Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 51

Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 51
glotti upp á Peter, hvíslaði ,,in- dæl stúlka“, og benti á stóra körfu fulla af nýjum ávöxtum. Penelópa kom aftur, raðaði tíma- ritum og bókum og þurrkaði ösku af borðinu. Svo tók hún aukatepp- ið af rúminu og braut það saman. Þessu næst kallaði hún á þjóninn og brýndi fyrir honum að sjá ætíð svo um, að diskur og ávaxtahníf- ur væri við höndina, og annast yfirhöfuð sem bezt um Harmon. Peter róaði hann. Við fyrsta fararmerki tók Dave fast um handlegginn á Penelópu. Hún leit döggvuðum augunum á lokaðan gluggann, og rauk til og opnaði hann. Og svo, rétt fyrir augunum á Dave, lyfti hún and- litinu upp móti Peter. Hann var rétt búinn að skella aftur glugganum og fleygja tepp- inu aftur á rúmið í bræði sinni, þegar Dave kom þjótandi aftur. Öttasleginn greip hann um hand- legginn á Peter. ,,Ég verð að vita vissu mína,“ másaði hann. ,,Eg sagðist hafa gleymt pípunni. Það er ekki — þú hefur þó ekki — heyrðu nú, hún hegðaði sér rétt eins og hún væri konan þín, eða eitthvað svo- leiðis.“ Peter róaði hann. ,,Það eina, sem ég hef gert, er að kyssa hana. Ég var að fara, og hún hefur svo fallegan munn, og — jú, það er allt og sumt. Þú þarft ekki að verða andvaka út af því. Eg hef sagt þér álit mitt á ofur-kvenmönnum. Og ég kæri mig ekki um, að leitað sé á mig. En hvað ég hata duglegt kven- f ólk ! ‘ ‘ Annað brottfararmerki kvað við. Dave þurrkaði ennið og klappaði Peter á bakið. ,,Góður drengur ! Og nú hverf ég og læt hana fylgja mér heim----------“ ÞAÐ var laugardagskvöld, viku eftir burtförina, og hann á- setti sér nú að yfirgefa skipið í Nassan og taka far með systur- skipi þess heim. Það gat verið gott að sigla á sumrin til að kæla sig, eða á veturna til að verma sig, en — hann hafði ekki gaman af því! Að þeirri niðurstöðu komst hann allt í einu, þegar hann sat aleinn við lítið borð í barnum. Allt í kringum hann var kátt fólk, sem sat við kvöld- drykkju. Karlmennirnir voru ekki verst- ir. Hann þekkti marga þeirra. En þeir voru með konur sínar eða systur, og þœr skiptu sér af öllu. Heill hópur af Penelópum, sem ekki lágu á liði sínu. Aldrei gátu þær látið nokkurn mann í friði. Alltaf varð eitthvað að gera — spila tennis eða synda. Þær komu SEPTEMBER, 1952 49

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.