Heimilisritið - 01.09.1952, Side 38

Heimilisritið - 01.09.1952, Side 38
„Martin, Martin!“ hrópaði Poul ásakandi, ,,hvers vegna ertu hér ennþá ? Við erum búin að borða kvöldverð fyrir tveimur tím- um og nú eru allir háttaðir. Komdu nú heim maður. Klukk- an er orðin ellefu." Þannig byrjaði hann; en hann þagnaði allt í einu, eins og mað- ur, sem fengið hefur slag, og hörfaði óttasleginn frá frænda sínum. ,,En, góði Martin, hvað er eiginlega að þér ?“ spurði hann. ,,Hvað hefur komið fyrir Martin ? Hvers vegna horfirðu svona á mig ? Ertu veikur, frændi ? Bíddu svolítið, ég skal hlaupa eftir lækninum !“ Eina svar Martins var að loka þungri járnhurðinni og læsa. Paul sagði síðar, að þetta hefði alls ekki valdið sér ótta, og að hann hefði ekki hugsað um annað, en hvað gæti gengið að frænda sín- um. Hann hélt, að eitthvað ó- venjulegt hefði komið fyrir hann, og hann fylgdist rólegur með hon- um inn hvelfda salinn, þar sem verstu grimmdarverkin fóru fram í gamla daga, og þar sem pín- ingatækin stóðu enn sem augna- yndi gestanna. Hér endurtók hann spurningu sína: ,,Hvað er að, Martin ? Hvað ætlar þú að segja mér ?“ Svarið var niðurbælt óp. Paul lýsti því síðar sem ýlfri í villidýri, og frændi hans var gjörsamlega brjálaður. Já, það leyndi sér ekki. Margra ára grufl, ofsýnir og sjúklegir draumórar höfðu nú leitt hann svona langt. En Paul Uhland var hugrakkur maður og kvikaði ekki. Þó umhverfið væri hræði- legt — dimmt svartholið, lýst að- eins af einni lukt, þaðan sem ekk- ert hljóð náði að berast út til um- heimsins — þá datt unga her- manninum ekki í hug, að hann væri í neinni hættu, eða að frændi hans vildi gera honum mein. „Martin, Martin!“ sagði hann, hvað eftir annað, ,,komdu heim, Martin, þú ert veikur, ég skal senda vagn hingað upp eftir handa þér, Martin ! O, guð komi til, af hverju horfirðu svona á mig, Martin ? Hvað hefur komið fyrir þig ? “ Frændi hans svaraði honum ekki einu orði. Hann þekkti hann ekki, en æddi fram og aftur eins og villidýr í búri, á meðan hann muldraði nöfn löngu dáinna fanga, sem höfðu látið lífið í fangelsinu. Hann var bersýnilega kominn tvö hundruð ár aftur í tímann — hann hélt sig vera fangavörð, og að fangelsið væri fullt af glæpamönnum. Einu sinni stanzaði hann hjá pínubekknum 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.