Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Side 16

Fréttatíminn - 05.07.2013, Side 16
Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri lindesign.is með nýrri vörulínu 20% kynningarafsláttur af öllum nýjum vörum Fögnum sumri Tilboðin gilda í verslunum okkar í Reykjavík & Akureyri Dokkupoki eða hárband fylgir þegar verslað er fyrir 5.000 kr eða meira. J æja, þá læt ég það flakka. Frjálst flæði hugrenn-inga um veiðileyfagjaldið, pólitíkina og þennan vinnustað Alþingi sem við bindum öll svo miklar vonir við. Þeir sem hafa áður orðið fyrir vonbrigðum eru harðorðir og fljótir til dóms. Eygja þó alltaf smá svon. Aðrir eru jákvæðari. Nýbúnir að kjósa og bíða nú spenntir. Ég get ekki annað sagt en ég sé líka spennt. Skýst upp klukkan 6 á morgnana og til í slaginn. Skildi ekkert í haus- verknum eftir fyrstu dagana en ég held svei mér þá að hann hafi stafað að því að ég gleymdi að blikka augunum. Það má ekkert framhjá mér fara. Drífa sig að læra inn á þetta, gera eitthvert gagn. Ég á sæti í Atvinnu- veganefnd þar sem við höfum síðastliðnar vik- ur farið yfir frumvarp Atvinnuvegaráðherra sem snýr að lækkun veiðileyfagjalda. Þetta eru eins og fólk veit miklir peningar. Eitt- hvað um 10 milljarðar sem eiga nú að falla eitthvert annað en í ríkiskassann. Og á þinginu hefur allt verið á fullu. Atvinnuvega- nefnd á fundarmet þetta þingið. Hitt tugi umsagnaaðila og lesið hverja skýrsluna á fætur annarri. Umræðan um fiskveiðistjór- nun er auðvitað ekki ný af nálinni. Það reynda fólk sem situr á Alþingi, og þau sem vinna í eða hafa aðkomu að geiranum eru vel inni í málum. Hlutirnir eru ekki einsleitir, og þeir sem verða pirraðir yfir reiknisdæmum sem (Sál)greining áhugamannesku og veiðileyfagjaldið á Alþingi ganga ekki upp geta hætt að lesa núna. Sumt er á skjön, út um allt eru andstæðir pólar sem illa fara saman, en annað gengur ágætlega upp. Við erum að tala um byggðarsjónarmið og félags- leg sjónarmið ofan í kröfu um rekstrarhagræði. Arð til þjóðar- innar. Sjálfbærni til framtíðar. Skynsamlega nýtingu. Vissu um afla eftir X mörg ár og óþægilega lítil tölfræðileg líkindi í því sam- bandi. Aldrei hægt að vita neitt fyrir víst. Erfitt að gera lang- tímaspár fyrir rekstur bæði ríkis og fyrirtækja. Er nema furða að fólk hafi stuttan þráð vegna málsins. Bláeygð á fyrstu vikunum Já það er gott að vera bláeygð á þessum fyrstu vikum þingsins. Ég reyni eins og ég get að halda í þetta ástand opins huga því ég finn hvernig aukin vitneskja um umfang og erfiðleika í fiskveiði- stjórnun getur lamað kraft til breytinga og framkvæmda. Eins og lært hjálparleysi í sálfræði- kenningu Pavlovs. Það er gott að hafa andrými til að staldra við og taka stöðuna. Hver er aftur punkturinn með þessu öllu saman. Það kemur kannski á óvart en staðreyndin er sú að fólk er tiltölulega sam- mála. Við erum sammála um að þjóðin eigi að fá rentu af auðlind sinni. Það er sameining um að passa upp á lífríki sjávar, vernda og hlúa að sjálfbærninni.Við erum stolt af því að kunna að reka hagnýta fiskveiðistefnu og viljum halda því áfram. Fólk er almennt sammála um að passað sé upp á að auðlindin sé nýtt á sem arðbærastan máta. Hugað sé að fjölbreytni í rekstri og nýliðun. Að síðustu - og haldið ykkur. Útgerðin er sammála því að hún eigi að borga fyrir afnot sín. Meginspurningin sem við sitjum eftir með er þessi: hvaða verð er ásættanlegt fyrir auð- lindina? Það er aftur á móti erfiðara mál. Mismunandi hagsmunir ráða för og mismunandi loforð hafa verið gefin sem eru von- andi byggð á fjölbreyttri hug- myndafræði sem leiðir af pólitík flokkanna. Það er allt gott og blessað. Í fullkomnum heimi myndum við einmitt læra meira og komast lengra með því að vera stöðugt að endurskoða hug- myndir, finna út galla þeirra í samtölum, færa rök fyrir máli okkar, komast að annarri niður- stöðu en það sem við lögðum fyrst upp með. Þroska og bæta. En við erum feimin við að breyta því þá höfum við fyrst haft rangt fyrir okkur. Önnur fræg kenn- ing í sálfræðinni um hugrænt misræmi hjálpar okkur að skilja þetta. Pirringur undir niðri Og þá áfram að sálgreiningunni, hún er nefninlega mikilvæg í þessu öllu saman. Að koma inn á Alþingi var svolítið eins og að labba inn í fjölskylduboð þar sem fólk á ýmislegt óuppgert. Skilnað, framhjáld eða aðra erfiðleika. Allt ágætt á yfirborð- inu svona rétt á meðan maður sporðrennir brauðtertunni en ýmis særindi og pirringur sem leynast undir niðri. Ég get oft verið mjög sam- mála samstarfsmönnum mínum, þvert á flokka, en málið er að flokkslínur eru ekki ósýnilegar línur. Þær hafa gríðarlegt vald og mynda grindverk, sérstak- lega í erfiðum málum. Það sem er sorglegt við það vald er að það getur eins og í þessu tiltekna máli um lækkun veiðileyfagjalda knúið fram áætlanir 51% meiri- hluta en virt skoðanir hinna 49%, er kusu annað í kosningum að vettugi. Stjórnarflokkarnir leggja upp með breytingu á veiðileyfagjöld- um sem að nýleg könnun Frétta- blaðsins segir 70% þjóðarinnar vera á móti. 34.700 manns hafa lagst gegn henni með undir- skrift sinni. Það er algjör óþarfi að fara að amast yfir formgalla í því sambandi. Mergur máls- ins er sá að fólki finnst verðið á auðlindinni allt of lágt. Hagfræð- ingar hafa tekið undir og lagst gegn lækkun. Útgerðarmenn hafa margir aðra sögu að segja. En því skal haldið til haga að allir í pólitíkinni eru sammála um mikilvægi þess að laga til það kerfi sem að sjávarútvegur- inn býr nú við. Grunnurinn og hugmyndafræðin er hinsvegar af mörgum, mér sjálfri þar með- talinni, álitinn vera góður. Stjórnarflokkarnir settu fram frumvarp um breytt veiðileyfa- gjald til þess að koma til móts við þá gagnrýni að litlu og með- alstóru fyrirtækin sem stunda bolfiskveiðar geti ekki rekið sig í núverandi fyrirkomulagi . Frumvarpið hækkar hinsvegar líka gjöld á uppsjávarveiðar umtalsvert og það er hugrökk ákvörðun. Endaniðurstaðan er þó sú að tekjur ríkisins lækka mikið. Um 10 milljarðar. Annað vandamál sem við stöndum frammi fyrir er lagaumgjörð veiðileyfagjalds. Okkur vantar að geta nálgast nauðsynlegar upplýsingar til þess að geta reiknað og áætlað grundvöll fyrir gjöldum hverju sinni. Það eru allir sammála um að þetta þurfi að laga. Ábyrgðarmál að hlusta á fólk Mér finnst ábyrgðarmál að hlusta á fólk, ef ekki þarna á Al- þingi þá hvar? Ég hélt satt best að segja lengi vel að stjórnar- flokkarnir myndu gera það líka í þessu máli, fyrir mér hafa þeir þar allt að vinna. Að hafa hlustað á 15% kosningabæra manna hefði ekki verið amalegt fyrir ferilskrána. Myndin af afkomu þjóðarbúsins er svo svört að allt sem horfir til bóta hefði komið þeim í óskastöðu. Því miður var ekki í boði að finna flöt á því og mér virðist sem pólitíkin og óuppgerð mál fortíðarinnar séu að trufla þjóðarhagsmuni. Ég er hinsvegar glöð með minni- hlutann í nefndinni sem opnaði hliðin á girðingunum og kom sér saman um leið. Vann að breytingatillögu sem að hækkar gjaldið aftur til ríkisjóðs en hækkar líka á móti frítekju- markið til þess að koma til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi. Ég vona svo sannarlega að pólitíkin á Alþingi geti sleppt egói flokkanna og hristi af sér gamla fjötra. Það er vandasamt og þingmenn verða að knýja sig til barnslægrar einlægni í því markmiði. Það myndi margt gerast hraðar hér á Íslandi ef við iðkuðum þau nýju vinnubrögð. Um það snýst Björt framtíð. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar Næsta námskeið byrjar 10. júlí 2013 16 viðhorf Helgin 5.-7. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.