Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 37
óp og dauðastunur fanganna. Svo allt í einu breyttist skelfing hans í djöfullega gleði. Honum þótti hann sjálfur vera böðullinn, og hann píndi hin ógæfusömu fórn- arlömb. Meðaumkun, ótti, mann- úð urðu að víkja fyrir dýrslegri grimmd; hann, sem dagsdaglega var góðmennskan sjálf, varð í einni svipan að trylltum morð- ingja — hið ímyndaða verk kveikti eld í æðum hans og gerði hann óðan. En svo vaknaði hann skyndilega skelfingu lostinn og gerði sér ljóst, að hann var einn með bókum sínum og kertið var brunnið langt niður í stjakann, og vatnið lak niður úr hvolfþak- inu með undarlegu holhljóði, eins og vofur flýðu frá honum út í myrkrið. Martin sagði engum frá þessu, en hann lokaði bókum sínum, háttaði og ásetti sér, hvernig sem allt færi, þá skyldi hann nú segja upp starfi sínu og leita sér at- vinnu í einhverri fjarlægri borg. Hann gerði sér hættuna fullkom- lega ljósa. A sama hátt og geð- veikralæknar missa oft vitið af allt of náinni umgengni við sjúk- lingana, þannig átti hann nú á hættu að brjálast af veru sinni í píningarklefum kastalans. Það var aðeins um eitt að ræða, og það skyldi hann ekki láta farast fyrir, sagði hann við sjálfan sig! En, því miður ; næsta morgun hló hann aðeins að hinni viturlegu ákvörðun sinni. Hann hélt aftur til kastala síns og bóka sinna og sagði við sjálfan sig, að hann léti ekki bjánalega drauma skelfa sig, og marga næstu dagana fór hann naumast úr fangelsinu. Þetta um- getna kvöld hafði hann unnið átta tíma samfleytt, þegar hann lokaði fangaklefunum og tók að hugsa til heimferðar. Þjáningar sínar og skelfilegu sýnir hafði Martin skrifað um og lýst í dagbók, sem fannst síðar meðal skrifa hans. En hvað greiddi honum lokaáfallið þetta kvöld, veit enginn. Það eina, sem er vitað, er, að frændi hans Paul Uhland, sem var heima í háls- mánaðar orlofi og var orðinn kvíðinn af því Martin kom ekki heim, gekk upp í kastalann, og þegar dyravörðurinn hafði hleypt honum inn, fór hann til herbergis Martins og drap á dyr, hvað eftir annað. Það undarlegasta var, að þó ekki væri lokið upp, heyrði hann greinilega lyklinum snúið í skránni og einu sinni virtist hon- um, hann heyra rödd frænda síns. Svo barði hann aftur og aftur og var rétt í þann veginn að fara til að spyrja dyravörðinn, hverju þetta gæti sætt, þegar hurðin opnaðist skyndilega, og Martin benti honum að ganga inn. SEPTEMBER, 1952 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.