Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 30
minna með hverju barni sem fer í sjálfstætt starf-
andi skóla en börnum sem fara í skóla sem sveitar-
félögin reka. Hvaða réttlæti er í því? Þau börn
kosta ekkert minna en börnin sem fara í opinbera
skóla og foreldrar þeirra borga ekki minna í opin-
bera sjóði.“
Inga Lind hefur verið í skólanefnd FG frá því
að hún útskrifaðist þaðan sem stúdent. „Það er
eiginlega kostulegt, ég er konan sem hætti aldrei
í fjölbrautaskólanum sínum,“ segir hún og hlær.
„Ég var upphaflega í skólanefnd sem fulltrúi
nemenda en hélt áfram að vera þarna eftir út-
skrift, þá tilnefnd af ráðherra. Svo liðu árin og ég
var allt í einu búin að vera í nefndinni í 17 ár, þar af
formaður í 8 ár. En nú er ég hætt, ég hætti þegar
ég flutti til Barcelona, því miður.“
Sárnaði umtalið um húsið
Þegar talið berst aftur að Barcelona spyr ég Ingu
Lind hvort það sé ekki ákveðinn léttir að komast
út úr sviðsljósinu og umtalinu sem því fylgir.
„Jú, það er ágætt. Hollt fyrir alla, annars verður
fólk örugglega þreytt á manni. Ég hef samt sem
áður ekki lent neitt sérstaklega illa í umtali – ég
tek umtal ekki nærri mér nema þegar það snýr
að fjölskyldunni líkt og gerðist þegar við hjónin
byggðum húsið okkar. Þá sárnaði mér – og þá
mest fyrir hönd barnanna minna enda var umtalið
farið að koma við þau,“ segir hún. Inga Lind og
Árni keyptu hús á Arnarnesi sem þau létu rífa og
byggðu nýtt – sem mörgum fannst of stórt. „Ég
veit bara ekki hvar línan er dregin í fermetra-
fjölda áður en fólk fer að hneykslast,“ segir Inga
Lind. „Þarna sá ég umfjallanir í netheimum þar
sem fólk fór að draga ályktanir út frá húsinu sem
við vorum að byggja um hvernig fjölskyldulífi við
lifðum. Þá var þetta farið að koma við börnin mín
og var orðið óþægilegt. Fólk þarf að muna þetta
með nærveru sálar og aðgátina,“ segir hún. „Um-
tal venst. Ég er búin að vera í fjölmiðlum í sautján
ár og maður lærir að leiða þetta hjá sér. Maður fær
þykkan skráp,“ segir hún.
Staða kvenna í fjölmiðlum er málefni sem reglu-
lega dúkkar upp. Fáar konur eru í stjórnunar-
stöðum í fjölmiðlum og eiga almennt erfiðara upp-
dráttar en karlar. Inga Lind segir þetta þó ekki
bundið við sjónvarp og fjölmiðla. „Þetta á við alls
staðar í atvinnulífinu. Við konur þurfum að berjast
við að við þurfum helst að vera viðkunnanlegar og
huggulegar – ekki bara í útliti, heldur líka fram-
komu, jafnvel í hörðu samkeppnisumhverfi. Það
er mun erfiðara fyrir okkur en karlana að vera
harðar í horn að taka og til að mynda að biðja um
hærri laun. Við vitum alltaf að við þurfum að vera
viðkunnanlegar og notalegar, annars fáum við
stimpilinn: „Frekja“ eða „tík“ og hver vill vinna
með svoleiðis manneskju? Kona sem gengur fram
veginn eins og karl fær á sig þannig stimpil, að
hún sé vargur og erfið viðureignar, meðan dáðst
er að karli sem hagar sér alveg eins. Þetta gildir
alls staðar, ekki bara í sjónvarpi,“ segir Inga Lind.
Við dettum inn í umræðu um nýútkomna bók,
Lean In, eftir Sheryl Sandberg, eina af áhrifa-
mestu konunum í viðskiptaheiminum, næstráð-
anda hjá Facebook veldinu og fyrrum stjórnanda
hjá Google, sem við erum báðar mjög hrifnar af.
Sheryl er ein fárra yfirlýstra femínista í valda-
stöðu í viðskiptaheiminum. Megininntak bókar
hennar er hvatning til kvenna um að gera það sem
í þeirra valdi stendur til að gera sig sýnilegri í við-
skiptaheiminum. Þær þurfi sjálfar að leggja sig
fram við að grípa þau tækifæri sem bjóðast, líkt
og karlarnir gera, þær þurfi að „halla sér fram“ (e.
Lean In) í stað þess að halla sér aftur í stólunum
við stjórnarborð fyrirtækisins og þaðan er titill
bókarinnar kominn.
Eitt af því áhugaverða sem fram kom hjá Sand-
berg var lýsing hennar á því hvernig konur og
karlar bregðast á ólíkan hátt við hrósi og byggir
hún þær á eigin stjórnendareynslu. Sandberg
bendir á að konur þakka velgengni sína því að þær
hafi lagt hart að sér, þær hafi verið heppnar og
að þær hafi fengið hjálp frá öðrum. Karlar þakka
velgengni sína – sama á hvaða sviðum hún er –
eigin verðleikum.
Inga Lind segist kannast við það sem Sheryl
talar um, til að mynda að konur sem hafi náð langt
séu með stöðugar efasemdir um eigin getu. „Af
hverju gerum við þetta?“ spyr Inga Lind. „Þegar
ég var búin að samþykkja að taka að mér að stýra
Biggest Loser fóru þessar hugsanir strax að
læðast að mér. „Ég hef aldrei stýrt neinu nema
fréttatengdu efni, ég get þetta örugglega ekki. Ég
verð örugglega glötuð í þessu,“ lýsir hún. „Þetta
er dæmigert fyrir konur, að tala sig svona niður.
Við verðum að hætta því,“ segir hún.
Inga Lind hefur sjálf brotið nokkur glerþök.
Hún var til að mynda fyrst kvenna til að hljóta
titilinn ræðumaður Íslands í Morfís-keppninni.
„Ég legg mig fram við að innræta bæði dætrum
mínum og syni þá lífsskoðun að segja já við öllum
þeim tækifærum sem bjóðast, svo lengi sem þau
eru innan siðlegra og löglegra marka. Það er
miklu betra að sjá eftir einhverju sem maður hef-
ur gert heldur en einhverju sem maður hefur ekki
gert. Lífið hefur upp á svo ótal margt að bjóða og
ef maður ætlar stöðugt að efast um eigin getu til
að njóta þess, fer allt of margt fram hjá manni.“
Frekar fjölmiðlar en pólitík
Inga Lind hóf ung þátttöku í pólitík – starfaði í
ungliðahreyfingu sjálfstæðismanna í Garðabæ –
en hætti þegar hún byrjaði í blaðamennsku. Hún
segist ekki getað hugsa sér að gera pólitík að at-
vinnu sinni. „Það er ekki að ástæðulausu að mjög
margir fjölmiðlamenn hafa á einhverjum tíma
daðrað við pólitík. Fjölmiðlafólk er einmitt í þessu
starfi af því að það hefur löngun til að segja frá
og bæta samfélagið. Ég held að ég sé búin að sjá
það mikið af pólitík í gegnum þessa afskiptasemi
mína áður fyrr og í gegnum þá vini sem ég á í dag
og eru í pólitík að ég hef engan áhuga á að taka
þátt sjálf. Þetta er vanþakklátt starf og ég dáist
að fólki sem fer í þetta, vitandi að það dynja á því
árásirnar. Til er fólk sem telur sig hafa skotleyfi á
stjórnmálamenn, sem þurfa svo að sitja undir nei-
kvæðni alla daga meðan þeir reyna að gera Ísland
betra. Má ég þá frekar biðja um fjölmiðlana, það
er svo miklu skemmtilegra,“ segir hún og hlær.
Inga Lind fann strax og hún byrjaði í blaða-
mennsku að þar ætti hún heima. „Það er þessi
óseðjandi forvitni,“ segir hún og hlær. „Og það, að
alltaf þegar ég kemst á snoðir um eitthvað finnst
mér að aðrir þurfa að fá að vita það,“ segir hún
hlæjandi. „Ég get sko alveg þagað yfir leyndar-
málum, það er ekki það,“ bætir hún við. „Þetta
er meira svona: „Í alvöru, vissir þú þetta?“ Mig
langar að halda þjóðinni upplýstri og gera heim-
inn betri. Ég hef aldrei stundað "nastí" blaða-
mennsku, ég hef alltaf viljað vera á jákvæðum
nótum,“ segir Inga Lind. „Það er einmitt það sem
þetta nýjasta verkefni gengur út á, jákvæðnin.
Það er svo jákvætt að geta tekið þátt í að stuðla að
betra lífi hjá fólki – og ég er vongóð um að okkur
takist það.“
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Havartí er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst
framleiðsla á honum á Höfn í Hornarfirði árið 1987.
Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því
var breytt. Havartí varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu
dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havartí er mildur,
ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari
með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær
ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum
döðlum og eplum.
HAVARTÍ
FJÖLHÆFUR
www.odalsostar.is
Við konur þurfum að berjast við
að við þurfum helst að vera við-
kunnalegar og huggulegar - ekki
bara í útliti, heldur líka framkomu.
30 viðtal Helgin 5.-7. júlí 2013