Fréttatíminn - 05.07.2013, Qupperneq 32
Litríkt kaffi beint frá
kaffibóndanum Arturo í Gvatemala
kaffitar.is
Luis Arreaga, sendiherra
Bandaríkjanna, mun flytja
af landi brott síðsumars
eftir þrjú farsæl ár á Íslandi.
Sendiherrann þykir ólíkur
þeirri staðalímynd sem ríkir
um embættismenn og hikar
ekki við að klæða sig sem
uppvakning og ganga þannig
niður Laugaveg, sé það til
góða fyrir samskipti Banda-
ríkjanna og Íslands. Í sveitinni
fyrir austan fjall fékk hann
fjárhundinn Brennu sem fjöl-
skyldan hefur mikið dálæti á.
Fann sál
landsins
É
g hef búið víða um heim og alltaf þegar
ég flyt á nýjan stað reyni ég að finna sál
landsins. Það tekst þó ekki alltaf en hérna
á Íslandi gerðist það þegar ég sá kvik-
myndina hans RAX (Ragnar Axelsson),
Andlit norðursins,“ segir Luis Arreaga, sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi og ber nafn kvikmyndarinnar
fram á lýtalausri íslensku. Eitt haustið fór Luis í réttir
í Landmannalaugum og fannst það mikil upplifun og
að þar hafi hann komist nálægt kjarna þess sem ís-
lenskt megi kalla. „Í Landmannalaugum sagði RAX
mér ýmsar sögur, til dæmis af fjallkonunginum og
hlutverki hans. Þarna var boðið upp á kaffi og kleinur,
hestar voru úti við og fjöldinn allur af hundum. Svo
voru auðvitað allir í lopapeysum. Þessi reynsla var
mjög dýrmæt.“
Luis og Mary, eiginkona hans, hafa eignast góða
vini á Íslandi og er einn þeirra Ari Trausti Guðmunds-
son jarðfræðingur og gengu þeir félagar saman á
Helgafellið á dögunum. Þau hjónin hafa ferðast um
allt landið og farið hringveginn nokkrum sinnum,
ásamt því að aka yfir Kjöl og Sprengisand og heim-
sækja Grímsey og Vestfirði. „Ég reyni að ferðast um
landið og spjalla við eins marga og ég get. Það er hluti
af starfinu,“ segir Luis.
Heimshornaflakkari frá Gvatemala
Luis fæddist í Gvatemala en fór átján ára gamall í
skiptinám til Bandaríkjanna og heillaðist algerlega af
landinu en á þeim tíma var hippamenningin í algleym-
ingi. Eftir skiptinemaárið sannfærði Luis foreldra
sína um að leyfa sér að flytja til Bandaríkjanna og
strax á fyrsta ári sínu í háskóla kynntist hann Mary,
eiginkonu sinni. Luis lauk BA og MA gráðum í við-
skiptafræði og síðar doktorsnámi í efnahagsþróun.
Að námi loknu starfaði Luis í tíu ár sem hagfræðingur
hjá ríkisstofnun sem sá um þróunaraðstoð Bandaríkj-
anna víða um heim. Hjá utanríkisþjónustunni starfaði
hann meðal annars að málefnum Júgóslavíu í upphafi
tíunda áratugarins þegar þjóðernisátök geisuðu í
landinu. Síðar starfaði Luis á vegum utanríkisþjón-
ustunnar á Spáni og í Sviss. „Í Sviss vann ég að mál-
efnum flóttafólks stuttu eftir þjóðarmorðin í Rúanda.
Bandaríkin veittu þá mannúðaraðstoð til Tansaníu,
Rúanda og Búrundi en á þessum tíma voru hundruðir
þúsunda á flótta. Bandaríski herinn sendi gögn svo
hægt væri að koma upp sjúkrahúsum í borginni Goma
en á þessum tíma dóu þúsundir daglega úr kóleru,“
segir hann. Síðar starfaði Luis í Washington, Kanada
og í Panama. „Eftir allt þetta flakk fékk ég svo góða
umbun – var skipaður sendiherra Bandaríkjanna
gagnvart Íslandi,“ segir Luis glaðlega.
Kostir og gallar fyrir börn diplómata
Luis og Mary eiginkona hans eiga saman þrjú börn
og segir hann bæði kosti og galla felast í því að ala
börn upp á flakki um heiminn sem diplómat. „Helstu
kostirnir eru öll reynslan sem börnin fá. Þau upp-
lifa mismunandi menningu og verða veraldarvön og
geta tekist á við næstum því hvað sem er eftir að hafa
búið í löndum á ýmsum þróunarstigum. Í þessu ferli
verða fjölskyldur enn nánari en það er alltaf erfitt
fyrstu mánuðina í nýju landi því maður þekkir svo
fáa. Maður á kannski í yfirborðslegum samræðum við
fólk en fer svo heim og er þar því manni er ekki boðið
neitt í heimsókn,“ segir Luis og leggur áherslu á að
þess vegna sé svo mikilvægt fyrir þau fjölskylduna að
eiga hund. „Það getur verið erfitt fyrir börn að flytja
á milli landa og þurfa að yfirgefa vini sína og skilja
Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, með hundinum sínum Brennu sem hann fékk hjá vinafólki fyrir austan fjall.
Luis segir mikilvægt fyrir börn sem alast upp á flakki um heiminn að eiga hund sem fylgir þeim þegar þau flytja burt frá vinum
sínum. Ljósmynd/Hari.
Framhald á næstu opnu
32 viðtal Helgin 5.-7. júlí 2013