Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 62

Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 62
mér frá óveðrum, sem þú lentir í, segðu mér frá viðkomustöðun- um á leiðinni." Hann sagði skemmtilega frá. Hún hlustaði. Blikið var ennþá í augum hennar. Hann var ekki andstyggilegur — nei, jafnvel þótt hann hefði kallað hana þjóf — nei, enginn gat verið and- styggilegur, eftir allt það sem hann hafði afrekað. Þeir menn einir voru andstyggilegir, sem lögðu allt sitt traust á konur, sem leituðu að ríku kvonfangi. ,,£g verð að fara," sagði hann allt í einu og teygði úr sér. Hann var svo stór að hann virtist næst- um fylla út litla klefann. ,,£g verð að leysa Sammy af við stýr- ið. Þú ættir að fara aftur inn í svefnklefann og sofna. Það er stillt veður þessa stundina, en það getur farið að hvessa áður en langt um líður." ,,Allt í lagi,“ sagði hún og gekk til dyra. Hún leit við og sagði feimnislega. ,,Góða nótt.“ ,,Já, góða nótt,“ sagði hann kæruleysislega og gekk að stýr- inu undir stirndum himni. Hin dimmu stormský voru horfin, og himinninn var uppljómaður af stjörnum. Kári reyndi að leiða hugann að Klöru, en gegn vilja sínum beindust hugsanir hans að grönnu, dökkhærðu stúlkunni, sem hafði hlustað svo hugfangin á frásagnir hans. Ojæja, hann ætlaði að fá yfirvöldunum hana í hendur, þegar hann kæmi í höfn og þar með yrði hennar sögu lok- ið, eftir því sem hann framast vissi. ,,Mér þætti gaman að vita, hvernig hún lítur út í kvenmanns- fötum,“ hugsaði hann með sér. MORGUNINN eftir kom hún upp á þilfarið um klukkan hálf- níu, í stuttu sportpilsi úr tweed- efni og kórallitri treyju. Kári dró andann örara, þegar hann sá hana. Hið dökka hár sitt hafði hún greitt vandlega og látið það vindast á einfaldan hátt innundir sig og mynda hringlaga sveig um- hverfis litla, fagurlagaða andlit- ið. Fáeinir dökkir liðir ýfðust í morgungolunni og flögruðu til á hvítu enninu. Það var eitthvað í yfirbragði hennar, yndistöfrar, eðlilegt jafnvægi, sem olli honum furðu. ,,Það er ekki að undra þótt henni hefði veitzt auðvelt að kom- ast undan með þýfið,“ hugsaði hann. ,,Ef ég hefði ekki séð grip- ina, myndi mér aldrei hafa dottið í hug að hún væri þjófur.“ ,,Góðan daginn, vinkona." Hann heilsaði brosandi að her- mannasið. ,,Þú lítur næstum út eins og hefðarstúlka í dag. Svafstu vel ?“ (Framh. nœst) 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.