Heimilisritið - 01.09.1952, Page 61
,,Hinir indælu nýlendusiðir
koma upp um þig. Auk þess fékk
ég mínar upplýsingar í Perrier."
,,HefurSu frétt fleira um mig
Hún hristi höfúSiS. ,,Nei.“
Hann gladdist yfir því, aS hún
skyldi ekki hafa heyrt um Klöru.
Hann hefSi ekki viljaS aS hún
færi aS spyrja hann um hana.
Klara var heilög. Hann kærSi sig
ekki um aS ræSa tilfinningar sín-
ar í hennar garS, sízt viS þennan
unga skartgripaþjóf.
,,Hva5an frá Ástralíu kem-
ur3u?“ spurSi hún. ,,Og hvers
vegna ertu á þessu ferðalagi ?“
,,Eg kem frá Nýja SuSur-Wal-
es,“ sagði hann. ,,Faðir minn
átti þar kvikfjárræktarbú einu
sinni, en svo komu langvarandi
þurrkar, mestallt búféð drapst,
við urðum að selja það sem eftir
lifði fyrir sama og ekkert. Faðir
minn dó skömmu síðar.“ Kári
varð þungur á brún. ,,Fg fékk at-
vinnu á öðru búi sem ríðandi
nautgripasmali. Þar var ég, þeg-
ar ég fékk boð frá frænda mínum
að koma til Englands.""
,,En hvers vegna fórstu á þess-
um báti ?“
,,Það var ekki verra en að fara
á einhvern annan hátt. Eg fékk
hann ódýran hjá kunningja mín-
um, sem var hættur að nota
hann.“
,,Þú virðist vera kunnugur sjó-
mennsku, af kúahirði að vera,“
sagði hún.
,,Já, ég gleymdi að segja frá
því, að ég fór einu sinni til Banda-
ríkjanna sem matvinnungur og til
baka aftur sem fullgildur háseti.
Auk þess átti pabbi lystibát í
Sidney, meðan allt lék í lyndi,
sem við notuðum mikið.“
,,Þetta hlýtur að hafa verið
stórkostlegt ferðalag,"" sagði hún.
ÞaS var glampi í brúnum augum
hennar, rauðar varirnar voru
hálfopnar. „Stórkostlegt ferðalag.
Eg vildi hafa lent í því.“
,,Vildir þú ?“ Hann brosti til
hennar yfir borðið, íhugandi á
svip. ,, Eg er nú ekki viss um að
þaS hefði verið á þínu sviði. Eng-
ir peningaskápar til að brjóta
upp, engir augnglampar til að
sýna í sambandi við svona spurn-
ingar. Ekkert til að stela.“
,,Segðu mér meira frá ferðalag-
inu,“ sagði hún fljótmælt.
,,Undarlegt að þú skulir hafa
áhuga á slíku,“ sagði hann um
leið og hann hellti í bollann sinn.
,,En ef þig langar til þess, skal
ég gjarnan segja þér frá því. Það
eyðir tímanum eins vel og hvað
annað. En“ — brúnir hans sigu
— ,,láttu þér ekki detta í hug að
þú getir með þessu smjaÖrað fyr-
ir mér svo að ég láti þig sleppa.""
,,Eg læt mér ekki detta neitt
slíkt í hug,“ sagði hún. ,,Segðu
SEPTEMBER, 1952
59