Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Síða 6

Fréttatíminn - 05.07.2013, Síða 6
KRAFTMIKIL HOLLUSTA Trítlað um Keisarafjöllin 5. - 12. september Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Verð: 178.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sumar 19 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Sp ör e hf . Tíról í Austurríki er aðal áfangastaður okkar í þessari ferð. Náttúrufegurð einkennir þetta svæði og töfrandi umhverfi Alpanna. Örfá sæti laus! Dr. Magnús Bjarnason stjórnmálahag- fræðingur telur margt líkt með landbúnaðarstefnu ESB og þeirri sem framfylgt sé á Ís- landi. Stefnt sé að aukinni framleiðni og hagkvæmi og jafnvægi á milli eftirspurnar og framboðs.  ESB aðildarviðræður landBúnaðarmál Ísland hefði rétt á hærri styrkjum en almennt gerist innan ESB Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is „Við ESB-aðild myndu íslenskir bændur fá hærri styrki en almennt gerist innan sambandsins vegna legu landsins og hversu harðbýlt það er en harðbýl landbúnaðar- svæði í nyrstu héruðum ESB fá sér- staka styrki frá sambandinu. Auk þess hafa norðlægustu aðildarríkin heimild til aukastyrkveitinga úr eigin vasa,“ segir dr. Magnús Bjarnason, stjórnmálahagfræðing- ur. Hann segir þó styrkjakerfi ESB ekki alveg eins og á Íslandi þannig nauðsynlegt yrði að hafa ákveðinn aðlögunartíma. Auk þess gæti orðið munur á styrkveitingum eftir búgreinum og héruðum. Að sögn Magnúsar tíðkuðust háir landbúnaðarstyrkir í Finn- landi áður en ríkið gekk í ESB árið 1995. Finnar fengu þó undanþágu vegna þess hversu strjábýlt landið er og gátu áfram styrkt sinn land- búnað ríkulega. „Fyrst gilti undan- þágan í tíu ár en var svo framlengd svo það er fyrst núna, átján árum eftir aðild, sem þeir hafa þurft að lækka sína styrki en þeir eru þó hærri en almennt gerist vegna þess hversu norðarlega Finnland liggur,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar er margt líkt með stefnu ESB í landbúnaðarmál- um og þeirri stefnu sem fylgt er á Íslandi. „Á báðum stöðum er stefnt að aukinni framleiðni og hag- kvæmni í framleiðslu og jafnvægi á milli eftirspurnar og framboðs. Stefnan er sú að bændur hafi sitt lifibrauð áfram og að matarverð sé hæfilegt þó það hafi nú ekki gengið fyllilega sem skyldi á Íslandi þar sem matarverð er sautján til átján prósentum hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB.“ v ið vorum eiginlega bara furðu lostin,“ segir Ingibjörg H. Björns-dóttir sem í nóvember flutti aftur til Íslands eftir að hafa búið ásamt fjöl- skyldu sinni í Danmörku og Grænlandi í rúman áratug. Milli Norðurlandanna eru í gangi samningar um almannatryggingar og félagslega þjónustu. Vegna þessa hafa Ingibjörg og fjölskylda hennar sjálfkrafa gengið strax inn í kerfið þegar þau fluttu til bæði Danmerkur og Grænlands en annað var uppi á teningnum þegar þau komu aftur til Íslands. „Þegnar á Norðurlönd- unum halda réttindum sínum þegar þeir flytja til annarra Norðurlanda og við höfum aldrei þurft að hafa fyrir neinu. Þegar við komum til Íslands þurftum við hins vegar að sanna okkur fyrir kerfinu. Við þurftum að koma með vottorð frá fyrra landi um að við værum heilbrigð áður en við fengum heilbrigðistryggingu. Á hinum Norðurlönd- unum fá foreldrar sjálfkrafa barnabætur um leið og þeir eru komnir með lögheimili í landinu en hér þarf að sækja sérstaklega um þær,“ segir Ingibjörg. Hún er fyrst og fremst undrandi á því hversu ólíkt viðmót þau fá í kerfinu hér miðað við erlendis. Eiginmaður Ingibjargar var með vinnu úti en er enn ekki kominn með fast starf á Íslandi. Vegna þess að hann kemur inn í kerfið án vinnu má hann ekki skrá sig atvinnulausan, hefur ekki rétt á atvinnu- leysisbótum og má ekki sækja um störf sem Vinnumálastofnun auglýsir laus heldur aðeins störf á almennum markaði. „Hann þarf að vera búinn að vinna hér í 6 mánuði áður en hann getur sótt um atvinnuleysis- bætur. Þetta er enn eitt dæmið um hvernig fólk þarf að sanna sig fyrir kerfinu hér,“ segir hún. Það blasir við fólki sem hefur búið á hinum Norðurlöndunum hvað norræna vel- ferðarkerfið er stutt á veg komið á Íslandi. Þau hjónin fluttu hingað með lítinn dreng sem fékk fyrst leikskólapláss nú í vor, rúm- lega tveggja ára gamall. „Við fengum pláss fyrir hann hjá dagmömmu, sem er yndisleg en mér finnst út í hött að gæsla fyrir yngri börn sé ekki hluti af þjónustunni í samfé- laginu,“ segir hún. Ingibjörg leggur áherslu á að hún sé ekki að kvarta en vilji engu að síður benda á muninn á milli Íslands og hinna Norðurlandanna. „Í Grænlandi kom- ast börn inn á leiksóla um 9 mánað aldurinn og í Danmörku um árs gömul. Í Danmörku eru líka dagmömmur en þær starfa þá hjá hinu opinbera og ef þær verða veikar þá eru börnin vistuð hjá öðrum dagmæðrum,“ segir hún. Á Íslandi skapar það einnig togstreitu milli fjölskyldu og vinnu þegar leikskólar og skólar taka starfsdaga og vetrarfrí án þess að það sé samræmt milli skóla. „Á Norður- löndunum er vetrarfríið skipulagt þannig að samfélagið veit að á ákveðnum tíma eru vetrarfrí. Þá reikna vinnustaðir með því að foreldrar þurfi að vera fjarverandi og ýmis tómstundaiðja fyrir börn er sérstaklega í boði á þeim tíma. Allt samfélagið tekur þátt,“ segir hún. Að sögn Ingibjargar verður fólk hér mjög undrandi þegar hún segir frá þessu enda sé hér ríkjandi sú hugsun að allt reddist. „En fólk er þreytt á að þurfa alltaf að redda börnunum sínum. Þetta skapar auka álag,“ segir Ingibjörg sem telur að íslenska kerfið megi bæta að mörgu leyti til að stand- ast samanburð við önnur Norðurlönd. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Samnorrænir Samningar Erfiðara að komaSt inn í kErfið á íSlandi Undrandi á íslenska kerfinu Á hinum Norður- löndunum fá foreldrar sjálfkrafa barna- bætur um leið og þeir eru komnir með lög- heimili í landinu Íslendingar sem nýverið fluttu aftur heim þurftu að sanna sig fyrir íslenska almannatrygginga- og velferðarkerfinu til að komast þar aftur inn. Á hinum Norðurlöndunum fóru þau beint inn í kerfið enda samnorrænir samningar í gangi þess efnis. Eiginmaðurinn er nú atvinnulaus en má ekki skrá sig atvinnulausan því hann starfaði síðast erlendis. Ingibjörg ásamt Ólafi Rafnar Ólafssyni eiginmanni sínum og sonum þeirra þremur, Birni, Úlfi og Hrafni. Ljósmynd/Hari 6 fréttir Helgin 5.-7. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.