Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 11
Hvað myndi hann kalla slíka
mynd ?
Leif hugsaði sig um. Nei, jú,
— reyndar:
— Barn er oss fætt. —
HANN GEKK framhjá húsinu.
Sneri sér síðan lítið eitt við og
leit á skiltið frá hinni hliðinni.
María Sörensen ljósmóðir. Það
var ljós í tveim gluggum á ann-
ari hæð. Hann var með fjörutíu
krónur í vasanum. Nú væri bezt
að kveða þessa kvöl niður og það
án tafar.
— Fyrir þrettán árum, spurði
hún ungfrú Sörensen gamla alL
undrandi. — Ekki get ég nú mun-
að eftir því.
— En ég kysi nú helzt að
greiða þessa upphæð, hélt hann
áfram.
— Það skil ég mætavel, sagði
hún blíðlega. Ég minnist þess
bara ekki að þér skuldið mér
neitt. — Og svo — eftir þrettán
ár'! Það gleður mig að þið skyld-
uð gifta ykkur.
— Máske hafið þér bækur,
sem þér getið séð þetta í, hélt
Leif áfram.
— Bækur, ójú. Bíðið þér and-
artak. Ég skal aðgæta hvort . . .
fyrir þrettán árum . . . það ætti
að hafa verið 1938 — jú ég hef
víst kladdan þann ennþá hérna
heima.
Leif virti fyrir sér myndir á
veggjunum á meðan hann beið.
— Nú skulum við sjá, sagði
hún um leið og hún um síðir kom
með kladdann,
— Hérna stendur : Greiddar af
fæðingardeildinni kr. 25.00, —
þann 15/10 1938. Þetta er sem
sé greitt, maður minn góður.
Hann sá það með sínum eigin
augum — svart á hvítu.
í lestinni á heimleiðinni braut
hann heilann um það, hvernig
gæti staðið á þessari greiðslu.
Skyldu þessar tuttugu og fimm
krónur hafa verið taldar með í
þessum hundrað og tíu krónum,
sem hann hafði vísað á í laun
sín ?
I stöð Vesturbrautarinnar
keypti hann sér bréfumslag og
stakk tuttugu og fimm krónum í
það. Utaná skrifaði hann með
prentstöfum: Til barnsins.
Og um leið og hann gekk upp
stigann, stakk hann umslaginu
niður í bréfakassa þeirra Han-
senshjónanna á annari hæð. Þau
áttu raunar fimm börn fyrir, en
höfðu nýverið eignazt dóttur.
Allur var varinn góður. *
Sagati um karlmenn, sem stela sér
konum er löngu úrelt — þa8 ern kon-
ur, sem stela karlmónnum.
( F. R. Batt, dómarí)
SEPTEMBER, 1952
9