Heimilisritið - 01.09.1952, Qupperneq 18

Heimilisritið - 01.09.1952, Qupperneq 18
sig sjálfur hamingjusaman mann. Frú Enderton og flestar aðrar konur, er hann þekkti, hefðu kyrkt hann, ef þær hefði grunað það — en Bill var alltof kurteis til að flíka skoðunum sínum opin- berlega. Hann var þrjátíu og tveggja ára, hraustur og þrekmikill, og hann hafði verið þrjú stríðsár í flotanum án þess að hljóta nokkra skeinu. Hann hafði góða stöðu og líkur til að fá aðra enn þá betri, og hann hafði góða íbúð í námunla við Gramercy Park. Flestar ógiftar stúlkur hefðu með ánægju viljað taka þátt í kjörum hans, en hann kaus að búa einn með tíu ára syni sínum, Mac- Dangal — þeim vegnaði prýði- lega, og það átti vel við þá, að þurfa ekki að sjá um aðra en sjálfa sig. Frú Brown, sem kom á hverjum degi til að taka til í íbúðinni, hafa til morgunmat handa Mc- Dangal og undirbjó kvöldverð- inn, sem Bill tók sjálfur til, þeg- ar hann kom heim frá skrifstof- unni, var sú eina, sem ekki vor- kenndi Bill. Hún var ekkja og hafði eignazt og alið upp níu börn, en maður hennar hafði í þrjátíu ár aðeins verið henni til þyngsla. Nú var hún ein, og var harðánægð með að annast heim- ilið fyrir Bill. Hún var glöð og ánægð og ætíð í góðu skapi, og þau voru öll þrjú perluvinir. ,,Ungfrú Lára Enderton var hérna í dag,“ sagði hún eitt sinn við Bill, er hún var að fara heim. Hún brosti ósjálfrátt, þegar hún sá svipinn á Bill. ,,Hún kom með súkkulaðiköku, sem hún hafði sjálf búið til með sínum stóru krumlum. Hún var þung eins og blý og glerungurinn sprunginn af þurrki. Eg fleygði henni í niðurfallið !“ ,,Það hefðuð þér ekki átt að gera, frú Brown,“ sagði Bill hlæjandi. ,,Hvað á ég nú að gera, þegar hún spyr, hvernig mér hafi þótt kakan ?“ ,,Það sama og þér eruð van- ur,“ sagði frú Brown hispurs- laust. ,,Látið sem þér séuð annars hugar og segið, að hún hafi ver- ið ,,dásamleg — blátt áfram dá- samleg! ‘ ‘ McDangal kom innan úr bað- herberginu og var að þurrka sér í framan á stóru handklæði. ,,Þarftu aðstoð, pabbi ?“ spurði hann ákafur. ,,Ég get með and- artaks fyrirvara orðið ónotalegur og illa upp alinn strákur!“ ,,Svona mátt þú ekki tala, drengur minn,“ sagði faðir hans annars hugar. ,,Farðu inn og leggðu á borðið. Ég get séð um mig sjálfur.“ 16 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.