Fréttatíminn - 19.07.2013, Qupperneq 48
G uðbjörg Gissurardóttir gefur út tímaritið Í boði náttúrunnar þar sem fjallað er um flest það sem hún
hefur áhuga á; umhverfið, náttúruna og
grænan og heilbrigðan lífsstíl. Hún vildi
sinna börnum sérstaklega og réðst því í
útgáfu tímarits fyrir krakka á öllum aldri.
Hún segir hugmyndir sínar um heilbrigðan
lífsstíl einnig endurspeglast í krakka-
blaðinu.
„Þetta er blað sem ég er búin að ganga
með í maganum eiginlega í þrjú ár,“ segir
Guðbjörg sem sá í tímaritaútgáfu tækifæri
til þess að ná öllum áhugamálum sínum
saman á einum stað. „Börnin voru það eina
sem ég náði einhvern veginn ekki að troða
þarna inn og þá var náttúrlega ekkert annað
að gera í stöðunni en að koma með sérblað
fyrir börnin.“
Guðbjörg segir það þó hafa tekið sig þrjú
ár að gera hugmyndina að Krakkalökkum
að veruleika. „Þetta er búinn að vera gamall
draumur og ég tók loksins af skarið.“
Þótt Guðbjörg leggi upp með að blaðið
eigi að vera sígilt og eigulegt þá stílar hún
dálítið inn á sumarið í efnistökum. „Þetta er
svolítið hugsað fyrir sumarið og kemur því
út núna. Blaðið er upplagt til að taka með
sér í fríið en í því eru alls konar hugmyndir
að hlutum sem hægt er að gera og ýmis
skemmtilegheit í bland.
Hugmyndin er samt að blaðið sé tíma-
laust. Það er prentað á vandaðan pappír og
er eigulegt. Krakkarnir eiga að geta átt
þetta blað inni í herbergi eða uppi í hillu og
gripið til þess hvenær sem er. Þess vegna
næsta sumar. Ég lagði upp með að hafa það
svo efnismikið að þú viljir eiga það til þess
að grípa í.“
Guðbjörg segist oft spurð að því hvort í
blaðinu séu þrautir, krossgátur og þvíum-
líkt. „Það er bara eins og það sé það fyrsta
sem fólki dettur í hug þegar börn eru ann-
ars vegar. Ég svara bara þannig til að blaðið
sé akkúrat ekki af því tagi. Það er nóg til af
krossgátublöðum, su-doku og hvað þetta
heitir allt saman. Þetta blað byggir meira
á afþreyingu sem lifir lengur og er frekar
ætlað að örva hugmyndaflugið og sköp-
unarkraftinn hjá börnum. Auk þess er það
líka fræðandi og við leggjum mikið upp úr
því að foreldrarnir geti líka haft gaman af
þessu.“
Guðbjörg segir að draumurinn sé að
halda útgáfu Krakkalakka áfram en þar
sem engar auglýsingar eru í blaðinu muni
viðtökurnar ráða framhaldinu. „Nú erum
við bara að láta virkilega reyna á hvort þetta
sé hægt.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
skálholtsdómkirkja Fimmtíu ára víGsluhátíð um helGina
Þriggja daga pílagrímaganga til Skálholts
Vegleg viðburðahelgi, útidagskrá, hátíðarmessa og samkoma auk sýningar um aðdraganda byggingar Skálholtskirkju.
Fimmtíu ára afmælishátíð Skálholts-
dómkirkju verður haldin í Skálholti
um helgina, frá föstudegi til sunnu-
dags 19. – 21. júlí. Hálf öld er liðin
frá vígslu kirkjunnar og afhendingu
Skálholtsstaðar til þjóðkirkjunnar. Í
tilefni vígsluafmælisins verður veg-
leg viðburðahelgi í Skálholti. Hátíðin
hefst með kvöldtónleikum í kvöld,
föstudag, klukkan 20 með kórasöng.
Morgunbænir verða á morgun, laugar-
dag klukkan 9 í Skálholti ásamt farar-
blessun og ferðabæn í Þingvallakirkju
með pílagrímum á leið í Skálholtsdóm-
kirkju. Hátíðin verður sett klukkan 12
á tröppum Skálholtsdómkirkju. Þaðan
verður gengið til messu að Þorláks-
sæti, ef veður leyfir. Geri úrhelli verð-
ur messan í kirkjunni. Sýning í Skál-
holtsskóla „Hálfrar aldar hátíð“ opnar
klukkan 13.15 á laugardag. Hún fjallar
um aðdraganda byggingar dómkirkj-
unnar. Klukkan 13.30 hefst skákmót
í Skálholtsskóla Teflt verður með eft-
irgerð af hinum fornu sögualdartafl-
mönnum frá Ljóðhúsum á Suðureyjum
en þeir eru taldir hafa verið gerðir af
Margréti hinni oddhögu í Skálholti á
dögum Páls biskups Jónssonar. Guð-
mundur G. Þórarinsson flytur inn-
gangsorð um líklegan íslenskan upp-
runa þeirra.
Gestum verður boðið upp á útidag-
skrá á laugardeginum. Göngur hefjast
klukkan 13.30 en þær eru söguganga,
fuglaganga, skólaganga, urtaganga og
fornleifafræðsla. Gamlir barnaleikir
verða endurvaktir og börnunum gefinn
kostur á að prófa fornleifarannsóknir.
Við Gestastofu Skáldholts verður úti-
markaður með grænmeti beint frá býli
og aðrar afurðir úr sveitinni ásamt sölu
á kaffi og matarveitingum í Skálholts-
skóla. Tónlistarflutningur verður í sam-
vinnu við Sumartónleika Skálholtsdóm-
kirkju.
Klukkan 16.15 á sunnudag verður
hátíðarsamkoma. Karl Sigurbjörnsson
biskup prédikar.
Pílagrímaganga verður frá Stóra-Núpi
í Skálholt, frá föstudegi til sunnudags, í
tengslum við vígsluafmælið. Í dag, föstu-
dag klukkan 16, verður helgistund og
fararblessun í Stóra-Núpskirkju. Gengið
verður í átt að Hrepphólum með viðkomu
á hinum forna kirkjustað Steinsholti. Á
laugardag verður lagt af stað klukkan
13 frá Hrepphólakirkju og gengið í Auðs-
holt. Á sunnudag klukkan 11 verður
haldið frá Auðsholti, pílagrímarnir ferj-
aðir yfir Hvítá og síðan gengið í Skálholt.
Gangan endar við hátíðarmessu í Skál-
holtsdómkirkju sem hefst klukkan 14.
Fólk getur slegist með í för hvar og hve-
nær sem er, eða verið með alla leið. -jh
Svanhildur Halla sýnir í Grósku
Svanhildur Halla Haraldsdóttir er ung myndlistarkona sem heldur
sýningu á portrettverkum sínum í sal Grósku á Garðatorgi í Garða-
bæ (gamla Betrunarhúsið). Sýningin var opnuð í gær, fimmtudag
en hún stendur fram á sunnudag. Svanhildur Halla hefur unnið að
verkum sínum í sumar á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ.
Um er að ræða olíu- og vatnslitaverk. Portrettmyndir Svanhildar
Höllu hafa vakið verðskuldaða athygli. Myndlistarkonan situr yfir
sýningu sinni og vatnslitar jafnvel eitthvað á meðan.
Portrettmyndir Svanhildar Höllu hafa vakið athygli.
Fimmtíu ára afmælishátíð Skálholts-
dómkirkju verður haldin í Skálholti um
helgina. Mynd Vefur Skálholts
Það er
nóg til af
krossgátu-
blöðum,
su-doku og
hvað þetta
heitir allt
saman.
krakkalakkar nýtt tímarit Fyrir börn
Þrautalaus fróðleikur
Þegar Guðbjörg Gissurardóttir hóf útgáfu tímaritsins Í boði náttúrunnar fann hún vettvang sem
náði utan um öll helstu áhugamál hennar og hugðarefni. Hún fann börnum þó ekki stað í blaðinu
og fór því að huga að sérstöku tímariti fyrir börn. Fyrsta tölublað Krakkalakka er nú komið út og
Guðbjörg vonast til þess að viðtökurnar verði þannig að framhald geti orðið á útgáfunni.
Guðbjörg Gissurardóttir segist frekar vilja gefa út fá, vönduð og eiguleg blöð heldur en mörg lakari og vonast til þess að geta
haldið útgáfu Krakkalakka áfram. Mynd Teitur
24. MAÍ - 29. JÚNÍ 2013
TVEIR HRAFNAR
listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík
+354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885
art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
HULDA HÁKON
& JÓN ÓSKAR
Opnunartímar
11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga
13:00-16:00 laugardaga
og eftir samkomulagi
SUMARSÝNING
TVEGGJA HRAFNA
Davíð Örn Halldórsson
Hallgrímur Helgason
Hulda Hákon
Húbert Nói Jóhannesson
Jón Óskar
Steinunn Þórarinsdóttir
Erró
Óli G. Jóhannsson
og Kristján Davíðsson
Opnunartímar; 11:00-17:00 miðviku-föstudags,
13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi.
48 menning Helgin 19.-21. júlí 2013