Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 30

Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 30
r eiginmann cða eiginkonu, táknar það hið gagnstæða. Heimilislíf þitt verður aldrei betra en einmitt nú. SKIP að sjá í draumi táknar oft uppfylling heitra óska. Ef það siglir hratt í burt frá þér merkir það mikinn skaða fyrir þig. En ef það siglir í áttina til þín, mun gleði og gcngi falla þér í skaut. Ef skipið er þá hlaðið vörum, cr það tákn um auðsæld. Sjáir þú skip í hrakningum máttu húast við að lcnda í bráðri hættu. Sumir segja, að mörg, hvít skip mcð þanin, hvít scgl, boði hafís. Að dreyma skip sitt strandað, er fyrir góðurn aflabrögðum. Löngum hefur svart skip þótt boða drepsótt. Dreymi menn að þcir stigi á skipsfjöl, merkir það heppni í starfsemi þeirra og þeir megi vænta betri lífsafkomu. Skip getur einnig boðað komu sveinbarns. SKIPSSTRAND. — Að drcyma sig lenda í skipsstrandi er fyrir óláni, sem að þér mun steðja. SKIRN. — Dreymi þig að þú sért þar sem barn er skírt, mun þín heit- asta ósk rætast. SKJAL. — Dreymi þig að þú undirritir þýðingarmikið skjal, muntu þjást mikið af völdum cinhvers, sem þér er hjartfólgin(n), og ef til vill muntu verða fyrir miklu fjártjóni. SKJÁLFTI: — Dreymi þig að þú skjálfir, muntu fá mjög fallegar flíkur áður en varir, sennilega gefins. SKOFLA. — Ef þig drcymir að þú sért að grafa með skóflu, táknar það að þú crt að reyna að leyna einhvcrju sem þú liugsar oft um. Skófla í draumi er annars yfirleitt talin tákna erfiði og lítinn ágóða. SKÓGUR. — Að dreyma að maður sé staddur í skógi cr fyrirboði far- sældar. Skógarhögg í draumi er' einnig góðs viti, nema tréin séu feyskin. Sumir tclja þó draum urn ferðalag í dimmum skógi slæman fyrirboða. SKÓLI. — Dreymi mann að hann sé í skóla og gangi vel, cr það fyrir óvæntu happi. SKÓR. — Fiestir tclja það vera ills viti að dreyma, að niaður hafi glatað skóm sínum og gangi berfættur, en þó eru þeir til sem telja það boða góða framtíð, að vera skólaus x draumi. Nýir skór boða ferða- lag, cn meiði þeir mann verður förin misheppnuð. Að gjöra sko er fyrir happi. Slitnir skór: skömm cða skaði. Vei-a í meira en einum skóm er fyrir miklu láni. SKORDYR. — Það cr slæmur draumur að drcyma rnörg skordýr; veikindi cða tjón vofa yfir. SKORTUR. — Dreymi þig að þú líðir skort á einhverju sviði, táknar það hið gagnstæða. SKOT. —■ Sjá Byssa, Skotmark. SKOTMARK. — Ef þig dreymir að þú skjótir í rnark á æfingu, boðar það þér ógæfu. Hittirðu hins vcgar illa, mun ýmislcgt ganga á aftur- s______________________________________________________________________f 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.