Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 22
Á sama tíma og hefðbundnar sjónvarpsstöðvar eru að láta hanna fyrir sig öpp til að reyna að halda í áskrifendur og bjóða þeim að horfa á efni hvar og hvenær sem þeim hentar eru stafrænar efnisveitur með kvikmyndir og sjónvarpsefni að springa út á neytenda- mörkuðum um allan heim og bjóða áskriftarsjónvarpsstöðv- um upp á nýja og harða samkeppni. Um 40.000 Íslendingar eru farnir að nota Spotify veituna, sem varð aðgengileg hér á landi fyrir nokkrum mánuðum og býður löglegan aðgang að tónlist á netinu. Netflix og Hulu Plus eru sambærilegar veitur fyrir sjónvarpsefni og kvik- myndir. Opinber aðgangur er ekki í boði með sama hætti og hjá Spotify. Engu að síður hafa fjölmargir tryggt sér áskrift að þessum veitum með því að gera einfaldar breytingar á still- ingum í tölvunni sinni og nýta til þess leiðbeiningar sem eru aðgengilegar á íslenskri vefsíðu, einstein.is. Heimildarmenn Fréttatímans telja að 10-15.000 manns á Ís- landi séu orðnir áskrifendur að Netflix, langstærstu stafrænu efnisveitu með kvikmyndir og sjónvarpsefni í heiminum. Fyr- ir átta dollara á mánuði fá þeir óheftan aðgang að gríðarlegu magni af nýlegu efni; sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. 17% heimila í Danmörku urðu áskrifendur á sjö mánuðum Þessar veitur eru í gríðarlega örum vexti um allan heim, sér- staklega Netflix. Til marks um það má nefna að fyrirtækið opnaði sérstaka Norðurlandaþjónustu fyrir Danmörku, Noreg, Svíþjóð og Finnland í október á síðasta ári. Í lok maímánaðar voru 17% danskra heimila orðin áskrifendur, samkvæmt Politi- ken, og hafði Netflix þeim tíma náð 60% markaðshlutdeild á markaði fyrir stafrænar veitur myndefnis (VOD) í Danmörku. Alls er nú talið að um 1,5 milljón heimila á Norðurlöndunum séu áskrifendur að Netflix, flestir í gegnum Norðurlandaþjón- ustuna, en um fjórðungur notenda í Danmörku fer sömu leið og Íslendingar og kaupir þá þjónustu sem ætluð er Bandaríkja- mönnum og Kanadamönnum. Fyrir Norðurlandaþjónustuna hjá Netflix eru greiddar um 90 danskar krónur á mánuði, eða um 2.000 íslenskar krónur og þar er efnið takmarkaðra en í bandarísku veitunni. Netflix býður ekki nýjustu kvikmyndirnar en þó nýrri en í íslenskum VOD-veitum og hvað varðar sjónvarpsþáttaseríur er í boði hálfs árs gamalt efni af flestum vinsælustu þátta- röðum í íslensku sjónvarpi – öðrum en þeim sem framleiddar eru af HBO, en það fyrirtæki á harðri samkeppni við Netflix. Á Netflix eru líka gamlir vinsælir þættir eins og Ally McBeal og Cheers. Hulu Plus býður upp á nýlegra efni frá fjölmörg- um bandarískum sjónvarpsstöðum meðal annars fárra daga gamla þætti af vinsælum bandarískum gamanþáttum eins og The Daily Show og Colbert Report. Allir eiga búnaðinn Segja má að nánast öll heimili í landinu eiga þann tækjabúnað sem þarf til að nýta þessar efnisveitur. Talið að um 50.000 spjaldtölvur séu til í landinu þar af um 37.000 iPadar. Áætlað er að snjallsímar séu að nálgast 150.000. Þúsundir heimila hafa fjárfest í Apple TV, sem gerir fólki kleift að sýna myndefni sem streymt er um net í sjónvarpi. Apple umboðið á Íslandi selur nú um 200 slík tæki í mánuði, segir Bjarni Ákason, fram- kvæmdastjóri við Fréttatímann. Leikjatölvur af gerðunum Playstation 3, xBox og Wii má líka nýta til að tengja sjónvarp heimilisins við efnisveitur á borð við Netflix, að ógleymdum venjulegum tölvum með Windows eða iOS stýrikerfum. Veitir leiðbeiningarþjónustu Sverrir Björgvinsson er ritstjóri og ábyrgðarmaður vefsíð- unnar Einstein.is og þar er að finna einfaldar leiðbeiningar um hvernig Íslendingar geta stillt tölvur sínar til þess að komast í viðskipti við veitur eins og Netflix og hvernig hægt er að greiða fyrir áskriftina með íslenskum greiðslukortum. Sverrir segir við Fréttatímann að áskriftin kalli ekki á aukna notkun eða breytingu á bandvídd í áskrift hjá íslensku netfyrirtækj- unum. Einfalt er að stjórna notkuninni og stilla niðurhalið þann- ig að það takmarkist við 0,3 gígabæt á klukkustund í vel viðunandi gæðum. Sverrir segir að með þeirri stillingu sé notkunin vel innan marka og sjálfur aldrei hafa notað meira en 60 gígabæt af þeim 80 sem eru innifalin í mánaðaráskriftinni hans hjá Vodafone. Vinnur gegn ólöglegu niðurhali, segir Smáís Snæbjörn Steingrímsson er framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, Smáís, sem hafa löngum barist gegn ólöglegu niðurhali af heimasíðum eins og Pirate Bay. Snæ- björn segir hins vegar að hvað hagsmuni rétthafanna varðar gegni öðru máli um þessar erlendu gagnvirku efnisveitur. „Við gerum ekki athugasemdir við að fólk eigi viðskipti við löglega erlenda þjónustu þar sem erlendir rétthafar fá sitt greitt. En við vonum að Netflix kaupi rétt fyrir Ísland þannig að þessi leið komi löglega löglega til Íslands sem fyrst eins og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Snæbjörn. Hann segist telja að út- breiðsla löglegrar þjónustu af þessu tagi muni hafa þau áhrif að draga úr ólöglegu niðurhali og auka kaup fólks á kvik- myndaefni. „Ég held að kakan mundi stækka ef fyrirtæki eins og Netflix kæmi til Íslands um leið og ólöglegi markaðurinn myndi minnka,“ segir hann. Fólk vilji eiga lögleg viðskipti þar sem rétthafar fái sitt. Í því sambandi bendir hann á að á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að Spotify varð aðgengileg hér á landi hafi orðið greini- legur samdráttur í ólöglegu niðurhali á tónlist í gegnum síður eins og Pirate Bay. Sama þróun muni væntanlega verða hvað varðar ólöglegt myndefni eftir því sem útbreiðsla stafrænu efnisveitnanna fer vaxandi. Snæbjörn segir hins vegar að meðan staðan er sú að Ís- lendingar nálgast Netflix-áskrift í gegnum Bandaríkin en ekki staðbundna þjónustu hjá aðila sem keypt hefur réttinn til að selja efnið á Íslandi séu ekki greiddir skattar og gjöld af þjón- ustunni og ekki sé hægt að bera þjónustuna saman við það sem er í boði hjá íslenskum aðilum sem þurfa að uppfylla kröf- ur laga um skatta, íslenskar þýðingar, talsetningu og annað. Gjaldmiðillinn og of smár markaður En hvaða skýring er á því að Ísland á ekki aðild að þeirri Norðurlandaþjónustu sem fór í gang hjá Netflix í október á síðasta ári? Snæbjörn hefur ekki upplýsingar frá fyrstu hendi. „Við höfum heyrt utan að frá okkur að bæði iTunes og Netflix finn- ist flókið að fara inn í land þar sem gjaldeyrishöft eru og þeir séu bara ekki opnir fyrir því að leggja í kostnað við að læra á þannig umhverfi og flókið lagumhverfi.“ Eins sé skattkerfið talið flókið og tæknilegir innviðir séu ófullkomnari en á hinum Norðurlöndunum fyrir rekstur af þessu tagi. Að auki þarf að uppfylla kröfur um íslenska þýð- ingu, aldursmerkingu efnis, skráningu hjá Fjölmiðlanefnd og fleira. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, gæt- ir hagsmuna rétthafa kvikmynda- og sjónvarpstónlistar og tók þátt í því að semja um komu Spotify til Íslands. Þá var samið í einu lagi fyrir öll Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. Hún seg- ir að Netflix hafi ekki haft áhuga á að hefja rekstur á Íslandi og í Eystrasaltslöndunum um leið og á hinum Norðurlöndunum. „Okkar tengiliður reyndi að vinna í því - og er enn að reyna," segir Guðrún Björk. „Ég held að aðallega hafi það verið smæð markaðarins sem réði niðurstöðunni en ég hef heyrt frá öðrum þjónustuveitendum að gjaldmiðillinn standi í þeim. En við höfum verið að ýta á þá að koma og mundum fagna því vegna þess að það vantar svona þjónustu hér á landi – áskriftarþjónustu að kvikmyndum og sjónvarpsefni – ég tala ekki um miðað við hvað það kostar í dag að leigja myndir í gegnum VOD-ið.“ Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Sverrir Björgvinsson, ritstjóri og eigandi Einstein.is, er með Netflix, Hulu Plus, Crackle og fleiri stafrænar efnisveitur í iPad og notar Apple TV til að horfa á efnið í sjónvarpi. Hann er líka með þessar veitur settar upp á Playstation3 leikjatölvu. Á vefsíðunni sinni veitir hann notendum leiðbeiningar um hvernig þeir geti greitt fyrir þessa bandarísku þjónustu með íslensku greiðslukorti og hvernig þeir geti notað hana án þess að fórna til þess of miklu af því niðurhali sem fylgir með netáskriftinni hjá íslenskum fjarskiptafyrir- tækjum. Ljósmynd/Hari Fjölmörg íslensk heimili – líklega 10-15 þúsund – hafa keypt áskrift að Netflix, sem er stærsta stafræna efnisveita fyrir sjónvarp og kvikmyndir (VOD) í heimi. Fyrir 8 dollara – eða um 1.000 krónur á mánuði – fá notendur aðgang að þúsundum nýlegra kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samt á Netflix ekki að vera aðgengileg íslenskum netnotendum en einfaldar leiðbeiningar eru aðgengilegar á netinu. Allt að 15.000 Íslendingar áskrifendur að Netflix 22 úttekt Helgin 5.-7. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.