Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 10
pappírar á feröinni hérna, sagði hann. — Krafa um útburð. — Allt í lagi með það, sagði Leif brosandi, og spurði um það, hvar hann ætti að skrifa nafnið sitt. Frestur var ákveðinn hálfur mánuður. Hálfur mánuður, hugsaði Leif með sér. Eftir fjóra daga verða þau Lajla og hann Dagur að koma heim. Hann hafði ekki að svo komnu orðað þessi vandræði við hana. Lá svo sem ekki á. Hreint ekki að vita, að þær fréttir yrðu henni heppilegar. Hún átti eflaust sín- ar raunir líka. Svo fékk hann tuttugu krónur að láni hjá einum starfsfélaga sín- um, daginn sem hann sótti þau. Hann keypti nokkur matvæli og tvö stór kerti. Hljóðlát læddust þau upp stig- ann í hálfrökkrinu, sneru lyklin- um og smeygðu sér inn í aldimmt eldhúsið. Hann kveikti á eld- spýtu, tendraði ljós á öðru kert- inu og lagði í ofninn. Lajla sat á legubekknum og hvíldi sig, á meðan hún beið þess að það hlýn- aði inni. Hvað það var yndislegt að vera komin heim ! Hann setti vatnsketilinn yfir, náði í litla þvottabalann, hand- klæði og sápu. Balann setti hann á stól fyrir framan hana og kertaljós á sinn hvorn stólinn á báðar hendur henni. Svo kraup hann á kné fyrir framan hana til þess að aðstoða hana. Það stóðu tár í augum hans, er hann sagði: — £g vona að þú sért mér ekki gröm fyrir þetta, Lajla mín. — Gröm þér ? Fyrir hvað ? hváði hún. — Fyrir þetta með ljósin. Þá var það, sem hún. lagði hnokkann varlega frá sér á legu- bekkinn, kraup við hlið honum, lagði handlegg um herðar honum og sagði : — Finnst þér þetta ekki fal- legt, Leif ? Blaktandi kertaljós gera alltaf hátíðlegt hér inni. Jú, það fannst honum líka. — Eg er svo hamingjusöm, sagði Lajla. — Ert þú ekki glað- ur, Leif ? Vissulega var hann glaður; en það var svo margt mótdrægt. — Við erum svo fátæk, Lajla mín. Um stund hélt hún áfram &ð stara inn í skæra loga ljósanna. Skömmu áður en hún reis á fætur, til þess að taka Dag, sem var tek- inn til við að væla af einstæð- ingsskap, sagði hún : — Eg skal segja þér nokkuð, Leif. Þetta væri ágætis fyrirmynd fyrir málara. — Fyrirmynd ? — Finnst þér það ekki líka ? Jú, hann hlaut að fallast á það. 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.