Fréttatíminn - 05.07.2013, Síða 10
Í byrjun árs 2012 voru nokkrir grunnskól-ar í Reykjavík sameinaðir í hagræðingar-skyni. Meðal þeirra voru Hvassaleitis- og
Álftamýrarskólar en sameinaður skóli ber nú
heitið Háaleitisskóli. Með sameiningunni var
áætlað að spara þrjátíu og tvær milljónir á ári
en samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Brynj-
ólfssyni, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar,
var enginn sparnaður á síðasta ári vegna
greiðslu biðlauna. „Hins vegar er áætlað að
sparnaður af sameiningunni verði þrjátíu og
tvær milljónir á ári þegar tillagan kemur til
framkvæmda að fullu,“ segir hann. Bjarni
segir það alltaf taka nokkurn tíma að ná fram
sparnaði vegna biðlaunaréttar og kostnaðar
sem til fellur.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, sem á sæti á Skóla- og frí-
stundaráði Reykjavíkurborgar hefur ítrekað
sótt um sundurliðun á sparnaði við samein-
inguna en ekki fengið og telur hún ljóst að
áætlaður sparnaður hafi ekki náðst. Þorbjörg
bendir á að í ársreikningi borgarinnar komi
fram að halli undir liðnum annar rekstrar-
kostnaður grunnskóla sé 1,2 milljarðar sem
sé 14 prósent yfir fjárheimildum. „Þessi
halli sýnir að það var óðs manns æði að fara
í þessar sameiningar. Betra hefði verið að
rýna í annan kostnað grunnskóla.“ Þorbjörg
telur með ólíkindum að ekki sé minnst á
afrakstur hagræðingarinnar í ársreikningi
borgarinnar.
Eftir sameiningu Hvassaleitis- og Álfta-
mýrarskóla er ein yfirstjórn og var efsta stig
Hvassaleitisskóla, áttundi til tíundi bekkur,
lagt niður. Elstu nemendurnir hafa val um
að halda námi sínu áfram í hinum samein-
aða Háaleitisskóla eða í Réttarholtsskóla en
hingað til hefur mikill meirihluti þeirra kosið
Réttarholtsskóla. Töluverð óánægja var með-
al foreldra og nemenda á sínum tíma um sam-
eininguna, meðal annars vegna þess að sama
hvorn skólann nemendur veldu myndu þeir
þurfa að ganga yfir þungar umferðargötur.
Á leið sinni í Áltamýrardeild Háaleitisskóla
þyrftu nemendur að fara yfir Miklu-
braut en á leið sinni í Réttarholts-
skóla yfir Grensásveg.
Gunnar Alexander Ólafs-
son, formaður foreldrafélags
hins nýja Háaleitisskóla telur
almenna og vaxandi sátt
ríkja meðal foreldra með
sameininguna þótt enn
sé óánægja meðal hluta
foreldra barna í starfs-
stöðinni í Hvassaleiti.
Hann segir vissulega
óvenjulegt að mikill
meirihluti eldri nem-
enda velji að fara í
annan skóla en
unglingadeild
Háaleitis-
skóla sem
er staðsett
í starfstöðinni í Álftamýri en að um val
unglinganna og foreldranna sé að
ræða. Gunnar telur að sú staða
breytist þegar fram líði stundir
og að fleiri börn úr Hvassaleiti
muni halda námi sínu áfram
í unglingadeild Háaleitis-
skóla. Gunnar leggur áherslu
á að betur hefði mátt standa
að sameiningu skólans, en
að nú þurfi að horfa fram á
veginn. Háaleitisskóli sé öfl-
ugur skóli sem hafi innan
sinna raða öflugt starfsfólk,
sem hafi trú á nýja skólanum og sé tilbúið að
takast á við nýjar áherslur. Almennt treysti
foreldrar skólayfirvöldum og nýr skólastjóri
hefji störf við skólann í haust. Þá hafi nánast
engir kennarar hætt vegna sameiningarinn-
ar, þannig að skólinn búi að mikilli fagþekk-
ingu sem muni nýtast þegar fram í sækir.
Eftir sameininguna stendur hluti húsnæðis
Hvassaleitisskóla auður en síðastliðinn vetur
var það nýtt fyrir nemendur Breiðagerðis-
skóla vegna endurbóta þar. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram
að skili skóla- og frístundasvið húsnæðinu
til skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar muni
hún finna önnur not fyrir það. Einnig að til
greina komi að leigja húsnæðið þriðja aðila
en þó aðeins undir starfsemi sem samræmist
grunnskólastarfi.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Skólamál Sameiningar grunnSkóla Í árSbyrjun 2012
Enginn ávinningur af umdeildri sameiningu
Með sameiningu Hvassaleitis- og Álftamýrarskóla var áætlað að spara 32 millj-
ónir á ári en fyrsta árið var enginn sparnaður vegna greiðslu biðlauna. Í árs-
reikningi borgarinnar fyrir síðasta ár kemur fram að halli undir liðnum „annar
rekstrarkostnaður grunnskóla“ hafi verið 1,2 milljarðar og telur Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, það sýna að sparnaður af sam-
einingum grunnskóla í byrjun árs 2012 hafi verið lítill og að nær hefði verið að
rýna í annan kostnað grunnskóla.
Þorbjörg Helga Vigfúsdótt-
ir, fulltrúi Sjálfstæð-
isflokks í Skóla- og
frístundaráði
Reykjavíkurborg-
ar. Ljósmynd/Hari.
Hluti Hvassaleitisskóla stendur nú auður eftir að kennslu 8. til 10. bekkjar var hætt. Ljósmynd/Hari.
10 fréttir Helgin 5.-7. júlí 2013