Heimilisritið - 01.09.1952, Side 10

Heimilisritið - 01.09.1952, Side 10
pappírar á feröinni hérna, sagði hann. — Krafa um útburð. — Allt í lagi með það, sagði Leif brosandi, og spurði um það, hvar hann ætti að skrifa nafnið sitt. Frestur var ákveðinn hálfur mánuður. Hálfur mánuður, hugsaði Leif með sér. Eftir fjóra daga verða þau Lajla og hann Dagur að koma heim. Hann hafði ekki að svo komnu orðað þessi vandræði við hana. Lá svo sem ekki á. Hreint ekki að vita, að þær fréttir yrðu henni heppilegar. Hún átti eflaust sín- ar raunir líka. Svo fékk hann tuttugu krónur að láni hjá einum starfsfélaga sín- um, daginn sem hann sótti þau. Hann keypti nokkur matvæli og tvö stór kerti. Hljóðlát læddust þau upp stig- ann í hálfrökkrinu, sneru lyklin- um og smeygðu sér inn í aldimmt eldhúsið. Hann kveikti á eld- spýtu, tendraði ljós á öðru kert- inu og lagði í ofninn. Lajla sat á legubekknum og hvíldi sig, á meðan hún beið þess að það hlýn- aði inni. Hvað það var yndislegt að vera komin heim ! Hann setti vatnsketilinn yfir, náði í litla þvottabalann, hand- klæði og sápu. Balann setti hann á stól fyrir framan hana og kertaljós á sinn hvorn stólinn á báðar hendur henni. Svo kraup hann á kné fyrir framan hana til þess að aðstoða hana. Það stóðu tár í augum hans, er hann sagði: — £g vona að þú sért mér ekki gröm fyrir þetta, Lajla mín. — Gröm þér ? Fyrir hvað ? hváði hún. — Fyrir þetta með ljósin. Þá var það, sem hún. lagði hnokkann varlega frá sér á legu- bekkinn, kraup við hlið honum, lagði handlegg um herðar honum og sagði : — Finnst þér þetta ekki fal- legt, Leif ? Blaktandi kertaljós gera alltaf hátíðlegt hér inni. Jú, það fannst honum líka. — Eg er svo hamingjusöm, sagði Lajla. — Ert þú ekki glað- ur, Leif ? Vissulega var hann glaður; en það var svo margt mótdrægt. — Við erum svo fátæk, Lajla mín. Um stund hélt hún áfram &ð stara inn í skæra loga ljósanna. Skömmu áður en hún reis á fætur, til þess að taka Dag, sem var tek- inn til við að væla af einstæð- ingsskap, sagði hún : — Eg skal segja þér nokkuð, Leif. Þetta væri ágætis fyrirmynd fyrir málara. — Fyrirmynd ? — Finnst þér það ekki líka ? Jú, hann hlaut að fallast á það. 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.