Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 72
 TónlisT ókeypis sTórTónleikar í eldborg á laugardag „Með kærri kveðju til Kulusuk“ Hljóðfærum og framlögum til uppbyggingar tónlistarhúss verður safnað eftir bruna í þorpinu. Kalak hefur opnað söfnunar- reikning vegna brunans mikla í Kulusuk. Reiknings- númerið er 0322-26-002082, kennitala 430394-2239. Stefnt er að því að safna 5 milljónum króna til kaupa á tækjabúnaði og öðru sem nýtt tónlistarhús þarfnast. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari söfnunarinnar og verður á tónleikunum í Hörpu ásamt frú Dorrit Moussaieff. Tekið er við hljóðfærum og tækjabúnaði í Tónastöðinni, Skipholti 50d, og á tónleikun- um í Hörpu á laugardaginn. Meðal þess sem varð eldinum að bráð voru tæknibúnaður, hátalarar, mixerar, söngkerfi og ótal hljóðfæri. Fólk er vinsamlega beðið að koma aðeins með nothæf hljóðfæri. Þ etta er frábært tækifæri til að sýna Grænlendingum vinar­hug. Bruninn í Kulusuk var reiðarslag fyrir lítið þorp, þar sem búa næstu nágrannar okkar Íslend­ inga,“ segir Halldór Björnsson for­ maður Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands. Kalak og fleiri velunn­ arar Grænlands standa á laugardag­ inn klukkan 14 fyrir stórtónleikum í Hörpu, þar sem safnað verður hljóðfærum og fjárframlögum til uppbyggingar tónlistarhúss í Kulu­ suk. Tónlistarhúsið í Kulusuk brann til ösku í fárviðri, aðfararnótt 9. mars. Íbúar í Kulusuk eru um 400 og tónlistarhúsið húsið þeirra var einlyft timburhús með risi. „Þetta litla hús hefur verið kallað hjartað í Kulusuk,“ segir Halldór. „Þar hefur á síðustu árum verið byggt upp stór­ kostlegt tónlistarlíf og Bláa húsið, eins og það var kallað, var helsti samkomustaður bæjarbúa á öllum aldri. Þarna lærðu börnin á hljóð­ færi undir handleiðslu kennara, og margar kornungar hljómsveitir æfðu þar kvöldin löng.“ Hljóðfærum safnað í nýtt tónlistarhús Eldurinn kom upp meðan fár­ viðri geisaði og slökkviliðsmenn þorpsins gátu ekkert aðhafst. Að undanförnu hafði verið byggt upp fjölbreytt safn hljóðfæra og góður tæknibúnaður, en allt varð þetta eldinum að bráð. Kalak hefur þess vegna auglýst eftir hljóðfærum, og er þeim veitt viðtaka í Tónastöð­ inni, Skipholti 50d. „Svo hvetjum við fólk, sem er aflögufært, til að koma með hljóðfæri á tónleikana í Hörpu. Ég veit að sumir tónlist­ armenn ætla að gefa hljóðfæri og Tónastöðin og Exton hafa af mik­ illi rausn heitið tækjakosti. Enn þá vantar margt, en við erum sann­ arlega bjartsýn. Það eru einhvern veginn allir með, þegar málstaður­ inn er að láta tónlistina óma aftur í Kulusuk,“ segir Halldór. Einavalalið í Eldborg Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem koma fram í Eld­ borg á laugardaginn eru Agent Fresco, Bjartmar Guðlaugsson, Bubbi Morthens, Digraneskórinn, DJ Margeir, Erpur Eyvindarson, Fóstbræður, Haffi Haff, Jakob Frí­ mann Magnússon, Jón Ólafsson, KK, Morgan Kane, Pálmi Gunnars­ son, Ojba Rasta, Sam Sam, Sísy Ey, Sykur, Unnsteinn í Retro Stefson, Unnur Eggertsdóttir og Þórunn Antonía. Heiðursgestir á tónleikun­ um eru grænlensku tónlistarmenn­ irnir Anda Kuitse, Anton Sianiale og Efraim Ignatiessen sem koma hingað til lands frá Kulusuk. Kalak stendur að tónleikunum í Eldborg í samvinnu við fjölmarga velunnara Grænlands á Íslandi. Helstu bakhjarlar og samstarfsað­ ilar eru Flugfélag Íslands, Harpa tónlistarhús, Guide to Iceland, Hrókurinn, Barnaheill, Skákaka­ demían og Tónastöðin. Halldór segir að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. „Vonandi markar þetta upp­ haf að vakningu meðal Íslendinga um það stórkostlega land sem er hér handan hafsins, og það góða fólk sem þar býr. Engin þjóð í heim­ inum er eins heppin með nágranna og við.“ Tónlistarhúsið í Kulusuk brann til ösku í fárviðri, aðfararnótt 9. mars. Kulusuk. Íslensk flugfélög hafa flogið þangað í áratugi. Nóra treður upp í Tjarnarbíói á sunnudagskvöld,  Tónleikar nóra og Jara á sunnudagskvöld Himinbrim í Tjarnarbíói Hljómsveitin Nóra heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói á sunnudagskvöld klukkan 20.30. Á tónleikunum fagnar sveitin útgáfu plötunnar Himinbrims sem kom út fyrir síðustu jól. Himinbrim er önnur breið­ skífa Nóru og fékk fínar viðtökur gagnrýnenda og tónlistarunnenda þegar hún kom út. Platan þótti stórt skref frá frumburði sveitar­ innar, blæbrigðaríkt og heil­ steypt poppverk sem borið er uppi af söng systkinanna Egils og Auðar Viðarsbarna. Á tónleikunum verður öllu tjaldað til og mun sveitin fá til liðs við sig strengja­ kvartett og slagverksleikara til að koma plötunni í heild sinni sem best til skila. Tónlistarkonan Jara sér um upphitun á tónleikunum en hún mun flytja lög af plötu sinni, Agartha, sem kemur út í næsta mánuði. Miðasala fer fram á Miði.is og miðaverð er 1.900 krónur. Bruninn var reiðarslag fyrir íbúa Kulusuk, næstu nágranna okkar. 72 menning Helgin 22.-24. mars 2013 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 22/3 kl. 19:00 9.k Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Lau 23/3 kl. 19:00 aukas Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Fim 23/5 kl. 19:00 Sun 24/3 kl. 19:00 aukas Fös 3/5 kl. 19:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Þri 26/3 kl. 19:00 aukas Lau 4/5 kl. 19:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Fim 11/4 kl. 19:00 10.k Sun 5/5 kl. 13:00 Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Fös 31/5 kl. 19:00 Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Fim 9/5 kl. 14:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Fös 10/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Lau 11/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Sun 12/5 kl. 13:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Mið 24/4 kl. 19:00 Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Fös 7/6 kl. 19:00 Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Fim 16/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Lau 27/4 kl. 19:00 Fös 17/5 kl. 19:00 Sun 9/6 kl. 13:00 lokas Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 19:00 Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Allt að seljast upp! Gullregn (Stóra sviðið) Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. BLAM! (Stóra sviðið) Mið 3/4 kl. 20:00 frums Fös 5/4 kl. 20:00 3.k Sun 7/4 kl. 20:00 5.k Fim 4/4 kl. 20:00 2.k Lau 6/4 kl. 20:00 4.k Háskaleikrit sem var sýning ársins í Danmörku. Aðeins þessar sýningar! Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Ormstunga (Nýja sviðið) Fös 22/3 kl. 20:00 Lau 6/4 kl. 20:00 aukas Lau 13/4 kl. 20:00 Lau 23/3 kl. 20:00 Fim 11/4 kl. 20:00 Sun 14/4 kl. 20:00 lokas Fös 5/4 kl. 20:00 Fös 12/4 kl. 20:00 Íslendingasagan sem er ekki eins leiðinleg og þú heldur. Aðeins þessar sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Mið 24/4 kl. 20:00 19.k Lau 27/4 kl. 20:00 Fös 3/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 20.k Þri 30/4 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Örfáar aukasýningar í apríl og maí. Núna! (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 frums Mið 17/4 kl. 20:00 3.k Sun 28/4 kl. 20:00 5.k Þri 16/4 kl. 20:00 2.k Þri 23/4 kl. 20:00 4.k Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu Tengdó (Litla sviðið) Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Fim 16/5 kl. 20:00 Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Fös 17/5 kl. 20:00 Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Lau 18/5 kl. 20:00 Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Fim 23/5 kl. 20:00 Lau 6/4 kl. 20:00 17.k Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Lau 25/5 kl. 20:00 Sun 7/4 kl. 20:00 aukas Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Sun 26/5 kl. 20:00 Lau 13/4 kl. 20:00 18.k Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Fös 31/5 kl. 20:00 Sun 14/4 kl. 20:00 19.k Sun 5/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Fös 10/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Lau 11/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur! Tengdó – HHHHH – JVJ. DV Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Fyrirheitna landið (Stóra sviðið) Fös 22/3 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 19:30 Fös 12/4 kl. 19:30 Lau 23/3 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30 Kraftmikið nýtt verðlaunaverk Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 24/3 kl. 13:00 Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 21/4 kl. 13:00 Sun 24/3 kl. 16:00 Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 14:00 Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi Karma fyrir fugla (Kassinn) Fös 22/3 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 19:30 Sun 7/4 kl. 19:30 Síð.s. Lau 23/3 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30 Síðasta sýning 7.apríl Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 20/4 kl. 19:30 Frums. Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Mið 24/4 kl. 19:30 Aukas. Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 26/4 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Sun 14/4 kl. 19:30 Síðasta sýn. Ný aukasýning 14.apríl! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 23/3 kl. 13:30 Sun 24/3 kl. 15:00 Lau 6/4 kl. 13:30 Lau 23/3 kl. 15:00 Sun 24/3 kl. 16:30 Lau 6/4 kl. 15:00 Sun 24/3 kl. 13:30 Lau 6/4 kl. 13:30 Lau 6/4 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka Kvennafræðarinn (Kassinn) Fim 18/4 kl. 19:30 Frumsýning Mið 24/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 Fös 19/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 Lau 20/4 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 Fös 10/5 kl. 19:30 Eldfjörug sýning sem svara öllum spurningum um kvenlíkamann Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 13/4 kl. 13:30 Frums. Lau 20/4 kl. 15:30 Lau 27/4 kl. 15:30 Lau 20/4 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 13:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.