Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 21
er ekkert síðri í suddanum þótt maður geti ekki drukkið hann í glampandi sól á Austurvelli innan um sóldýrkendur og bjórsvelgi. Íslendingar eru grillóðir og á sumrin grípur um sig æði þar sem öllu sem að kjafti kemur er slengt á grillið. Þessi ástríða er, ef marka má suma kaupmenn, svo sterk að veðrið drepur hana ekki niður. Í Melabúðinni selst grillkjöt að sögn ágætlega og hermt að hörðustu grillararnir matreiði einfaldlega undir regnhlífum. Þetta heitir að bjarga sér og má hæglega yfirfæra yfir á aðra sumariðju. Helgi Björnsson sló fyrir margt löngu í gegn með hljómsveitinni Grafík og laginu Húsið og ég en það var ekki síst viðlagið „mér finnst rigningin góð, la-la-la-la-la, o-ó,“ sem greip og fólk söng há- stöfum með Ísfirðingnum ódeiga. Þegar hringt er í Helga núna svar- ar talhólf. Kannski vegna þess að hann er orðinn þreyttur á að svara fyrir gamlan rigninarboðskapinn sem er orðin að óyfirstíganlegri þverstæðu í hugum fólks á suð- vesturhorninu. Söngur Helga felur engu að síður í sér lausnina á geðræna vandanum sem fylgir ótíðinni. Flótti til sólarlanda er ekki svarið þótt sýna megi þeim örvæntingar- fyllstu vissan skilning þegar þeir eltast við sólina á milli landshorna eða fljúga á vit hennar. Það eina sem virkar er að taka rigningunni Vætutíðin í sumar er að gera marga brjálaða en veðrið er handan okkar áhrifa og því fátt hægt að gera annað en taka regninu fagnandi. Horfa til Gene Kelly, dansa í pollum og syngja um hversu rigningin sé góð. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ekkert nema ostur Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS innihalda 100% ost. Þú nnur spennandi og girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is. ÍSLENSKUR OSTUR fagnandi. Syngja og dansa eins og Gene Kelly og njóta lífsins. Regnið er líka svo rómantískt þegar því er mætt með réttu hugarfari og er í raun nokkuð huggulegra en að koma heim úr hressandi göngu, hundblautur og kaldur inn að beini, hita sér róandi te, kveikja á kertum og faðmast, knúsast og kyssast og sofna svo út frá enda- lausu og angurværu dropatalinu á gluggarúðunni? Rigningin er góð. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is úttekt 21 Helgin 19.-21. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.