Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 66
66 skák og bridge Helgin 22.-24. mars 2013  Skákakademían áratugur Síðan Skáklandnám íSlendinga á grænlandi hófSt Skák er skemmtileg – á Grænlandi og í Grafarvogi í næstu viku fer vösk sveit skáktrúboða til Ittoqqorto-ormiit á austurströnd Græn- lands, en þetta rúmlega 400 manna þorp er trúlega afskekkt- asta byggð norðurslóða. Næstum þúsund kílómetrar eru í næsta bæ – Kulusuk – og þangað er aðeins hægt að komast flugleiðina, nema örfáa mánuði yfir hásumarið. En núna fer hátíð í hönd: Hin árlega skákveisla er að hefjast og börnin í bænum bíða spennt. Nú eru 10 ár síðan skáklandnám Íslend- inga á Grænlandi hófst. Sumarið 2003 var fyrsta alþjóðlega skákmótið í sögu Grænlands haldið í Qaqortoq á Suður- Grænlandi. Þar sigraði enski undradrengur- inn Luke McShane, en meðal annarra kepp- enda voru stórmeistarar á borð við Friðrik Ólafs- son, Jóhann Hjartar- son, Ivan Sokolov og Predrag Nikolic. Tugir Grænlendinga á öllum aldri tóku þátt í þessu sögulega móti, sem og þáverandi þingforsetar beggja landa, þeir Hall- dór Blöndal og Jonathan heitinn Motzfeldt. Árið eftir lá leiðin til austurstrandarinnar, og þangað hafa verið farnar fjölmargar ferðir síðasta áratuginn. Veglegar skákhátíðir hafa verið í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, auk þess sem öll litlu þorpin hafa verið heimsótt, flest margsinnis. Þannig hafa íslenskir skáktrúboð- ar oft komið til Kulusuk, haldið námskeið í skólanum og efnt til fjöltefla og skákmóta fyrir börn. Skák var næstum óþekkt á Grænlandi þegar liðsmenn Hróks- ins hófu starf sitt 2003. Nú er óhætt að segja að nokkrar byggðir séu hreinræktuð skákþorp, og framundan eru skákferðir til vesturstrandarinnar – sú fyrsta var reyndar farin til Nuuk núna í desember. Kalak, vinafélag Ís- lands og Grænlands, hefur frá upphafi tekið þátt í starfinu og nú undanfarin ár hefur Skákaka- demían komið af fullum krafti í þetta skemmtilega og gefandi verkefni. Grænlensku börnin hafa tekið skákinni tveimur höndum og óteljandi ánægju- stundir orðið til yfir taflborðinu. Mark- miðið frá upphafi hefur ekki eingöngu verið að útbreiða hina fornu og göfugu íþrótt, heldur ekki síður að efla sam- skipti grannþjóð- anna á sem flestum sviðum. Grænland er stórkostlegur töfra- heimur, sem allir ættu að kynnast! Rimaskóli Íslands- meistari Skáksveit Rimaskóla vann yfirburðasigur á skákþRautin Svartur leikur og vinnur. Svartur hefur byggt upp ógurlegan þrýsting á g-línunni og leggur nú til atlögu – úr óvæntri átt. Lalic stýrði svarta liðinu gegn Eames. h elgina 15.-17. mars fór fram lands-liðskeppni Bridgesambands Íslands. Keppt var um sæti í landsliðum Ís- lands í bridge í komandi Norðurlandamóti sem fram fer dagana 24.-26. maí á Íslandi – nánar tiltekið á flughótelinu í Keflavík. Keppt var í opnum flokki og kvennaflokki og veittu tvö efstu sætin rétt til þess að keppa í landsliði Íslands. Átta pör kepptu í hvor- um flokki kepptu um þennan rétt. Parið Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, sem hafa verið fastamenn í opna landsliðinu, gátu ekki keppt vegna spilamennsku í Bandaríkjunum og voru þeir sjálfvaldir í landsliðið í opnum flokki. Í opnum flokki unnu Bjarni H. Ein- arsson og Aðalsteinn Jörgensen öruggan sigur í landsliðskeppninni en meiri keppni var um annað sætið. Lokastaða 4. efstu para varð þannig: 1. Bjarni H. Einarsson – Aðalsteinn Jörgensen 299 2. Guðmundur Snorrason – Ragnar Hermannsson 157 3. Sveinn Rúnar Eiríksson- Þröstur Ingimarsson 152 4. Jörundur Þórðarson – Hjálmar S. Pálsson 63 Keppni um landsliðssæti í kvennaflokki var minna spennandi. Systurnar Bryndís og Ólöf Þorsteinsdóttir unnu sér næsta öruggt sæti með því að hafna örugglega í tveimur efstu sætunum ásamt makkerum sínum. Lokastaða 4. efstu paranna varð þannig: 1. Bryndís Þorsteinsdóttir – María Haraldsdóttir 353 2. Ólöf Þorsteinsdóttir – Svala K. Pálsdóttir 328 3. Alda Guðnadóttir – Stefanía Sigurbjörnsdóttir 87 4. Anna Ívarsdóttir – Guðrún Óskarsdóttir 76 Í eftirfarandi spili í landsliðskeppninni í opn- um flokki enduðu öll pörin, fyrir utan eitt í 4 hjörtum. Þau unnust ekki, en Bjarni H. Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen enduðu í þremur gröndum á vesturhöndina og unnu fjögur. Það var ansi dýrmætt fyrir Bjarna og Aðalstein. Spilið var allt svona, norður gjafari og allir á hættu: ♠DG74 ♥7 ♦D42 ♣107653 ♠103 ♥G932 ♦ÁK73 ♣D84 ♠ K65 ♥ KD104 ♦ G65 ♣ ÁG9 ♠ Á982 ♥ Á865 ♦ 1098 ♣ K2 n s V a Útspil norðurs var spaði gegn 3 gröndum Bjarna H. Einarssonar. Hann drap spaðatíu á kóng, spilaði hjarta á ás og tígultíu úr blind- um. Suður setti lítið og norður fékk slaginn á drottninguna. Hann hélt áfram spaðasókn- inni með spaðadrottningu og Bjarni spilaði áfram spaða í stað þess að treysta á laufsvín- ingu. Suður fann eðlilega ekki að spila tígli og spilaði laufi. Bjarni fékk því sína 10 slagi og þáði verðskuldað gott skor fyrir það. Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykja- víkur er í fullum gangi og búnar 4 umferðir af 14. Sveit Lögfræðistofu Íslands er með 9 stiga forystu, sveit Málningar vermir annað sætið og litlu munar á næstu sveitum. Staða 6 efstu sveitanna er þannig: 1. Lögfræðistofa Íslands 120 2. Málning 111 3. Chile 104 4. Garðs apótek 102 5. Grant Thornton 101 6. Guðlaugur Sveinsson 100 Spilarar í sveit Lögfræðistofu Íslands eru Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson, Jón Baldursson, Steinar Jónsson, Sverrir Ár- mannsson og Þorlákur Jónsson.  Bridge karla- og kvennalandSlið á komandi norðurlandamóti Landsliðskeppni Lausn: 1 Bb5! Hvítur gafst upp. Drepi drottn- ingin biskupinn verður hvítur mát á augabragði og c4 er einfaldlega svarað með Bxc4! Íslandsmóti grunnskólasveita um síðustu helgi. Stórveldið í Grafarvogi var óstöðvandi, og fengu Rimaskólakrakkarnir 34 vinninga af 36 mögulegum, 8 vinningum meira en Lauga- lækjarskóli sem hreppti silfrið. Hin vaska og efnilega sveit Álfhólsskóla varð í 3. sæti. Sigursveit Rimaskóla skipuðu Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harðarson og Nansý Davíðsdóttir. Öll eru þau meðal efnilegustu skákmanna lands- ins, og ættu lesendur að leggja nöfnin vel á minnið! Oliver og Nansý sigruðu í öllum skákum sínum, 9 að tölu, og fengu þar með líka verðlaun fyrir bestan árangur á 2. og 4. borði. Bestum árangri á 1. borði náði Íslandsmeistari barna, Vignir Vatnar Stefánsson (Hörðuvalla- skóla) sem sigraði í öllum skákum sínum og á 3. borði fór hinn ótrúlegi Óskar Víkingur Davíðsson (Ölduselsskóla) á kostum – sjö ára gamall og vann hverja einustu skák! Landsliðsspilararnir Bjarni H. Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen spila gegn bræðrunum Hrólfi og Oddi Hjaltasonum í sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Skákgleði á Grænlandi. Landmark leiðir þig heim! * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Sími 512 4900 landmark.is Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Haraldur Ómarsson sölufulltrúi sími 845 8286 Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.