Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 54
54 bíó Helgin 5.-7. júlí 2013
Í myndinni
lítur Tonto
til baka og
rifjar upp
söguna af
því hvernig
lögreglu-
maðurinn
John Reid
umbreytt-
ist í hinn
ósigrandi
útvörð rétt-
lætisins,
The Lone
Ranger.
The Lone RangeR TonTo segiR fRá
J erry Bruckheimer, leikstjórinn Gore Verbinski og Johnny Depp hafa átt ábatasamt samstarf í nokkur ár og
myndaserían um The Pirates of the Carib-
bean hefur malað þeim gull. Aðsóknin og
dollarafjöllin hafa þó síður en svo verið trygg-
ing fyrir gæðum. Fyrsta sjóræningjamyndin
var frábær skemmtun, líflegt og spennandi
ævintýri þar sem Depp fór á kostum og
heillaði fólk upp úr skónum í hlutverki hins
ramskakka, fláráða en inn við beinið ágæta
sjóræninga Jack Sparrow. Framhaldsmynd-
irnar, sem eru orðnar þrjár eins og er, voru
síðan því miður hver annarri leiðinlegri og í
því ljósi má í það minnsta fagna því að tríóið
hefur nú skipt um gír og fært sig frá Karíba-
hafi yfir á sléttur villta vestursins.
Indíáninn Tonto hefur í gegnum tíðina
verið viðhengi The Lone Ranger en Depp
kaus að leika hann í The Lone Ranger og
indíáninn getur því tæpast talist aukapersóna
í þessari umferð enda er Depp alltaf aðalgæ-
inn hvar sem hann kemur. Armie Hammer,
sem leikur kúrekann, þarf því að hafa sig
allan við til þess að falla ekki í skuggann af
skraulegum indíánanum og stórstjörnunni
sem túlkar hann með hrafn með þanda vængi
sem höfuðskraut.
Í myndinni lítur Tonto til baka og rifjar
upp söguna af því hvernig lögreglumaður-
inn John Reid umbreyttist í hinn ósigrandi
útvörð réttlætisins, The Lone Ranger, en
indíáninn átti sinn þátt í því öllu saman.
The Lone Ranger á sér langa sögu og
hefur verið á fleygiferð, með löngum hléum,
í ein 80 ár, og er fyrir löngu orðinn að íkoni
í bandarískri menningu. Hann tók illþýði í
sléttum Texas í villta vestrinu föstum tökum
og fór mikinn á gæðingnum Silver með Tonto
sér við hlið.
Þetta grímuklædda Zorró-ígildi rann
undan rifjum höfundarins Fran Striker og
lét fyrst að sér kveða í útvarpi. The Lone
Ranger sló í gegn á öldum ljósvakans og
ævintýri hans héldu áfram í bókaflokki þar
sem Striker skrifaði megnið af sögunum. Af
blaðsíðum bókanna lá leiðin að vonum í sjón-
varp en þættirnir um The Lone Ranger nutu
mikilla vinsælda á árunum 1949 til 1957. Auk
þess varð kúrekinn myndasöguhetja og lét til
sín taka í bíó.
Upphrópunin „Hi-Yo, Silver! Away!“ varð
að tískufrasa hjá krökkum ásamt orðinu
„kemosabe“ (tryggi vinur) sem Tonto notaði
um félaga sinn festist í sessi. Önnur helstu
kennimerki The Lone Ranger sem hafa alla
tíð verið nátengd honum eru svo forleikur
Rossinis að William Tell sem ómaði jafnan
þegar Silver skellti á skeið og svo silfur-
kúlurnar sem The Lone Ranger notaði þótt
engir væru varúlfarnir á ferð í Texas á gull-
aldarárum hans.
Auk Depp og Hammer eru William Ficht-
ner, Helena Bonham Carter, Barry Pepper og
Tom Wilkinson í helstu hlutverkum.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,6, Rotten Tomatoes: 25%,
Metacritic: 37%
Kúrekinn The Lone Ranger á sér langa sögu í amerískri dægurmenningu og hefur komið víða við
frá þvi hann var fyrst kynntur til leiks í útvarpi 1933. Nú er hann mættur til leiks í fokdýrri sumar-
mynd frá framleiðandanum Jerry Bruckheimer sem enn eina ferðina teflir Johnny Depp fram í
endalausri leit sinni að meiri gróða. Depp leikur indíánan trygga, Tonto, sem fylgir riddara slétt-
unnar eins og skugginn en sagan er að þessu sinni sögð frá sjónarhorni Tontos.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Kúrekinn með bófa-
grímuna skellir á skeið
The Lone Ranger og Tonto eru komnir aftur á bak eftir langt hlé og nú eru það þeir Armie Hammer og Johnny Depp sem leika
þessa félaga sem hafa haldið uppi lögum og reglum í Texas villta vestursins í 80 ár eða svo.
Nýja fyndna kynslóðin í Hollywood
kemur saman í This Is the End sem
er ansi hreint sérstök gamanmynd
um heimsendi sem skellur á þegar
nokkrir vinsælustu gamanleikarar
samtímans eru í góðu partíi heima
hjá leikaranum James Franco.
Höfundar Superbad og Pineapple
Express hafa hér smalað saman
eldhressum hópi leikara sem allir
leika sjálfa sig í þessu drepfyndna
rugli.
Seth Rogen, Jay Baruchel, Jonah
Hill, Danny McBride, Michael
Cera, Emma Watson og fleira
gott og fyndið fólk er í góðum gír
á heimili Francos þegar miklar
hamfarir dynja yfir. Los Angeles
lamast og úti fyrir ríkir alls herjar
ringulreið en partífólkið lokar sig
af heima hjá Franco og reynir að
sleppa undan hörmungunum.
Þetta reynist þó skammaóður
vermir þar sem innilokunarkennd
og skortur á birgðum gerir fljótt
vart við sig og þá er ekki annað til
ráða en að stíga út í hinn hrunda
heim og mæta örlögunum. Og þá
fyrst reynir á vináttubönd fyndna
og fræga fólksins.
Aðrir miðlar: Imdb. 8,0, Rotten
Tomatoes: 83%, Metacritic: 67%
fRumsýnd This is The end
Heimsendapartí grínara
Janes Franco, Jonah Hill, Seth Rogen
og fleiri komast í hann krappan þegar
heimsendir skellur á í miðju partíi.
einungis unnið
úr safa ungra
grænna
kókoshneta
himneskt.is
FARGO (16) LAU: 20:00
bAnAnAs (12) sUn: 20:00
sKÓLAnEMAR: 25% AFsLáttUR GEGn FRAMvísUn sKíRtEinis!
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
wEEKEnd (16)
5 - 11 JÚLí: 18:00 - 20:00 - 22:00
White House Down er fín spennumynd sem
líður sjálfsagt fyrir að örfáir mánuðir eru
liðnir síðan Gerard Butler bjargaði forseta
Bandaríkjanna þegar illmenni gerðu atlögu
að forsetabústaðnum. Þá er ekki síður sér-
kennilegt við þessa mynd að hún er í ótal
stór- og smáatriðum eiginlega nákvæmlega
eins og Die Hard frá 1988. Nú er bara Chann-
ing Tatum í hvíta hlýrabolnum í stað Bruce
Willis en ungi maðurinn þarf varla að gera
neitt meira en að mæta, vera sætur og sýna
stælta upphandleggsvöðva.
Willis hafði eitthvað annað og meira á
sínum tíma enda Die Hard með betri spennu-
myndum síðustu áratuga. White House Down
er þó fín fyrir sinn hatt og henni til hróss má
segja að manni leiðist ekki eitt augnablik
eftir að hryðjuverkamennirnir láta til skarar
skríða og leggja Hvíta húsið undir sig. Roland
Emmerich (Indepenence Day) getur verið
ágætur í spennunni en er dálítið veikur fyrir
amerískri þjóðernisvellu og smyr henni hér
vel og vandlega utan á sprengjukökuna sína.
White House Down er yfirgengileg að öllu
leyti. Í væmninni, þjóðrembunni, hasarnum,
fjölda drepinna og fokdýrum tæknibrellum
þar sem bílum, þyrlum, byggingum og
öllu þar á milli er rústað með tilþrifum. Og
barasta ekkert út á það að setja og þeir
sem kunna að meta svona lagað hljóta að
fara sáttir út eftir að Tatum og Jamie Foxx, í
hlutverki forseta Bandaríkjanna, hafa lokið
sér af. –ÞÞ
BíódómuR: WhiTe house doWn
Die Hard í Hvíta húsinu