótt og breyttist í skelf- ingu, þegar hann heyrði allt í einu tannhjól smella í hinni djúpu þögn. Nú vissi hann, að hurðin nálgaðist hann ofurhægt. Hann hlustaði og taldi mínúturnar í of- væni. Myndu menn koma nógu snemma til að frelsa hann ? Myndi Martin rakna við og leysa hann ? Þarna stóð hann bundinn á höndum og fótum, og oddarnir nálguðust hann meir og meir með hverri mínútu. Ef enginn heyrði til hans, eða Martin raknaði ekki við, myndi koma að því innan skamms, að oddarnir stingjust gegnum höfuð hans og hjarta. Þannig hugsaði Paul, á meðan hann horfði skelfdum augum á dyrnar og hlustaði með hverja taug spennta. Einhver kynni að heyra til hans. Hann hrópaði hvað eftir annað af öllum mætti. En hvelfingin gleypti hróp hans. Hans eigin hugsanir spott- uðust að honum. Hvers vegna skyldi nokkur koma hingað á þessum tíma ? ,,Heima eru allir háttaðir,“ hugsaði hann, ,,enginn hefur á- hyggjur af Martin, því hann er hér oft fram á nætur. Dyravörð- urinn veit ekki annað en allt sé eins og vera ber, svo hann ómak- ar sig ekki hingað. Nei, en Mart- in getur bjargað mér, eða fólkið verður þess vart heima með morgninum, að við erum ókomn- ir. Þá verður sent hingað til að leita okkar, og þá verður aðeins hlegið að ótta mínum, þegar frá líður, en sá eini, sem tekur þetta nærri sér, verður Martin, vesa- lingurinn.“ Það er ekki nema að vonum, að ungi maðurinn leitaði sér huggunar í slíkum hugsunum. Hann vildi ekki trúa því, að hann ætti að láta þarna lífið, en þeg- ar hann heyrði aftur smella í tannhjólunum og sá, að stál- broddarnir voru komnir þumlungi nær honum, hvarf honum öll von, og með örvilnuðu skelfingarópi leið hann í ómegin og raknaði ekki við í marga klukkutíma. Þegar hann vaknaði á ný, lagði dagsbirtu upp um rifu í gólfinu við fætur hans. Hann leit niður í gegnum gisinn fallhlerann og sá glitra í fljótið niðri í gljúfrinu. Þar höfðu lík þeirra manna, sem liðið höfðu sama dauða, og hann átti í vændum, legið og rotnað á SEPTEMBER, 1952 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.