Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Side 50

Fréttatíminn - 05.07.2013, Side 50
50 skák og bridge Helgin 5.-7. júlí 2013  Skákakademían Hér Segir frá greco Sem lék liStir Sínar á 17. öld og Hinum ólSeiga gelfand Ólíkir snillingar S kák var orðin út-breidd við hirðir konunga og fyr- irmenna Evrópu á 12. öld, og þótti ómissandi í hirðsiðabókum ungra aðalsmanna, rétt eins og bogfimi, skáldskap- ur, skylmingar og aðr- ar grundvallaríþróttir. Snemma komu fram á sjónarsviðið skák- meistarar, sem ferðuð- ust um og léku listir sínar fyrir kónga og drottningar, fursta og fyrirfólk. Skákgyðjan mætti helst and- stöðu í kirkjunnar ranni: einstöku villuráfandi páfi eða biskup reyndu beinlínis að banna skák, enda væri hún verkfæri djöfulsins. Þetta voru tímar trúarofstækis í Evrópu, og kannski ályktuðu þessir ströngu guðsmenn að skákin væri hættu- leg, því hún beinlínis krafðist þess að menn þjálfuðu hugann og leituðu sífellt að svör- um. Farandriddari skákgyðjunnar En útbreiðsla skákar- innar varð ekki stöðv- uð og sífellt f leiri meistarar komu fram á sjónarsviðið. Um aldamótin 1600 fædd- ist á Ítalíu áfrægasti farandriddari skák- gyðjunnar: Gioacch- ino Greco. Á skammri ævi lagði hann Evrópu að fótum sér og ritaði nafn sitt gylltu letri í skáksöguna. Aðeins 19 ára samdi Greco leið- beiningar í skák og tileinkaði vel- gjörðarmanni sínum. Hann ferðað- ist vítt og breitt um Evrópu, meðal annars til Bretlands og Frakklands, og var hvarvetna tekið með kostum og kynjum. Árið 1624 lá leið Grecos til Róm- arborgar, þar sem hann gjörsigraði alla skákmeistarana við hirð Fil- ippusar konungs. Á Spáni kynntist Greco aðalsmanni og hélt með hon- um til Vestur-Indía. Þar dó Greco aðeins 34 ára að aldri. Hið stutta líf hans var ævintýri líkast – skákin færði honum frægð og frama, fjár- sjóði og ferðalög. Hann arfleiddi Jesúíta-regluna að eigum sínum. Sá mikli jöfur Botvinnik – sem þrisvar varð heimsmeistari á 20. öld – sagði eitt sinn að Greco hefði ver- ið fyrsti atvinnumaðurinn í skák. Ugglaust höfðu ýmsir haft skákina að lifibrauði, en Greco nálgaðist skákina, einkum byrjanir, með allt öðrum hætti en áður hafði þekkst. Hann opnaði dyr nýrra tíma. Hinn ótrúlegi Gelfand Gamlir aðdáendur Anands og Kramniks áttu erfitt með að skoða lokastöðuna á minningarmótinu um Mikail Tal í Moskvu, sem lauk á dögunum. Þessir stórbrotnu meist- arar urðu í neðstu sætum: Kram- nik vann ekki eina einustu skák og Anand náði aðeins einum sigri í níu tilraunum. Voru úrslitin til marks um kyn- slóðaskipti í skákinni? Aldeilis ekki – því það var aldursforset- inn Boris Gelfand sem sigraði, og skaut aftur fyrir sig ungljónunum Carlsen, Caruana, Nakamura og Karjakin (og auðvitað vesalings Anand og Kramnik). Boris Gelfand fæddist í Hvíta- Rússlandi hið sögufræga ár 1968 en hefur um árabil búið í Ísrael. Hann hefur lengi verið meðal bestu skákmanna heims. Árið 1990, þegar hann var 22 ára (eins og Carlsen er núna) var Gelfand í þriðja sæti á stigalista FIDE, á eftir Kasparov og Karpov. Á síð- asta ári tefldi Gelfand um heims- meistaratitilinn við Anand. Úrslit- in urðu 6-6 en Anand hafði betur í atskákum. Frábær árangur Gelfands upp á síðkastið minnir okkur á að aldur skiptir ekki máli í skákinni, ekki frekar en kyn, líkamsburðir, þjóð- erni eða aðrir merkimiðar. B ridgeheimurinn hefur ríka ástæðu til að standa á öndinni því borist hafa fréttir um að Sigurbjörn Haraldsson og Jón Baldursson ætli að taka upp samstarf við bridgeborðið. Er ekki að efa að það par á eftir að verða tíður gestur í efstu sætum bridgemóta á komandi mótum. Spil dags- ins er frá viðureign þeirra sem andstæðinga á Íslandsmótinu 2011 þar sem fjórar efstu sveitirnar háðu úrslitakeppni um Íslands- meistaratitilinn. Í þessu spili var algengast samningurinn 6 spaðar doblaðir á AV-hend- urnar sem fóru á bilinu 1-2 niður. Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon (NS) áttu við Jón Baldursson og Þorlák Jónsson (AV) í þessu spili, austur var gjafari og NS á hættu: Austur Suður Vestur Norður Þorlákur Magnús Jón B. Sigurbjörn Pass 1 ♥ 4 ♠ dobl Pass 5 ♥ pass pass 5 ♠ 6 ♥ dobl p/h Útspil Jóns var spaðaás sem Magnús tromp- aði, hann tók næst hjartakóng og Þorlákur henti tígli. Næst kom hjartagosi sem fékk að eiga slaginn og Magnús stillti sig um að taka ásinn í tígli sem hefði leitt til taps. Næsti slagur var á hjartaás, tígull á ás og lauf að gosa í blindum. Laufkóngur var eini slagur varnarinnar og NS fengu 1660 í sinn dálk. Sigurbjörn og Magnús voru það ár meðlim- ir sveitar Grant Thornton sem hampaði Ís- landsmeistaratitli það árið. Dregið í aðra umferð bikars Dregið var í aðra umferð bikarkeppni Bridgesambands Íslands við upphaf sumar- bridge mánudaginn 1. júlí. Vegna dræmrar þátttöku var sú regla höfð í heiðri að þær 4 sveitir sem töpuðu með minnsta mun í fyrstu umferð komust áfram (til að ná tölunni 16). Þær sveitir voru; Rangæingar, Rimi, Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Grant Thornton. Eftir- taldar sveitir spila saman í annarri umferð:  www.myvatnhotel.is - Lögfræðistofa Íslands  Garðs apótek - J.E. Skjanni  Lífís/VÍS - Rimi  Eimskip - SFG  Hvar er Valli? - Stefanía Sigurbjörnsdóttir  Stilling - Rangæingar  Seldalsbræður - Grant Thornton  VÍS - Hjördís Sigurjónsdóttir Mikil aðsókn í sumarbridge Alls mættu 40 pör í sumarbridge miðviku- dagskvöldið 26. júní. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Sigurbjörg Gísladóttir - Hreinn Hjartarson 64,5% 2. Magnús Sverrisson - Halldór Þorvaldsson 63,0% 3. Hrund Einarsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson 62,5% 4. Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson 61,4% Mánudagskvöldið 1. júlí mættu 22 pör til leiks sem verður að teljast gott á mánudags- kvöldi. Bergur Reynisson og Stefán Stefáns- son unnu með yfirburðum með háu skori. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Bergur Reynisson - Stefán Stefánsson 69,8% 2. Ólöf Þorsteinsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson jr 59,1% 3. Halldór Svanbergsson - Brynjar Jónsson 56,1% 4. Oddur Hannesson - Unnar Atli Guðmundsson 54,8%  Bridge Bikarkeppni og SumarBridge Nýtt par í toppbridge ♠ 962 ♥ Á72 ♦ KDG94 ♣ G4 ♠ – ♥ KG108543 ♦ Á ♣ ÁD762 ♠ ÁKDG54 ♥ D96 ♦ – ♣ K1053 ♠ 10873 ♥ – ♦ 10876532 ♣ 98 N S V A Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson hafa spilað saman um árabil. Jón verður spilafélagi Sigurbjörns Haraldssonar á næsta keppnistímabili, en Sigurbjörn sést hér með Magnúsi Magnússyni sem hann spilaði við í mörg ár. Gelfand. Á toppnum í áratugi. Uppruni skáklistarinnar er hulinn mistri sögunnar, en flestir hallast að því að vagga skákarinnar hafi verið á Indlandi á 5. eða 6. öld. Sagan geymir nöfn margra meistara - ekki síst frá Persíu og löndum araba á öldunum fyrir og eftir árið 1000 - og það voru arabar sem færðu Evrópubúum skákina á miðöldum. Skák á miðöldum. Málverk eftir Lucas van Leyden. Maryland kókoskex - meiriháttar í ferðanestið

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.