Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Síða 60

Fréttatíminn - 05.07.2013, Síða 60
 Í takt við tÍmann Fanney ingvarsdóttir Skófíkill sem kominn er af sælkerum Fanney Ingvarsdóttir er 21 árs Garðbæingur sem kjörin var Ungfrú Ísland árið 2010. Hún er stúdent úr FG og hefur verið að vinna í GS skóm meðfram ferðalögum. Í sumar halda hún og vinkonur hennar úti bloggsíðunni 210-blog á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn fer eftir því hvernig skapi ég vakna í á morgnana og hvernig veðrið er úti. Oftast er hann samt þægi- legur, dömulegur og blanda af nýtísku- legum og gamaldags. Ég versla mikið er- lendis, aðallega í H&M, Monki, Weekday og Urban Outfitters en hér heima versla ég í Gallerí 17, GS skóm, Zöru og Tops- hop auðvitað. Og í second hand-búðum eins og Spútnik og Nostalgíu. Ég er búin að vera að vinna í skóbúð í þrjú ár og skósafnið er því orðið ansi stórt, kannski full stórt. Ég myndi segja að ég væri pínu skófíkill. Hugbúnaður Ég verð að viðurkenna að ég fer langoftast á b5, eins og hálft Ísland. Þar hittir maður langflest af sínu fólk enda er tónlistin góð og gaman að dansa. Annars fer ég líka á Vegamót, Faktorý og Dönsku krána. Á barnum panta ég mér yfirleitt bjór, ég er ekki dömulegri en það. Ég hætti að æfa handbolta fyrir tveimur árum en hef síðan stundað líkamsrækt í World Class þó það sé misjafnt hversu dugleg ég er. Ég fylgist líka með íþróttum, handboltanum á veturna og fótboltanum á sumrin. Allt í einu finnst mér eins og klukkutímunum í sólarhringnum hafi fækkað og ég hef ekki jafn mikinn tíma fyrir sjónvarpið og áður. Ég horfi þó enn á einhverja þætti, til dæmis Sons of Anarchy, Vampire Diaries, Modern Family og svo Gossip Girl og Grey‘s Anatomy. Vélbúnaður Ég er svolítil Apple-manneskja, er nýlega búin að fá mér iPhone 5 og átti þar áður 4 og 3S. Það er ekki séns að skipta yfir í eitthvað ann- að, ég er rosalega háð símanum. Hann er litla tölvan mín en annars á ég Macbook-tölvu sem hefur reynst mér mjög vel. Í símanum nota ég Instagram mest af öppunum, ég hef rosa gaman af því forriti. Þar á eftir koma Snapchat og Facebook. Aukabúnaður Báðir foreldrar mínir eru þvílíkir sælkerar og ég fæ því iðulega góðan mat heima. Þau elda af Fanney Ingvarsdóttir heldur úti bloggsíðunni 210-blog.blogspot.com ásamt vinkonum sínum í sumar þar sem þær fjalla um allt á milli himins og jarðar. Ljósmynd/Hari Bragagata, Laugavegur og Suðurlandsbraut / 562 3838 / eldsmidjan.is Er hægt að fá sent heim? þvílíkri ástríðu og ég stórgræði á því. Mér finnst líka gaman að fara út að borða, bæði fínt á staði eins og Tapasbarinn og Grill- markaðinn, og í hádeginu á Saffran, Serr- ano, Vegamót og fleiri. Áhugamálin mín eru íþróttir, tíska og ferðalög. Það er dásamlegt að ferðast um Ísland en ég kann líka ótrúlega vel að meta að heim- sækja ný lönd og kynnast nýrri menn- ingu. Mér finnst ég alltaf verða ríkari fyrir vikið en hvert skipti kveikir líka í mér meiri þrá. Stóra systir mín býr í Kaupmannahöfn og við höfum farið þangað þrisvar eða fjórum sinnum á ári. Ég kann rosa vel við mig þar. Af öðrum stöðum sem ég hef heimsótt stendur Shanghaí í Kína upp úr, það var eins og að koma til fram- tíðar að koma þangað. Svo finnst mér New York líka æði. Ég keyri um á Yaris. Mamma á einn sem ég fæ lánaðan og amma og afi eiga annan sem ég fæ að nota þegar þau eru í útlöndum. Fólkið mitt reddar mér. 60 dægurmál Helgin 5.-7. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.