Heimilisritið - 01.09.1952, Qupperneq 9

Heimilisritið - 01.09.1952, Qupperneq 9
Hvað skyldi hún eiga við ? Hélt hún kannske að hér væri um fóst- ureyðingu að ræða ? — Við höfum eignazt son, sagði hann. — Eignazt son ? hváði hún og gætti nokkurra vonbrigða í mál- hreimnum. Eftir andartaks hik bætti hún við : — Þá hafið þið verið aular allt að einu. Ef þið hefðuð gift ykkur áður mynduð þið hafa komizt hjá þessum útgjöldum. Eg verð auð- vitað að draga þetta af kaupinu, en að sjálfsögðu upp á mitt ein- dæmi, enda skal ég ekki orða þetta við nokkra lifandi sál. Leif ákvað að segja hverjum þeim, sem á vegi hans yrði, frá þessum gleðitíðindum. Þetta gerði hann og kom ungfrú Salvesen þannig í opna skjöldu. — Og eru þetta þá allar frétt- irnar ? sagði sá fyrsti við hana. — Gamalkunnugt, sagði ann- ar. — Er á allra vitorði, sagði sá þriðji. Hún hafði orðið honum sár- gröm, er hún að lokum skildi hvernig fréttin hennar hafði orð- ið svona úrelt. Hún gat af þeim sökum ekki mælt með því við forstjórann, að Leif fengi fyrir- framgreiðslu þann mánuðinn. — Það er svo mikill frádráttur fyrir, kæri Jensen, sagði hún, og var nánast gráthljóð í röddinni. Svo gekk þetta allt á afturfót- unum — húsaleiga og rafmagn lentu í vanskilum. — Húseigand- inn gaf honum þriggja daga frest — fresturinn rann út — húseig- andinn rauk niður stigann með bölvi og formælingum á hendur ,, fólki, sem hokraði saman, hlæði niður börnum og sviki sig fátæk- an manninn.“ Hann hét því að bera allt hafurtaskið út með eigin hendi næsta dag. Með eigin hendi. O, jæja, hugsaði Leif. Það þorir hann ekki. Hann verður nú fyrst að fara rétta boðleið til fó- getans. Og húseigandinn rauk til fó- getans. Síðan kom lögregluþjónn til hans. Leif hafði gengið snemma til náða, því rafveitan hafði látið rjúfa strauminn. Hvernig sem þeir nú höfðu farið að því, þar eð mælir var sameig- inlegur. Kannske hafði húseig- andi bara sjálfur losað öryggin. — Það er ekki ofbirtan hérna, sagði lögregluþjónninn glaðlega. — Nei, það væri synd að segja að það væri ýkja bjart framund- an, mælti Leif og leitaðist einnig við að taka á þessu með gaman- semi. Lögregluþjónninn varð að grípa til vasaljóssins: — Það eru heldur leiðinlegir SEPTEMBER, 1952 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.