Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Side 14

Fréttatíminn - 19.07.2013, Side 14
L yftingarnar eru orðnar frekar stór hluti af lífinu,“ segir Arnhildur Anna Árnadóttir, 21 árs Seltirningur. Arnhildur og vinkona hennar, Fanney Hauksdóttir, hafa vakið athygli fyrir góðan árangur í kraftlyftingum undanfarið. Arnhildur setti fyrir skemmstu Íslandsmet í hnébeygju unglinga og Fanney á Íslandsmetið í bekk- pressu. Báðar hafa þær náð góð- um árangri á mótum erlendis. Tekur 115 í bekk Fanney byrjaði að æfa kraftlyft- ingar fyrir tveimur árum þegar einkaþjálfarinn hennar plataði hana til að taka þátt í bekk- pressumóti. Fanneyju gekk vel á mótinu og féll í kjölfarið fyrir sportinu. Hún hefur náð eftir- tektarverðum árangri á þessum stutta tíma, hefur mest lyft 115 kílóum í bekkpressu sem er ekki amalegt hjá manneskju sem er 162 á hæð og 58 kíló. Flestir karlmenn eiga ekki roð í hana. Fanney hefur nær alfarið ein- beitt sér að bekkpressu en að mestu látið hinar greinarnar vera. „Ég er bara „bekkari“,“ segir hún ákveðið. Það hefur reynst henni ágætlega því fyrir skemmstu varð hún í fjórða sæti á HM unglinga í bekkpressu í Litháen. „Þetta var stórt og skemmtilegt mót. Það tók mig ekki nema tíu mínútur að keppa, komin alla leið til Litháen en það var alveg þess virði,“ segir hún. Og markmiðið er alveg skýrt. „Ég rétt missti af þriðja sætinu og er ákveðin í að komast á verð- launapall á næsta ári.“ Hvaðan koma allir þessir kraftar? „Ég var lengi í fimleikum og ég held að það sé eitthvað undir- liggjandi þaðan sem hjálpar mér. Fimleikarnir eru góður grunnur fyrir hvað sem er.“ Sterkari en strákarnir Vinkonurnar Arnhildur Anna Árnadóttir og Fanney Hauksdóttir æfa kraftlyftingar og hafa náð eftirtektarverðum árangri. Svo góðum reyndar að margir karlmenn geta aðeins látið sig dreyma um að lyfta þeim þyngdum sem þær setja á stangirnar. Hver myndi annars ekki segja stoltur frá því að geta lyft 115 kílóum í bekkpressu? Fyrirmynd Búra er hinn danski Havartí-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980 á Húsavík en í dag fer framleiðslan fram á Akureyri. Mjúkur og smjörkenndur ostur með votti af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum. BÚRI LJÚFUR www.odalsostar.is Arnhildur tekur 160 kíló í réttstöðulyftu. Hún æfir fjórum til fimm sinnum í viku, þrjá tíma í senn. Ljósmyndir/Hari 14 viðtal Helgin 19.-21. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.