Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Síða 24

Fréttatíminn - 19.07.2013, Síða 24
Nýja platan verður með aðeins nýjum áherslum en við höldum áfram að vera við sjálf, með okkar eigin stíl. V ið höfum verið ótrúlega dug-leg að fylgja plötunni eftir, það gengur vel og við erum rosa- lega ánægð. Nú erum við að leggja drög að næstu plötu og erum að vinna í henni hægt og rólega,“ segir Gígja söngkona og lagasmiður hljómsveitar- innar Ylju sem gaf út sína fyrstu plötu í nóvember í fyrra „Ylja.“ Viðtökurnar við fyrstu plötunni seg- ir hún að hafi verið góðar og að platan hafi verið að seljast vel. „Við höfum verið að selja plötur á tónleikum líka og sérstaklega til útlendinga sem hafa veitt okkur mjög góðar viðtökur þó svo að við syngjum bara á íslensku,“ segir Gígja. „Nýja platan verður með aðeins nýjum áherslum en við höldum áfram að vera við sjálf, með okkar eigin stíl. Við erum að hugsa um að semja svolítið á ensku og prófa okkur áfram í því. Við erum þó ekki að fara breyta alveg yfir í ensku heldur hafa þetta svolítið blandað. Það verður kannski aðeins meira stuð. Við erum að pæla í alls konar hlutum enn sem komið er og það er allt óráðið,“ segir Gígja. Upphaf Ylju hófst hjá vinkonunum Gígju og Bjarteyju. „Ég og Bjartey byrjuðum með einhverju dútli, spiluðum á gítar og sungum saman en við höfðum kynnst út frá sameiginlegum áhuga á tónlist. Við höfum verið að þróa okkur áfram síðan,“ segir Gígja. Meðlimir hljómsveitarinnar eru nú orðnir fimm og eru gítar-, bassa- og trommuleikari komnir í hópinn. ,,Við erum ekki með hefðbundið trommu- sett heldur ásláttarhljóðfæri sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur. Við vorum alltaf hrædd við að bæta því við en ég held að við séum himinlifandi með þessa ákvörðun,“ segir Gígja. Fyrstu plötuna segir hún að vinkon- urnar hafi átt stærstan hluta í eða átta af tíu lögum. „Þetta voru lög sem við höfðum samið í gegnum árin og við tókum það sem okkur fannst best. Með tilkomu Smára Tarfs Jósepssonar breyttist þetta svolítið og hann sá mikið um útsetninguna. Næstu plötu ætlum við að reyna að gera meira í sameiningu,“ segir Gígja. Plötuna segir Gígja að hafi verið unna með hefðbundnum hætti þar sem tekið var upp „life“ í stað þess að taka upp í sitt hvoru lagi. „Okkur fannst það skila bestum árangri fyrir okkur, það vantaði eitthvert „element“ þegar upptakan var í sitt hvoru lagi,“ segir Gígja. Ylja hefur verið að spila um landið í sumar en mun einnig spila á há- tíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Einnig mun hljómsveitin spila á Vegamótum í Reykjavík í miðri viku í sumar. „Við erum tiltölulega nýlega búin að gera tónlistarmyndband við lag sem heitir „Út“ og er komið á YouTube, síðan er í vinnslu myndband sem er bráðlega að fara að verða tilbúið við annað lag,“ segir Gígja. Hljómsveitinni Ylju skipa Bjartey Sveinsdóttir (söngur og gítar), Guðný Gígja Skjaldardóttir (söngur og gítar), Smári Tarfur Jósepsson (slide-gu- itar) og Valgarð Hrafnsson (bassi) og Maggi Magg (trommur). Ylja mun spila næsta fimmtudag í Faktorý portinu í tilefni af alþjóðlega UN Wom- an deginum og svo mun hún spila sunnudeginum eftirá KeX en þá mun tónlistarkonan Þórunn Antonía halda upp á afmælið sitt og þá verða haldnir styrktartónleikar fyrir Kvennaathvarf- ið. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Meðlimir hljómsveitarinnar Ylju: Maggi Magg, Bjartey, Smári Tarfur, Gígja og Valgarð fyrir æfingu á Faktorý. Mynd Teitur  ylja leggur drög að næstu plötu Útlendingarnir hrifnir af íslenskunni Hljómsveitin Ylja gaf út sína fyrstu plötu „Ylju“ síðastliðinn vetur. Ylja varð til þegar tvær vinkonur byrjuðu að semja lög og spila á gítar en nú eru hljóm- sveitarmeðlimir orðnir fimm og eru þau byrjuð að vinna að næstu plötu. Ylja mun spila á Faktorý portinu næstkomandi fimmtudag en tónleikar verða haldnir þar í tilefni af alþjóðlega UN Woman deginum. Krumma 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is Öryggi - Gæði - Leikgildi LikeaBike Sandkassasett Winter þríhjól Berg Grafa Berg trampolín Myndatexti: 24 viðtal Helgin 19.-21. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.