Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 28

Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 28
— ég á við heimili og mat- reiðslu.“ ,,Ég get ráðið matreiðslustúlku eða ráðskonu, ef ég vil, og henni þarf ég ekki að kvænast. Auk þess geturðu alltaf laert að búa til mat, það þarf ekki annað en skilning og dálitla þolinmæði til. Þegar það var sagt, rann það upp fyrir honum, að hann hafði beðið hennar, og þá fannst hon- um ekkert eðlilegra. Það fannst henni bersýnilega líka, því hún þrýsti sér fastar að honum. ,,Ég gæti þó víst að minnsta kosti eignazt barn,“ sagði hún svo. ,,Það þarf víst enga æfingu eða reynslu til þess !“ „Hreinasta snjallræði!“ heyrð- ist rödd McDangals að baki þeim. ,,Það getur pabbi ekki hjálpar- laust! Brownie þurfti að fá vatns- glas — látið mig ekki trufla ykk- ur —“ Þau slepptu ekki hvoru öðru, en þau litu bæði hálf kvíðin á drenginn. ,,Þú hefur þá ekkert á móti því, McDangal ?“ sagði Donna biðjandi. ,,Mikil ósköp ! Þú ert ágæt. Og ég hef haft miklar áhyggjur af, hvað ég ætti að gera af pabba, þegar hann verður gamall!“ Mc- Dangal brosti breitt.“ Okkur hef- ur lengi vantað duglegan kven- mann, sem gæti annazt um okk- ur tvo piparsveina !“ LÁT TÓNANA TALA Þegar píanóleikarinn Vladimir Horowitz var að byrja að spila opin- berlega, greip hann oft óstjórnlegur kvíði við tilhugsunina um að eiga að koma fram fyrir áheyrendurna. Eitt sinn, nokkrum mínútum áður en hann átti að spila opinberlega, varð hann gripinn þessum óttablandna kvíða. „Ég er veikur“, sagði hann við umboðsmann sinn, „ég get ekkf spilað í kvöld." „Fyrst þér emð veikur nær það ekki !engra,“ sagði umboðsmaðurinn hryssingslega. „En farið þér þá að minnsta kosti sjálfur og afsakið það við áheyrendurna/ Horowitz reikaði inn á sviðið, starði andartak á andlitshafið — sneri sér svo léttari í skapi að slaghörpunni og fór að spila, betur en nokkru sinni. Tilhugsunin um það, að eiga að tala við áheyrendur, hafði verið ennþá ægilegri en tilhugsunin um að spila. 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.