Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Síða 21

Fréttatíminn - 19.07.2013, Síða 21
er ekkert síðri í suddanum þótt maður geti ekki drukkið hann í glampandi sól á Austurvelli innan um sóldýrkendur og bjórsvelgi. Íslendingar eru grillóðir og á sumrin grípur um sig æði þar sem öllu sem að kjafti kemur er slengt á grillið. Þessi ástríða er, ef marka má suma kaupmenn, svo sterk að veðrið drepur hana ekki niður. Í Melabúðinni selst grillkjöt að sögn ágætlega og hermt að hörðustu grillararnir matreiði einfaldlega undir regnhlífum. Þetta heitir að bjarga sér og má hæglega yfirfæra yfir á aðra sumariðju. Helgi Björnsson sló fyrir margt löngu í gegn með hljómsveitinni Grafík og laginu Húsið og ég en það var ekki síst viðlagið „mér finnst rigningin góð, la-la-la-la-la, o-ó,“ sem greip og fólk söng há- stöfum með Ísfirðingnum ódeiga. Þegar hringt er í Helga núna svar- ar talhólf. Kannski vegna þess að hann er orðinn þreyttur á að svara fyrir gamlan rigninarboðskapinn sem er orðin að óyfirstíganlegri þverstæðu í hugum fólks á suð- vesturhorninu. Söngur Helga felur engu að síður í sér lausnina á geðræna vandanum sem fylgir ótíðinni. Flótti til sólarlanda er ekki svarið þótt sýna megi þeim örvæntingar- fyllstu vissan skilning þegar þeir eltast við sólina á milli landshorna eða fljúga á vit hennar. Það eina sem virkar er að taka rigningunni Vætutíðin í sumar er að gera marga brjálaða en veðrið er handan okkar áhrifa og því fátt hægt að gera annað en taka regninu fagnandi. Horfa til Gene Kelly, dansa í pollum og syngja um hversu rigningin sé góð. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ekkert nema ostur Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS innihalda 100% ost. Þú nnur spennandi og girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is. ÍSLENSKUR OSTUR fagnandi. Syngja og dansa eins og Gene Kelly og njóta lífsins. Regnið er líka svo rómantískt þegar því er mætt með réttu hugarfari og er í raun nokkuð huggulegra en að koma heim úr hressandi göngu, hundblautur og kaldur inn að beini, hita sér róandi te, kveikja á kertum og faðmast, knúsast og kyssast og sofna svo út frá enda- lausu og angurværu dropatalinu á gluggarúðunni? Rigningin er góð. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is úttekt 21 Helgin 19.-21. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.