Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 17
2 piparsveinar
og 1 slúlka
Smásaga eftir
PETER O’MARA
Bill var gallharður pip-
arsveinn — þangað til
einn góðan veðurdag að
Donna kom inn til hans.
FRÚ ENDERTON kenndi svo
innilega í brjósti um Bill Sten-
ward, sem bjó einn með syni sín-
um í íbúðinni andspænis henni.
Hún hafði oft orð á því við mann
sinn og Láru dóttur þeirra.
,,Engan að tala við, þegar hann
kemur heim á kvöldin. Engan til
að sjá um, að þeir fái almenni-
legan mat, eða til að annast um
íbúðina. Og karlmenn eru svo
ósjálfbjarga, þegar þeir eiga að
sjá um sig sjálfir.
Enderton tautaði eitthvað —-
hann andmælti henni aldrei.
,,Hann er svo ungur til að vera
ekkjumaður. ÞaS er hlægilegt af
honum að ala upp þennan dreng
móðurlausan. Hvers vegna kvæn-
ist hann ekki einhverri ungri, álit-
legri stúlku — eins og t. d. Láru
okkar, sem hefur skilning á aS
gera heimili vistlegt?"
Þegar hingað var komið, gafst
Enderton jafnvel upp viS að lát-
ast hafa áhuga á málinu. Lára var
stór, klunnaleg stúlka, tæplega
þrítug, lystug eins og soltin kýr
og álíka yndisleg.
Þó undarlegt væri, taldi Bill
SEPTEMBER, 1952
15