Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 05.07.2013, Qupperneq 34
ekki hvers vegna verið er að flytja. Það eina stöðuga í þeirra lífi er hundurinn því hann kemur með og er vinur þeirra.“ Íslendingur hefur nú bæst í Arreaga fjölskylduna því síðasta vor eignuðust þau tíkina Brennu sem er af íslensku fjárhundakyni. „Vinafólk okkar á Selfossi bauð okkur til sín um síðustu jól og við fórum öll þangað, börn og barna- börn. Þegar við gengum í bæinn tók alveg ótrúlega falleg hundstík á móti okkur. Við urðum strax hrifin af henni því hún var svo vinaleg. Svo síðar um vorið þegar hún eignaðist hvolpa fengum við senda mynd og ákváðum að fá okkur Ís- lending í fjölskylduna,“ segir Luis. Fyrir á fjölskyldan tólf ára gamlan hund sem var orðinn ellihrumur en sá hresstist við að fá félagsskap Brennu og kemur þeim vel saman. Dóttir hjónanna starfar hjá bandarísku utanríkisþjónustunni og eldri sonur þeirra er kvik- myndaleikstjóri í Kanada en þarf að ferðast mikið vegna vinnunnar. Yngsti sonurinn er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð og unir sér vel þar. „Flökkueðlið er í þeim og þau þekkja þetta líf vel. Einn af göllunum við að ala börn upp á flakki um heiminn er sá að þau kynnast aldrei daglegu lífi í heimalandinu og líta á það sem nokkurs konar Disney-land því þau hafa aðeins upplifað að vera þar í fríum. Svo vantar þau líka stundum stað sem þau geta kallað „heim“. Ef börn diplómata eru spurð hvaðan þau séu kemur oft á þau hik því þau skilja ekki spurn- inguna, hvort verið sé að spyrja hvar þau fæddust, hvar þau bjuggu síðast eða hvar þau búi núna?” Sérstakt ríkjasamband Luis Arreaga er fyrsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi eftir að varnarliðið fór og segir hann það hafa verið gott tækifæri til að sýna fram á að samband ríkjanna snúist um svo margt annað en varnar- svæðið. „Öryggismál eru ennþá mikilvægur liður í sambandi ríkjanna þó samstarfið feli ekki lengur í sér að við séum hérna með þotur og byssur. Ógnirnar eru aðrar núna, eins og til dæmis glæp- ir á netinu og alþjóðleg skipulögð glæpastarfsemi.“ Luis segir samskipti á sviði menningar og vísinda á milli Bandaríkjanna og Íslands mikil og góð og að sendiráðið hafi stutt við nýsköpunarviðburði eins og Startup Iceland viðskiptasmiðjuna á dögunum. „Það er fjölmargt að gerast á Íslandi á sviði nýsköpunar en fyrirtækin hér þurfa stærri markaði og því höfum við hjálpað sumum þeirra að stækka og kom- ast inn á bandaríska markaðinn.“ Uppvakningur í miðbænum Sendiherrann er mikill áhugamað- ur um uppvakninga og vakti það töluverða athygli þegar sendiráð Bandaríkjanna, í samvinnu við Skjáinn, skipulagði uppvakninga- göngu í Reykjavík í byrjun ársins. „Við viljum ná til ungs fólks og því ákváðum við að skipuleggja upp- vakningagöngu og gengum frá Hlemmi að Bíó Paradís og horfð- um á fyrsta þátt þriðju þáttaraðar The Walking Dead,“ segir Luis. Sendiherrann klæddi sig sem upp- vakning og gékk eins og slíkur um miðbæinn og hafði gaman að. „Ég hélt kannski að ég yrði rekinn en þetta slapp. Þó við séum fulltrúar stórveldis sem stundum er sakað um yfirgang þá erum við bara venjulegt fólk,“ segir sendiherrann litríki sem kveður Ísland síðar í sumar en hvert leið hans liggur næst er óráðið. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Í starfstíð Luis Arreaga á Íslandi hefur sendiráð Bandaríkjanna tekið virkan þátt í gleðigöngu Hinsegin daga. Sendiherra Bandaríkjanna í uppvakningagöngu í miðbæ Reykjavíkur. Sendiherr- ann tók þátt í æfingu hjá Slysavarna- skóla sjómanna í maí síðast- liðnum. Á Helgafelli ásamt Ara Trausta Guðmundssyni, jarðfræðingi. Luis Arreaga, sendiherra ásamt bæjarstjóra Reykjanesbæjar Árna Sigfússyni, Frið- rik Sigurðssyni kokki og Jóa Fel á opnum degi hjá Ásbrú í apríl síðastliðnum. Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L Fáðu þér Sinalco og taktu þátt! PI PA R \T BW A • SÍ A • 1 30 88 1 Mundu að kíkja í tappann! 34 viðtal Helgin 5.-7. júlí 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.