Heimilisritið - 01.09.1952, Side 41

Heimilisritið - 01.09.1952, Side 41
Hann reyndi í fyrstu að telja sjálfum sér trú um, að sigurverk- ið hefði ekki verið dregið upp, og að hann gæti beðið þarna óskadd- aður, unz fólk kæmi upp í kastal- ann um morguninn. Hann hlust- aði, en eyru hans gátu ekki greint tifið í sigurverkinu, og þá hló honum hugur í brjósti. En gleðin hvarf skjótt og breyttist í skelf- ingu, þegar hann heyrði allt í einu tannhjól smella í hinni djúpu þögn. Nú vissi hann, að hurðin nálgaðist hann ofurhægt. Hann hlustaði og taldi mínúturnar í of- væni. Myndu menn koma nógu snemma til að frelsa hann ? Myndi Martin rakna við og leysa hann ? Þarna stóð hann bundinn á höndum og fótum, og oddarnir nálguðust hann meir og meir með hverri mínútu. Ef enginn heyrði til hans, eða Martin raknaði ekki við, myndi koma að því innan skamms, að oddarnir stingjust gegnum höfuð hans og hjarta. Þannig hugsaði Paul, á meðan hann horfði skelfdum augum á dyrnar og hlustaði með hverja taug spennta. Einhver kynni að heyra til hans. Hann hrópaði hvað eftir annað af öllum mætti. En hvelfingin gleypti hróp hans. Hans eigin hugsanir spott- uðust að honum. Hvers vegna skyldi nokkur koma hingað á þessum tíma ? ,,Heima eru allir háttaðir,“ hugsaði hann, ,,enginn hefur á- hyggjur af Martin, því hann er hér oft fram á nætur. Dyravörð- urinn veit ekki annað en allt sé eins og vera ber, svo hann ómak- ar sig ekki hingað. Nei, en Mart- in getur bjargað mér, eða fólkið verður þess vart heima með morgninum, að við erum ókomn- ir. Þá verður sent hingað til að leita okkar, og þá verður aðeins hlegið að ótta mínum, þegar frá líður, en sá eini, sem tekur þetta nærri sér, verður Martin, vesa- lingurinn.“ Það er ekki nema að vonum, að ungi maðurinn leitaði sér huggunar í slíkum hugsunum. Hann vildi ekki trúa því, að hann ætti að láta þarna lífið, en þeg- ar hann heyrði aftur smella í tannhjólunum og sá, að stál- broddarnir voru komnir þumlungi nær honum, hvarf honum öll von, og með örvilnuðu skelfingarópi leið hann í ómegin og raknaði ekki við í marga klukkutíma. Þegar hann vaknaði á ný, lagði dagsbirtu upp um rifu í gólfinu við fætur hans. Hann leit niður í gegnum gisinn fallhlerann og sá glitra í fljótið niðri í gljúfrinu. Þar höfðu lík þeirra manna, sem liðið höfðu sama dauða, og hann átti í vændum, legið og rotnað á SEPTEMBER, 1952 39

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.