Heimilisritið - 01.09.1952, Page 63

Heimilisritið - 01.09.1952, Page 63
Ráðleggingar innbrotsþjófsms HVERJU máttn biíast við af inn- brotspjófi, sem fer inn á heimili þitt? Hvað getur þii gert til að varna honum inngöngu? Eg leitaði upplýsinga hjá inbrotsþjófi, sem látinn var af störfum. Hann frœddi mig um það, sem hér fer á eftir. Sp. Er nokkur leið að loka hurðum og gluggum svo órugglega, að þjófur komist ekki inn? Sv.: Nei. Eg get tekið Stillson skrúf- lykil og skrúfað burt hvaða lás sem er á um það bil tveimur mínútur. Eða ég get sett silkipúða við rúðu og brotið hana. Eg hef gert gat. Púðinn fylgir glerinu inn og dregur úr hljóðinu. Þú gœtir staðið tiu fet í burtu en þú mynd- ir ekki heyra þessa rúðu brotna. Sp.: Þú álítur, að eigandi heimilis- ins geti ekki varnað þjóf inngöngu? Sv.: Það er engin leið að halda hon- um úti, ef hann vill inn. Ráðið er að koma hotium ekki til að vilja inn. Svo lengi sem þú getur haldið þvi leyndu fyrir atvinnuþjóf, hvað i húsinu er, ertu óruggur. Sp.: Hvað er bezt að gera, ef mað- ur vaknar um miðja nótt og uppgötvar þjóf i svefnherberginu? Sv.: Gera? Gerðu alls ekki neitt. Þú yrðir sennilega skotinn gegnum höfuðið. Hann er það sem kallað er „katt-þjóf- ur '. Sérhver sannur þjófur sœkist ein- ungis eftir einhverjum seljanlegum varn- ingi, það síðasta, sem hann scekist eftir, er ónceði og uppsteit. En aulabárður, sem fer inn i hús, þar sem fólk sefur, hann er vitstola. Honum er trúandi til alls. Sp.: Er ekkert hœgt að gera gegn honum? Sv.: Ef hann er niðri, þá gerðu há- vaða. Hann flýtir sér þá út. Ef hann er uppi, þá liggðu kyrr. Það er ekki ráðlegt að gera hann skelfdan, svo hann grípi til örþrifaráða. Sp.: Hvað um byssu? Sv.: Þú ert bctur settur án hennar. Þú myndir sennilega fá skot í höfuðið, vegna þess, að þjófurinn er að gera það, sem fyrir hann er daglegt brauð, cn þú ekki. Sp.: Það er þá ekki um miklar var- úðarráðstafanir að rœða, eða hvað? ■ Sv.: Ekki segi ég það nú. Hávaði er einhver bezta vörn, sem til er gegn inn- brotsþjófum. Þú befur t. d. hund, jafn- vel þó það sé lítill hundur, hann gctur gert nógan hávaða til að draga athygli nábúanna að. Skiljið eftir Ijós, þegar þið farið út. Ljós, hávaði og venjuleg var- úð, eins og að láta ckki sendisveina vita um, hvað til sé í húsinu — það eru beztu varnirnar. I níu tilfellum af tíu eru þcer ncegilegar. * (Þýtc úr ensku) SEPTEMBER, 1952 61

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.